Bubbi og Gylfi takast á um Séra Davíð Jakob Bjarnar skrifar 9. apríl 2018 11:03 Meðan Gylfi finnur Séra Davíð flest til foráttu vill Bubbi koma presti til varnar. Kveðskapur Séra Davíðs Þórs Jónssonar, sóknarprests í Laugarneskirkju, sem væntanlegur er á plötu austfirsku pönkhljómsveitarinnar Austurvígstöðvarnar, ætla heldur betur að draga dilk á eftir sér. En, einkum er það kvæðið „Arnþrúður er full“ þar sem spjótum er beint að Arnþrúði Karlsdóttur og Útvarpi Sögu, sem ýfir öldur.Kæra á borði biskupsFyrir liggur að á annan tug kvartana vegna kvæðisins hafa borist Biskupsstofu auk kæru, að sögn Þorvaldar Víðissonar biskupsritara. „Biskup er þessa dagana að uppfylla rannsóknarskyldu sína samkvæmt stjórnsýslulögum, varðandi innkomið erindi er varðar séra Davíð Þór Jónsson sóknarprest í Laugarneskirkju og Arnþrúði Karlsdóttur útvarpsstjóra. Í því ljósi verður síðan metið hvert framhald málsins verður,“ segir Þorvaldur. Víst er að kirkjunni er nokkur vandi á höndum.Frumstæð skrumskæld mynd af Séra DavíðDeilurnar hafa teygt anga sína inn í hið íslenska tónlistarlíf og takast þeir á um séra Davíð þeir Gylfi Ægisson og Bubbi Morthens.Hin frumstæða mynd Gylfa Ægissonar. Séra Satan Satan.Víst er að Gylfi, sem er mikill aðdáandi Útvarps Sögu og þeirra sjónarmiða sem þar hafa verið viðruð, sjónarmiða sem eru einmitt eitur í beinum Séra Davíðs Þórs og snúa að málefnum innflytjenda, er enginn aðdáandi prests nema síður sé. Hann, eða einhver vinur hans, hefur dundað sér við að skrumskæla mynd Vísis af Davíð á fremur frumstæðan hátt. Búið er að teikna tungu snáks í andlit Séra Davíðs, eiga við augu hans og setja á hann vígtennur. Auk þess er búið að skrifa inná myndina: „Séra Satan Satan“. Þessa mynd birtir Gylfi og segir: „Séra Satan í stuði plata á leiðinni“.Bubbi til varnarVinir Gylfi úthúða Séra Davíð með athugasemdum sem vart er hafandi eftir. Og bent á að bloggsíða Séra Davíðs heiti Silfurgeitin, en geitin sé einmitt merki Kölska. Nema, Bubbi Morthens hættir sér inná þennan vígvöll og reynir að verja Davíð með orðunum: „Davíð Þór Jónson er kjarkaður með hjartað á réttum stað og flottur Prestur“. Þessi orð Bubba hitta menn misvel fyrir, eftir því hvar þeir standa í þessari sérkennilegu deilu. Þannig er víst að hvergi nærri er fyrir endann á þessari deilu séð. Hins vegar hefur hún vakið athygli á fyrirhugaðri plötu Austurvígstöðvarinnar, en tekist hefur að safna fyrir upptökukostnaði á Karlolina Fund. Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Útvarp Satan mun koma út Austurvígstöðvunum tókst að safna fyrir upptökum. 6. apríl 2018 14:50 Hlustendur Útvarps Sögu vilja ekki reka séra Davíð Þór Niðurstöður skoðanakönnunar liggja fyrir. 13. mars 2018 12:30 „Er búið að breyta þjóðkirkjunni í kirkju Satans?“ Pétur Gunnlaugsson krefst þess að biskup reki séra Davíð Þór Jónsson. 12. mars 2018 12:09 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Fleiri fréttir Umdeildur brottflutningur vekur ugg innan Samfylkingarinnar Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Sjá meira
