Assad-liðar sakaðir um aðra efnavopnaárás Samúel Karl Ólason skrifar 7. apríl 2018 23:15 70 borgarar eru sagðir hafa fallið í loftárásum á síðasta sólarhring. Vísir/AFP Sýrlenskur uppreisnarhópur hefur sakað stjórnarher landsins um að gera efnavopnaárás á bæinn Douma í Austur-Ghouta í Sýrlandi. Ríkisstjórn Bashar al-Assad, forseta, þvertekur fyrir að efnavopnaárás hafi verið gerð og segir að um lygar sé að ræða. Samtökin Syrian Observatory for Human Rights segja að ellefu manns hefðu dáið vegna árásarinnar og hafa myndir af látnum börnum með froðu í öndunarfærum verið í dreifingu á samfélagsmiðlum. Hjálparsamtökin Syrian American Medical Society, eða SAMS, segja sex hafa látið lífið vegna klórgass á sjúkrahúsi í Douma og að fleiri hafi dáið í nærliggjandi byggingu. Einn af yfirmönnum SAMS segir í samtali við Reuters að alls hafi 35 dáið vegna árásarinnar.Ríkissjónvarp Sýrlands, SANA, segir uppreisnarhópinn, Jaish al-Islam, hafa búið sögurnar til að reyna að koma í veg fyrir sókn stjórnarhersins gegn þeim. Douma er eini bærinn í Austur-Ghouta sem stjórnarherinn hefur ekki náð tökum á. Friðarsamkomulag hafði verið gert í bænum en loftárásir hófust aftur í gær. SOHR segir að minnst 70 borgarar hafi fallið í árásunum á síðasta sólarhring. Læknir sem AFP fréttaveitan ræddi við segir heilbrigðisstarfsmenn ekki hafa undan að telja hina særðu. AFP segir rúmlega 1.600 almenna borgara hafa fallið í árásum hersins í Ghouta frá því þær hófust þann 18. febrúar. Í dag er nákvæmlega ár frá því að Bandaríkin skutu 59 Tomahawk eldflaugum að herflugvelli í Sýrlandi. Það var gert eftir efnavopnaárás á bæinn Khan Sheikhoun þar sem rúmlega 80 manns létu lífið. Rannsakendur Sameinuðu þjóðanna komust að þeirri niðurstöðu að ríkisstjórn Assad bæri ábyrgð á árásinni. Sýrland Tengdar fréttir Árásirnar hættu ekki Fyrsta daglega pásan á átökunum í Austur-Ghouta gagnaðist engum. Rússar segja engan hafa flúið. Assad-liðar og uppreisnarmenn benda hvorir á aðra. 28. febrúar 2018 06:00 Sýrlenska ríkisstjórnin bar ábyrgð á efnavopnaárásinni Þetta kemur fram í skýrslu Sameinuðu þjóðanna sem birt var í dag. 26. október 2017 23:52 Rússar beittu neitunarvaldi gegn efnavopnarannsóknum í Sýrlandi Þetta er í tíunda sinn sem Rússar beita neitunarvaldi sínu varðandi ríkisstjórn Bashar al-Assad í Sýrlandi. 16. nóvember 2017 22:33 Segja saríngasi hafa verið beitt í Khan Sheikhoun Efnavopnastofnunin segir tugi hafa látið lífið í árásinni og rannsóknarnefnd Sameinuðu þjóðanna mun rannsaka hvort að ríkisstjórn Sýrlands beri ábyrgð á árásinni. 30. júní 2017 11:08 Rússar koma í veg fyrir frekari rannsóknir á efnavopnum í Sýrlandi Rannsóknin, sem er framkvæmd af Sameinuðu þjóðunum og Efnavopnastofnuninni, OPCW, var opnuð af öryggisráðinu árið 2015 og framlengd árið 2016. 24. október 2017 16:16 Frakkar segjast búa yfir sönnunum um ábyrgð bandamanna Assad Tugir manna létu lífið þegar saríngas var notað í efnavopnaárás á bæinn Khan Sheikhoun þann 4. apríl síðastliðinn. 26. apríl 2017 09:58 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Sýrlenskur uppreisnarhópur hefur sakað stjórnarher landsins um að gera efnavopnaárás á bæinn Douma í Austur-Ghouta í Sýrlandi. Ríkisstjórn Bashar al-Assad, forseta, þvertekur fyrir að efnavopnaárás hafi verið gerð og segir að um lygar sé að ræða. Samtökin Syrian Observatory for Human Rights segja að ellefu manns hefðu dáið vegna árásarinnar og hafa myndir af látnum börnum með froðu í öndunarfærum verið í dreifingu á samfélagsmiðlum. Hjálparsamtökin Syrian American Medical Society, eða SAMS, segja sex hafa látið lífið vegna klórgass á sjúkrahúsi í Douma og að fleiri hafi dáið í nærliggjandi byggingu. Einn af yfirmönnum SAMS segir í samtali við Reuters að alls hafi 35 dáið vegna árásarinnar.Ríkissjónvarp Sýrlands, SANA, segir uppreisnarhópinn, Jaish al-Islam, hafa búið sögurnar til að reyna að koma í veg fyrir sókn stjórnarhersins gegn þeim. Douma er eini bærinn í Austur-Ghouta sem stjórnarherinn hefur ekki náð tökum á. Friðarsamkomulag hafði verið gert í bænum en loftárásir hófust aftur í gær. SOHR segir að minnst 70 borgarar hafi fallið í árásunum á síðasta sólarhring. Læknir sem AFP fréttaveitan ræddi við segir heilbrigðisstarfsmenn ekki hafa undan að telja hina særðu. AFP segir rúmlega 1.600 almenna borgara hafa fallið í árásum hersins í Ghouta frá því þær hófust þann 18. febrúar. Í dag er nákvæmlega ár frá því að Bandaríkin skutu 59 Tomahawk eldflaugum að herflugvelli í Sýrlandi. Það var gert eftir efnavopnaárás á bæinn Khan Sheikhoun þar sem rúmlega 80 manns létu lífið. Rannsakendur Sameinuðu þjóðanna komust að þeirri niðurstöðu að ríkisstjórn Assad bæri ábyrgð á árásinni.
