Orðaskakið milli Kína og Bandaríkjanna heldur áfram Samúel Karl Ólason skrifar 6. apríl 2018 18:26 Tveir stærstu efnahagir heimsins eiga nú í viðskiptadeilum. Vísir/Getty Yfirvöld Kína hétu því í dag að bregðast við aðgerðum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sem ætlar sér að auka tolla á vörur frá Kína. Ríkin eiga nú í viðskiptadeilu eftir að Bandaríkin settu tolla á vörur frá Kína og sökuðu þá um að stela hugverkarétt bandarískra fyrirtækja og koma fram við Bandaríkin með ósanngjörnum hætti. Enn sem komið er hafa leiðtogar ríkjanna eingöngu átt í orðaskaki og hafa engir tollar verið settir á. Hins vegar hafa ríkin til skiptist tilkynnt að tollar verða auknir vegna tolla hins ríkisins. Talsmaður fjármálaráðuneytis Kína, Gao Feng, sagði í dag að aðgerðir Bandaríkjanna væru óréttlátar og vanhugsaðar. Hann sagði Kína vera tilbúið til að bregðast við af mikilli hörku, eftir að Trump tilkynnti í gær að hækka ætti tolla á vörur frá Kína um hundrað milljarða dala.Feng tók þó ekki fram hvernig viðbörgð Kína myndu líta út.Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar gætu deilurnar orðið að stærsta viðskiptastríði þjóða í áratugi og hafa helstu vísitölur heimsins lækkað á síðustu dögum.Bandarískir embættismenn hafa þó reynt að draga úr áhyggjum af viðskiptastríði en það hefur ekki gengið sem skyldi í dag. Sérfræðingar segja að deilurnar beri þegar merki hefðbundinna deilna sem geti stigmagnast fljótt. Helsti viðskiptaráðgjafi Trump, Larry Kudlow, sagði í dag að ekki væri hægt að benda á Trump. „Kennið Kína um, ekki Trump. Við getum ekki leyft Kína, sem er fyrsta heims ríki og verður að spila eftir reglunum, að stela tækni okkar. Þegar þeir stela okkar tækni eru þeir að stela kjarnanum úr framtíð okkar.“ Kudlow ítrekaði að hægt væri að leysa deilurnar með viðræðum. Mest lesið Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Yfirvöld Kína hétu því í dag að bregðast við aðgerðum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sem ætlar sér að auka tolla á vörur frá Kína. Ríkin eiga nú í viðskiptadeilu eftir að Bandaríkin settu tolla á vörur frá Kína og sökuðu þá um að stela hugverkarétt bandarískra fyrirtækja og koma fram við Bandaríkin með ósanngjörnum hætti. Enn sem komið er hafa leiðtogar ríkjanna eingöngu átt í orðaskaki og hafa engir tollar verið settir á. Hins vegar hafa ríkin til skiptist tilkynnt að tollar verða auknir vegna tolla hins ríkisins. Talsmaður fjármálaráðuneytis Kína, Gao Feng, sagði í dag að aðgerðir Bandaríkjanna væru óréttlátar og vanhugsaðar. Hann sagði Kína vera tilbúið til að bregðast við af mikilli hörku, eftir að Trump tilkynnti í gær að hækka ætti tolla á vörur frá Kína um hundrað milljarða dala.Feng tók þó ekki fram hvernig viðbörgð Kína myndu líta út.Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar gætu deilurnar orðið að stærsta viðskiptastríði þjóða í áratugi og hafa helstu vísitölur heimsins lækkað á síðustu dögum.Bandarískir embættismenn hafa þó reynt að draga úr áhyggjum af viðskiptastríði en það hefur ekki gengið sem skyldi í dag. Sérfræðingar segja að deilurnar beri þegar merki hefðbundinna deilna sem geti stigmagnast fljótt. Helsti viðskiptaráðgjafi Trump, Larry Kudlow, sagði í dag að ekki væri hægt að benda á Trump. „Kennið Kína um, ekki Trump. Við getum ekki leyft Kína, sem er fyrsta heims ríki og verður að spila eftir reglunum, að stela tækni okkar. Þegar þeir stela okkar tækni eru þeir að stela kjarnanum úr framtíð okkar.“ Kudlow ítrekaði að hægt væri að leysa deilurnar með viðræðum.
Mest lesið Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira