Telja árásina ekki hafa verið hryðjuverk Jón Hákon Halldórsson skrifar 9. apríl 2018 06:00 Eldri konur í Japan eru oft einmana og sækja því í fangelsisvist. Vísir/EPA Karlmaðurinn sem grunaður er um að hafa ekið vöruflutningabíl á hóp fólks í borginni Münster í Þýskalandi á laugardaginn er talinn hafa verið einn að verki. Maðurinn er sagður hafa átt við geðræn vandamál að stríða. Þýsk yfirvöld hafa leitað á fjórum heimilum sem tengjast hinum grunaða og segjast ekki hafa fundið neinar vísbendingar um að maðurinn tengist pólitískum öfgahópum. Tveir létust þegar maðurinn ók bílnum að veitingastað í borginni á laugardaginn. Maðurinn, sem er 48 ára gamall, skaut sjálfan sig til bana eftir að hann hafði ekið á fólkið. Þýska lögreglan segist hafa þekkt til mannsins, sem kallaður er Jens R í þýskum fjölmiðlum. Árið 2015 og 2016 hafði hann sætt ásökunum um eignaspjöll og að hafa í hótunum. Sakarefni voru hins vegar látin niður falla. Þau sem létust í árásinni voru 51 árs gömul kona og 65 ára gamall karlmaður. Um 20 aðrir særðust í árásinni. „Það er ekkert sem bendir til þess að árásin hafi verið gerð af einhverjum pólitískum hvötum,“ segir Elke Adomeit saksóknari hjá lögreglunni. Sjónarvottar segja að bílnum, sem var grár Volkswagen, hafi verið ekið á töluverðum hraða á torginu fyrir framan veitingastaðinn. Hann ók síðan á fólk sem sat fyrir utan veitingastaðinn.Allur akstur bannaður Ljósmyndir frá vettvangi benda til þess að borð og stólar hafi kastast til þegar bíllinn rakst á þau. Starfsmaður á veitingastaðnum sagði að gestir þar hefðu öskrað af skelfingu. Einn þeirra sem komu á vettvang eftir atburðinn sagði við BBC að ökumaðurinn hlyti að hafa haft þann ásetning að ráðast á fólkið þar sem öll bílaumferð á svæðinu er bönnuð. Angela Merkel Þýskalandskanslari sagði í yfirlýsingu að sér væri brugðið vegna atburðanna. „Það er verið að gera allt til þess að fá staðreyndir málsins á hreint og styðja við þolendur og aðstandendur þeirra,“ sagði Merkel. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, sagði á Twitter að Frakkar fyndu til með Þjóðverjum vegna atburðarins. Birtist í Fréttablaðinu Hryðjuverk í Evrópu Tengdar fréttir Þrír látnir eftir árás í Þýskalandi Árásarmaðurinn ók á hóp sitjandi fólks og svipti sig svo lífi með skotvopni. 7. apríl 2018 19:45 Lögreglan leitar að tilefni árásarinnar Lögreglan í Þýskalandi rannsakar nú af hverju hinn 48 ára gamli Jens R., ók VW smávagni sínum inn í hóp fólks sem sat fyrir utan veitingastaðinn Grosser Kiepenkerl í Münster í dag. 7. apríl 2018 22:00 Mest lesið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Erlent Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Innlent Þak flettist af húsi í Sandgerði Innlent Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón Innlent Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Innlent Veigamestu breytingarnar á útlendingalögum hafi verið á hennar vakt Innlent „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Innlent Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Innlent Fleiri fréttir Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Sjá meira
Karlmaðurinn sem grunaður er um að hafa ekið vöruflutningabíl á hóp fólks í borginni Münster í Þýskalandi á laugardaginn er talinn hafa verið einn að verki. Maðurinn er sagður hafa átt við geðræn vandamál að stríða. Þýsk yfirvöld hafa leitað á fjórum heimilum sem tengjast hinum grunaða og segjast ekki hafa fundið neinar vísbendingar um að maðurinn tengist pólitískum öfgahópum. Tveir létust þegar maðurinn ók bílnum að veitingastað í borginni á laugardaginn. Maðurinn, sem er 48 ára gamall, skaut sjálfan sig til bana eftir að hann hafði ekið á fólkið. Þýska lögreglan segist hafa þekkt til mannsins, sem kallaður er Jens R í þýskum fjölmiðlum. Árið 2015 og 2016 hafði hann sætt ásökunum um eignaspjöll og að hafa í hótunum. Sakarefni voru hins vegar látin niður falla. Þau sem létust í árásinni voru 51 árs gömul kona og 65 ára gamall karlmaður. Um 20 aðrir særðust í árásinni. „Það er ekkert sem bendir til þess að árásin hafi verið gerð af einhverjum pólitískum hvötum,“ segir Elke Adomeit saksóknari hjá lögreglunni. Sjónarvottar segja að bílnum, sem var grár Volkswagen, hafi verið ekið á töluverðum hraða á torginu fyrir framan veitingastaðinn. Hann ók síðan á fólk sem sat fyrir utan veitingastaðinn.Allur akstur bannaður Ljósmyndir frá vettvangi benda til þess að borð og stólar hafi kastast til þegar bíllinn rakst á þau. Starfsmaður á veitingastaðnum sagði að gestir þar hefðu öskrað af skelfingu. Einn þeirra sem komu á vettvang eftir atburðinn sagði við BBC að ökumaðurinn hlyti að hafa haft þann ásetning að ráðast á fólkið þar sem öll bílaumferð á svæðinu er bönnuð. Angela Merkel Þýskalandskanslari sagði í yfirlýsingu að sér væri brugðið vegna atburðanna. „Það er verið að gera allt til þess að fá staðreyndir málsins á hreint og styðja við þolendur og aðstandendur þeirra,“ sagði Merkel. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, sagði á Twitter að Frakkar fyndu til með Þjóðverjum vegna atburðarins.
Birtist í Fréttablaðinu Hryðjuverk í Evrópu Tengdar fréttir Þrír látnir eftir árás í Þýskalandi Árásarmaðurinn ók á hóp sitjandi fólks og svipti sig svo lífi með skotvopni. 7. apríl 2018 19:45 Lögreglan leitar að tilefni árásarinnar Lögreglan í Þýskalandi rannsakar nú af hverju hinn 48 ára gamli Jens R., ók VW smávagni sínum inn í hóp fólks sem sat fyrir utan veitingastaðinn Grosser Kiepenkerl í Münster í dag. 7. apríl 2018 22:00 Mest lesið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Erlent Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Innlent Þak flettist af húsi í Sandgerði Innlent Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón Innlent Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Innlent Veigamestu breytingarnar á útlendingalögum hafi verið á hennar vakt Innlent „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Innlent Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Innlent Fleiri fréttir Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Sjá meira
Þrír látnir eftir árás í Þýskalandi Árásarmaðurinn ók á hóp sitjandi fólks og svipti sig svo lífi með skotvopni. 7. apríl 2018 19:45
Lögreglan leitar að tilefni árásarinnar Lögreglan í Þýskalandi rannsakar nú af hverju hinn 48 ára gamli Jens R., ók VW smávagni sínum inn í hóp fólks sem sat fyrir utan veitingastaðinn Grosser Kiepenkerl í Münster í dag. 7. apríl 2018 22:00