Útvarp Satan mun koma út Jakob Bjarnar skrifar 6. apríl 2018 14:50 Söfnunin er í höfn, Arnþrúði til armæðu en fyrir liggur kæra frá henni á hendur forsprakka hljómsveitarinnar hjá biskupi yfir Íslandi. Söfnun fyrir einhverja umdeildustu óútkomnu hljómplötu Íslandssögunnar er lokið. Austfirsku pönkhljómsveitinni Austurvígstöðvarnar efndu til söfnunar upp í kostnað við upptökur á Karólína Fund og í gær tókst takmarkið, 800 þúsund krónur eru í húsi sem þýðir bara eitt: Platan mun koma út. Jón Ólafsson stjórnar upptökum.Þvílíkir drullusokkar Það er trymbill hljómsveitarinnar, Jón Knútur Ásmundsson, sem tilkynnti þetta nú um hádegisbil á Faceboosíðu sinni. „Okkur tókst að klára þetta í gær og það er á stundum sem þessum sem maður kemst að því hverjir vinir manns eru. Þannig á ég slatta af "vinum" sem studdu þetta ekki. Þvílíkir fokkings drullusokkar og...Svona sjá hinir austfirsku pönkarar plötuumslagið fyrir sér en þeir fengu einmitt hugmyndina af nafngiftinni í kjölfar fréttar Vísis um hinn umdeilda kveðskap klerks.(Maðurinn sem kunni ekki að gleðjast). Neinei. Takk öll sömul. Ég lofa góðri hljómplötu. Það er enn hægt að kaupa á KF og tryggja veru sína á kreditlista plötu er öðlast mun hérumbil goðsögulegan sess í annálum pönksins. Allavega austfirska pönksins.“Kæra liggur fyrir á biskupsstofu Þannig hljómaði það, svo mörg voru þau orð. En Vísir ræddi einmitt við Jón Knút um hljómsveitina og þessa fyrirhuguðu plötu en kveðskapur forsprakka sveitarinnar, Séra Davíðs Þórs Jónssonar, sóknarprests í Laugarneskirkju, hefur fyrir brjóstið á margri sómakærri sálinni. Einkum er það textinn „Arnþrúður er full“, þar sem spjótum er beint að Arnþrúði Karlsdóttur útvarpsstjóra og Útvarpi Sögu almennt sem hefur gert þeim þar gramt í geði. Á biskupsstofu liggur fyrir kæra á hendur Séra Davíð Þór sem Agnes M. Sigurðardóttir biskup yfir Íslandi er nú að taka afstöðu til. En, þau Arnþrúður og Pétur Gunnlaugsson, helsta rödd Útvarps Sögu, telja fyrir neðan allar hellur að maður á borð við Séra Davíð þjóni fyrir altari. Tengdar fréttir „Er búið að breyta þjóðkirkjunni í kirkju Satans?“ Pétur Gunnlaugsson krefst þess að biskup reki séra Davíð Þór Jónsson. 12. mars 2018 12:09 Óvæginn kveðskapur klerks gegn Útvarpi Sögu Séra Davíð Þór Jónsson sóknarprestur hefur samið illskeyttan brag um Arnþrúði Karlsdóttur. 9. mars 2018 13:00 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum til heiðurs Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum til heiðurs Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Söfnun fyrir einhverja umdeildustu óútkomnu hljómplötu Íslandssögunnar er lokið. Austfirsku pönkhljómsveitinni Austurvígstöðvarnar efndu til söfnunar upp í kostnað við upptökur á Karólína Fund og í gær tókst takmarkið, 800 þúsund krónur eru í húsi sem þýðir bara eitt: Platan mun koma út. Jón Ólafsson stjórnar upptökum.Þvílíkir drullusokkar Það er trymbill hljómsveitarinnar, Jón Knútur Ásmundsson, sem tilkynnti þetta nú um hádegisbil á Faceboosíðu sinni. „Okkur tókst að klára þetta í gær og það er á stundum sem þessum sem maður kemst að því hverjir vinir manns eru. Þannig á ég slatta af "vinum" sem studdu þetta ekki. Þvílíkir fokkings drullusokkar og...Svona sjá hinir austfirsku pönkarar plötuumslagið fyrir sér en þeir fengu einmitt hugmyndina af nafngiftinni í kjölfar fréttar Vísis um hinn umdeilda kveðskap klerks.(Maðurinn sem kunni ekki að gleðjast). Neinei. Takk öll sömul. Ég lofa góðri hljómplötu. Það er enn hægt að kaupa á KF og tryggja veru sína á kreditlista plötu er öðlast mun hérumbil goðsögulegan sess í annálum pönksins. Allavega austfirska pönksins.“Kæra liggur fyrir á biskupsstofu Þannig hljómaði það, svo mörg voru þau orð. En Vísir ræddi einmitt við Jón Knút um hljómsveitina og þessa fyrirhuguðu plötu en kveðskapur forsprakka sveitarinnar, Séra Davíðs Þórs Jónssonar, sóknarprests í Laugarneskirkju, hefur fyrir brjóstið á margri sómakærri sálinni. Einkum er það textinn „Arnþrúður er full“, þar sem spjótum er beint að Arnþrúði Karlsdóttur útvarpsstjóra og Útvarpi Sögu almennt sem hefur gert þeim þar gramt í geði. Á biskupsstofu liggur fyrir kæra á hendur Séra Davíð Þór sem Agnes M. Sigurðardóttir biskup yfir Íslandi er nú að taka afstöðu til. En, þau Arnþrúður og Pétur Gunnlaugsson, helsta rödd Útvarps Sögu, telja fyrir neðan allar hellur að maður á borð við Séra Davíð þjóni fyrir altari.
Tengdar fréttir „Er búið að breyta þjóðkirkjunni í kirkju Satans?“ Pétur Gunnlaugsson krefst þess að biskup reki séra Davíð Þór Jónsson. 12. mars 2018 12:09 Óvæginn kveðskapur klerks gegn Útvarpi Sögu Séra Davíð Þór Jónsson sóknarprestur hefur samið illskeyttan brag um Arnþrúði Karlsdóttur. 9. mars 2018 13:00 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum til heiðurs Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum til heiðurs Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
„Er búið að breyta þjóðkirkjunni í kirkju Satans?“ Pétur Gunnlaugsson krefst þess að biskup reki séra Davíð Þór Jónsson. 12. mars 2018 12:09
Óvæginn kveðskapur klerks gegn Útvarpi Sögu Séra Davíð Þór Jónsson sóknarprestur hefur samið illskeyttan brag um Arnþrúði Karlsdóttur. 9. mars 2018 13:00