Segir 12 tóna vera meira en venjulega plötubúð Sveinn Arnarsson skrifar 9. apríl 2018 06:00 Lárus Jóhannesson og Jóhannes Ágústsson reka plötubúðina 12 tóna á Skólavörðustíg. Lárus segir þennan tíma hafa verið afar viðburðaríkan og tímarnir hafa breyst verulega síðan rekstur verslunarinnar hófst fyrir tveimur áratugum. Vísir/ANTOn Hljómplötuverslunin 12 tónar á Skólavörðustíg fagnar um þessar mundir 20 ára afmæli sínu. Á þessum tveimur áratugum hefur orðið gríðarleg breyting í dreifingu tónlistar og má með sanni segja að það sé ákveðið stórvirki að halda úti hljómplötuverslun svo lengi á þessum tíma. Í stafni verslunarinnar standa þeir Lárus Jóhannesson og Jóhannes Ágústsson. Lárus segir þennan tíma hafa verið afar viðburðaríkan og engan bilbug er að finna á þeim félögum. „Það er alveg rétt að 12 tónar er annað og meira en bara bara hljómplötuverslun. Þetta fyrirbæri er orðið nokkuð þekkt,“ segir Lárus. „Við höfum reynt eftir fremsta megni að vera með gott úrval af góðri tónlist og reynt að brjóta múra milli tónlistarstefna sem hefur að okkar mati gefist vel.“ En Lárus bendir lílka á að fólk hafi gagngert gert sér ferð til Íslands með það að markmiði að koma í verslunina. „Fyrir mörgum árum kom til okkar kona frá Japan sem hafði dreymt um að koma í 12 tóna, setjast niður með kaffibolla og hlusta á íslenska tónlist. Svo þegar hún loksins kom þá brotnaði hún niður og fór að gráta. Þá áttuðum við okkur á hvað þetta var stór stund í lífi hennar,“ segir Lárus. Verslunin er því að einhverju leyti fjölsóttur ferðamannastaður í Reykjavík. „Það var fyrir tveimur árum að við lokuðum versluninni í hálftíma vegna brúðkaups,“ segir Lárus frá. „Það orsakaðist þannig að við fengum bréf með hálfs árs fyrirvara frá pari í Ástralíu sem spurði hvort það væri hægt að gefa þau saman í versluninni. Af einhverjum ástæðum hafði búðin eitthvert sérstakt gildi fyrir þau. Þau komu ásamt svaramönnum og við tókum þátt í athöfninni og drukkum svo kampavín með þeim að lokinni athöfn. Þetta kannski sýnir að búðin er eitthvað meira en bara verslun með hljómplötur.“ Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Fleiri fréttir Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Sjá meira
Hljómplötuverslunin 12 tónar á Skólavörðustíg fagnar um þessar mundir 20 ára afmæli sínu. Á þessum tveimur áratugum hefur orðið gríðarleg breyting í dreifingu tónlistar og má með sanni segja að það sé ákveðið stórvirki að halda úti hljómplötuverslun svo lengi á þessum tíma. Í stafni verslunarinnar standa þeir Lárus Jóhannesson og Jóhannes Ágústsson. Lárus segir þennan tíma hafa verið afar viðburðaríkan og engan bilbug er að finna á þeim félögum. „Það er alveg rétt að 12 tónar er annað og meira en bara bara hljómplötuverslun. Þetta fyrirbæri er orðið nokkuð þekkt,“ segir Lárus. „Við höfum reynt eftir fremsta megni að vera með gott úrval af góðri tónlist og reynt að brjóta múra milli tónlistarstefna sem hefur að okkar mati gefist vel.“ En Lárus bendir lílka á að fólk hafi gagngert gert sér ferð til Íslands með það að markmiði að koma í verslunina. „Fyrir mörgum árum kom til okkar kona frá Japan sem hafði dreymt um að koma í 12 tóna, setjast niður með kaffibolla og hlusta á íslenska tónlist. Svo þegar hún loksins kom þá brotnaði hún niður og fór að gráta. Þá áttuðum við okkur á hvað þetta var stór stund í lífi hennar,“ segir Lárus. Verslunin er því að einhverju leyti fjölsóttur ferðamannastaður í Reykjavík. „Það var fyrir tveimur árum að við lokuðum versluninni í hálftíma vegna brúðkaups,“ segir Lárus frá. „Það orsakaðist þannig að við fengum bréf með hálfs árs fyrirvara frá pari í Ástralíu sem spurði hvort það væri hægt að gefa þau saman í versluninni. Af einhverjum ástæðum hafði búðin eitthvert sérstakt gildi fyrir þau. Þau komu ásamt svaramönnum og við tókum þátt í athöfninni og drukkum svo kampavín með þeim að lokinni athöfn. Þetta kannski sýnir að búðin er eitthvað meira en bara verslun með hljómplötur.“
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Fleiri fréttir Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Sjá meira