Sport

Flaug í gegnum höllina

Telma Tómasson skrifar
Konráð Valur Sveinsson, hinn ungi skeiðsnillingur, sat ekki við orðin tóm og átti frábæran tíma í flugskeiði í gegnum TM reiðhöllina í Víðidal í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum í gærkvöldi á Kjarki frá Árbæjarhjáleigu II. Spretturinn, sem er um 60 metrar, var mældur með tímatökubúnaði og reyndist vera 4,73 sekúndur.

Konráð Valur gerði ágætt skeiðmót um síðustu helgi á Brávöllum á Selfossi, varð annar í gæðingaskeiði og áttundi í 150 m skeiði. Það dugði honum ekki og var hann ósáttur við árangurinn, lofaði að hann skildi gera betur. Svo sannarlega setti hann í fluggírinn í gærkvöldi, var varla kominn inn í reiðhöllina þegar hann var þotinn út aftur.

Sýnt var frá Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum í beinni útsendingu á Stöð 2 sport og má sjá sprett Konráðs Vals og Kjarks í meðfylgjandi myndskeiði.

Bestu tímar í flugskeiði:

1 Konráð Valur Sveinsson Kjarkur frá Árbæjarhjáleigu II 4.73sek

2 Guðmundur F. Björgvinsson Glúmur frá Þóroddsstöðum 4.75sek

3 Árni Björn Pálsson Skykkja frá Breiðholti í Flóa 4.88sek

4 Bjarni Bjarnason Randver frá Þóroddsstöðum 4.96sek

5 Þórarinn Ragnarsson Hákon frá Sámsstöðum 4.97sek

6 Davíð Jónsson Irpa frá Borgarnesi 5.09sek




Fleiri fréttir

Sjá meira


×