Sýrland Tengdar fréttir Árásirnar hættu ekki Fyrsta daglega pásan á átökunum í Austur-Ghouta gagnaðist engum. Rússar segja engan hafa flúið. Assad-liðar og uppreisnarmenn benda hvorir á aðra. 28. febrúar 2018 06:00 Sýrlenska ríkisstjórnin bar ábyrgð á efnavopnaárásinni Þetta kemur fram í skýrslu Sameinuðu þjóðanna sem birt var í dag. 26. október 2017 23:52 Rússar beittu neitunarvaldi gegn efnavopnarannsóknum í Sýrlandi Þetta er í tíunda sinn sem Rússar beita neitunarvaldi sínu varðandi ríkisstjórn Bashar al-Assad í Sýrlandi. 16. nóvember 2017 22:33 Segja saríngasi hafa verið beitt í Khan Sheikhoun Efnavopnastofnunin segir tugi hafa látið lífið í árásinni og rannsóknarnefnd Sameinuðu þjóðanna mun rannsaka hvort að ríkisstjórn Sýrlands beri ábyrgð á árásinni. 30. júní 2017 11:08 Rússar koma í veg fyrir frekari rannsóknir á efnavopnum í Sýrlandi Rannsóknin, sem er framkvæmd af Sameinuðu þjóðunum og Efnavopnastofnuninni, OPCW, var opnuð af öryggisráðinu árið 2015 og framlengd árið 2016. 24. október 2017 16:16 Frakkar segjast búa yfir sönnunum um ábyrgð bandamanna Assad Tugir manna létu lífið þegar saríngas var notað í efnavopnaárás á bæinn Khan Sheikhoun þann 4. apríl síðastliðinn. 26. apríl 2017 09:58 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Árásirnar hættu ekki Fyrsta daglega pásan á átökunum í Austur-Ghouta gagnaðist engum. Rússar segja engan hafa flúið. Assad-liðar og uppreisnarmenn benda hvorir á aðra. 28. febrúar 2018 06:00
Sýrlenska ríkisstjórnin bar ábyrgð á efnavopnaárásinni Þetta kemur fram í skýrslu Sameinuðu þjóðanna sem birt var í dag. 26. október 2017 23:52
Rússar beittu neitunarvaldi gegn efnavopnarannsóknum í Sýrlandi Þetta er í tíunda sinn sem Rússar beita neitunarvaldi sínu varðandi ríkisstjórn Bashar al-Assad í Sýrlandi. 16. nóvember 2017 22:33
Segja saríngasi hafa verið beitt í Khan Sheikhoun Efnavopnastofnunin segir tugi hafa látið lífið í árásinni og rannsóknarnefnd Sameinuðu þjóðanna mun rannsaka hvort að ríkisstjórn Sýrlands beri ábyrgð á árásinni. 30. júní 2017 11:08
Rússar koma í veg fyrir frekari rannsóknir á efnavopnum í Sýrlandi Rannsóknin, sem er framkvæmd af Sameinuðu þjóðunum og Efnavopnastofnuninni, OPCW, var opnuð af öryggisráðinu árið 2015 og framlengd árið 2016. 24. október 2017 16:16
Frakkar segjast búa yfir sönnunum um ábyrgð bandamanna Assad Tugir manna létu lífið þegar saríngas var notað í efnavopnaárás á bæinn Khan Sheikhoun þann 4. apríl síðastliðinn. 26. apríl 2017 09:58