Vilja nýta dúkkurnar í starfi með einhverfum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 6. apríl 2018 20:00 Leikskólabörn klæddust bláu í dag til að auka vitund um einhverfu og í World Class dansaði fólk Zumba til að styrkja átakið. Átta leikskólar fengu afhentar fjörtíu dúkkur sem eiga að koma að gagni í starfi með einhverfum börnum. Börnin á leikskólanum Laugasól voru flest bláklædd í dag líkt og margir aðrir enda var blái dagurinn haldinn hátíðlegur í fimmta sinn í dag. Dagurinn er hluti af átakinu Blár apríl þar sem markmiðið er að auka þekkingu fólks á einhverfu. Formaður styrktarfélagsins segir einhverfu eiga sér margar birtingarmyndir. „Þetta er afskaplega ólíkt milli einstaklinga og við viljum fyrst og fermst að fólk geri sér grein fyrir því hvað einhverfa er, hversu mismunandi hún er, að fólk sé opið fyrir því að fólk sé alls konar og að það sé bara í góðu lagi," segir Ragnhildur Ágústsdóttir, formaður styrktarfélagsins Blár apríl. Nýsköpunarfyrirtækið RóRó afhenti átta leikskólum fjörtíu Lúlla dúkkur í dag en skólarnir voru valdir í samvinnu við Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisin og tekið var mið af því hvaða leikskólar eru með hæsta hlutfallið af börnum með einhverfu. Fær hvert barn sína eigin dúkku til að hafa á leikskólanum eða heima. „Við höfum fengið sögur af því að þetta hjálpi þeim að komast í ró og festa svefn en rannsóknir sýna að mörg börn einhverfu eiga erfitt með það," segir Eyrún Eggertsdóttir, stofnandi RóRó. „Svo eru margir sem eiga kannski í erfiðleikum með snertingu við fólk en hafa samt snertiþörf og finnst gott að snerta mjúka hluti," segir hún. Fyrirtækið mun síðan leita viðbragða. „Við höfum fengið mikið af sögum hvernig þetta nýtist börnum heima fyrir og nú erum við forvitin að sjá hvernig þetta getur nýst í aðstæðum inni á leikskólaum og vonandi getum við haldið áfram með það verkefni," segir Eyrún. Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Sjá meira
Leikskólabörn klæddust bláu í dag til að auka vitund um einhverfu og í World Class dansaði fólk Zumba til að styrkja átakið. Átta leikskólar fengu afhentar fjörtíu dúkkur sem eiga að koma að gagni í starfi með einhverfum börnum. Börnin á leikskólanum Laugasól voru flest bláklædd í dag líkt og margir aðrir enda var blái dagurinn haldinn hátíðlegur í fimmta sinn í dag. Dagurinn er hluti af átakinu Blár apríl þar sem markmiðið er að auka þekkingu fólks á einhverfu. Formaður styrktarfélagsins segir einhverfu eiga sér margar birtingarmyndir. „Þetta er afskaplega ólíkt milli einstaklinga og við viljum fyrst og fermst að fólk geri sér grein fyrir því hvað einhverfa er, hversu mismunandi hún er, að fólk sé opið fyrir því að fólk sé alls konar og að það sé bara í góðu lagi," segir Ragnhildur Ágústsdóttir, formaður styrktarfélagsins Blár apríl. Nýsköpunarfyrirtækið RóRó afhenti átta leikskólum fjörtíu Lúlla dúkkur í dag en skólarnir voru valdir í samvinnu við Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisin og tekið var mið af því hvaða leikskólar eru með hæsta hlutfallið af börnum með einhverfu. Fær hvert barn sína eigin dúkku til að hafa á leikskólanum eða heima. „Við höfum fengið sögur af því að þetta hjálpi þeim að komast í ró og festa svefn en rannsóknir sýna að mörg börn einhverfu eiga erfitt með það," segir Eyrún Eggertsdóttir, stofnandi RóRó. „Svo eru margir sem eiga kannski í erfiðleikum með snertingu við fólk en hafa samt snertiþörf og finnst gott að snerta mjúka hluti," segir hún. Fyrirtækið mun síðan leita viðbragða. „Við höfum fengið mikið af sögum hvernig þetta nýtist börnum heima fyrir og nú erum við forvitin að sjá hvernig þetta getur nýst í aðstæðum inni á leikskólaum og vonandi getum við haldið áfram með það verkefni," segir Eyrún.
Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Sjá meira