Kveðskapur Séra Davíðs Þórs Jónssonar, sóknarprests í Laugarneskirkju, sem væntanlegur er á plötu austfirsku pönkhljómsveitarinnar Austurvígstöðvarnar, ætla heldur betur að draga dilk á eftir sér. En, einkum er það kvæðið „Arnþrúður er full“ þar sem spjótum er beint að Arnþrúði Karlsdóttur og Útvarpi Sögu, sem ýfir öldur.Kæra á borði biskupsFyrir liggur að á annan tug kvartana vegna kvæðisins hafa borist Biskupsstofu auk kæru, að sögn Þorvaldar Víðissonar biskupsritara. „Biskup er þessa dagana að uppfylla rannsóknarskyldu sína samkvæmt stjórnsýslulögum, varðandi innkomið erindi er varðar séra Davíð Þór Jónsson sóknarprest í Laugarneskirkju og Arnþrúði Karlsdóttur útvarpsstjóra. Í því ljósi verður síðan metið hvert framhald málsins verður,“ segir Þorvaldur. Víst er að kirkjunni er nokkur vandi á höndum.Frumstæð skrumskæld mynd af Séra DavíðDeilurnar hafa teygt anga sína inn í hið íslenska tónlistarlíf og takast þeir á um séra Davíð þeir Gylfi Ægisson og Bubbi Morthens.Hin frumstæða mynd Gylfa Ægissonar. Séra Satan Satan.Víst er að Gylfi, sem er mikill aðdáandi Útvarps Sögu og þeirra sjónarmiða sem þar hafa verið viðruð, sjónarmiða sem eru einmitt eitur í beinum Séra Davíðs Þórs og snúa að málefnum innflytjenda, er enginn aðdáandi prests nema síður sé. Hann, eða einhver vinur hans, hefur dundað sér við að skrumskæla mynd Vísis af Davíð á fremur frumstæðan hátt. Búið er að teikna tungu snáks í andlit Séra Davíðs, eiga við augu hans og setja á hann vígtennur. Auk þess er búið að skrifa inná myndina: „Séra Satan Satan“. Þessa mynd birtir Gylfi og segir: „Séra Satan í stuði plata á leiðinni“.Bubbi til varnarVinir Gylfi úthúða Séra Davíð með athugasemdum sem vart er hafandi eftir. Og bent á að bloggsíða Séra Davíðs heiti Silfurgeitin, en geitin sé einmitt merki Kölska. Nema, Bubbi Morthens hættir sér inná þennan vígvöll og reynir að verja Davíð með orðunum: „Davíð Þór Jónson er kjarkaður með hjartað á réttum stað og flottur Prestur“. Þessi orð Bubba hitta menn misvel fyrir, eftir því hvar þeir standa í þessari sérkennilegu deilu. Þannig er víst að hvergi nærri er fyrir endann á þessari deilu séð. Hins vegar hefur hún vakið athygli á fyrirhugaðri plötu Austurvígstöðvarinnar, en tekist hefur að safna fyrir upptökukostnaði á Karlolina Fund.
Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Útvarp Satan mun koma út Austurvígstöðvunum tókst að safna fyrir upptökum. 6. apríl 2018 14:50 Hlustendur Útvarps Sögu vilja ekki reka séra Davíð Þór Niðurstöður skoðanakönnunar liggja fyrir. 13. mars 2018 12:30 „Er búið að breyta þjóðkirkjunni í kirkju Satans?“ Pétur Gunnlaugsson krefst þess að biskup reki séra Davíð Þór Jónsson. 12. mars 2018 12:09 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Fleiri fréttir Umdeildur brottflutningur vekur ugg innan Samfylkingarinnar Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Sjá meira
Hlustendur Útvarps Sögu vilja ekki reka séra Davíð Þór Niðurstöður skoðanakönnunar liggja fyrir. 13. mars 2018 12:30
„Er búið að breyta þjóðkirkjunni í kirkju Satans?“ Pétur Gunnlaugsson krefst þess að biskup reki séra Davíð Þór Jónsson. 12. mars 2018 12:09