Ætla að ákveða gagnaðgerðir innan 48 klukkustunda Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 9. apríl 2018 20:00 Trump fordæmdi efnavopnaárásina í Sýrlandi í upphafi ríkisstjórnarfundar í dag. John Bolton, nýr þjóðaröryggisráðgjafi sést sitja fyrir aftan forsetann. Vísir/EPA „Mig langar til að byrja á því að fordæma þessa ógeðfelldu árás á saklausa Sýrlendinga með ólöglegum efnavopnum,“ sagði Donald Trump, Bandaríkjaforseti í upphafi ríkisstjórnarfundar í dag. Fyrir aftan Trump sat nýr þjóðaröryggisráðgjafi hans, hinn herskái John Bolton, en talið er að ráðgjöf hans muni hafa mikil áhrif á viðbrögð Bandaríkjanna við árásinni. Forsetinn hét því að ákvörðun yrði tekin innan 24 eða 48 klukkustunda. „Hvort sem sökudólgurinn sé Rússland, Sýrland, Íran eða öll ríkin þrjú þá munum við komast að sannleikanum og að niðurstöðu fljótlega,“ sagði Trump. James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði þá á blaðamannafundi í dag að hann útilokaði ekki árás á Sýrland. Efnavopnaárásin mun hafa verið gerð á bæinn Douma í úthverfi Damaskus með þeim afleiðingum að um 70 manns létust, þar af mörg börn. Rússneska varnarmálaráðuneytið segir að ísraelskar F-15 orrustuþotur hafi í kjölfarið svarað árásinni. Þær munu hafa flogið í gegn um líbanska lofthelgi og varpað sprengjum á herflugvöllinn Tiyas austan borgarinnar Homs í Sýrlandi. Talið er að nokkrir tugir hafi fallið. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundar þá í dag vegna árásanna. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands sagði að engin sönnunargögn væru til staðar um að efnavopnaárás hefði verið framin í Douma. Fordæmdi hann þá árásina á herflugvöllinn Tiyas og sagði árásina veita vafasamt fordæmi. „Það þarf auðvitað að rannsaka loftárásirnar og þetta er afar vafasöm þróun mála,“ sagði Lavrov á blaðamannafundi ásamt utanríkisráðherra Tadsíkistan í morgun. „Ég vona að Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra átti sig að minnsta kosti á því.“Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Fréttina má sjá hér að neðan. Bandaríkin Donald Trump Sýrland Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Fleiri fréttir Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Sjá meira
„Mig langar til að byrja á því að fordæma þessa ógeðfelldu árás á saklausa Sýrlendinga með ólöglegum efnavopnum,“ sagði Donald Trump, Bandaríkjaforseti í upphafi ríkisstjórnarfundar í dag. Fyrir aftan Trump sat nýr þjóðaröryggisráðgjafi hans, hinn herskái John Bolton, en talið er að ráðgjöf hans muni hafa mikil áhrif á viðbrögð Bandaríkjanna við árásinni. Forsetinn hét því að ákvörðun yrði tekin innan 24 eða 48 klukkustunda. „Hvort sem sökudólgurinn sé Rússland, Sýrland, Íran eða öll ríkin þrjú þá munum við komast að sannleikanum og að niðurstöðu fljótlega,“ sagði Trump. James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði þá á blaðamannafundi í dag að hann útilokaði ekki árás á Sýrland. Efnavopnaárásin mun hafa verið gerð á bæinn Douma í úthverfi Damaskus með þeim afleiðingum að um 70 manns létust, þar af mörg börn. Rússneska varnarmálaráðuneytið segir að ísraelskar F-15 orrustuþotur hafi í kjölfarið svarað árásinni. Þær munu hafa flogið í gegn um líbanska lofthelgi og varpað sprengjum á herflugvöllinn Tiyas austan borgarinnar Homs í Sýrlandi. Talið er að nokkrir tugir hafi fallið. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundar þá í dag vegna árásanna. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands sagði að engin sönnunargögn væru til staðar um að efnavopnaárás hefði verið framin í Douma. Fordæmdi hann þá árásina á herflugvöllinn Tiyas og sagði árásina veita vafasamt fordæmi. „Það þarf auðvitað að rannsaka loftárásirnar og þetta er afar vafasöm þróun mála,“ sagði Lavrov á blaðamannafundi ásamt utanríkisráðherra Tadsíkistan í morgun. „Ég vona að Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra átti sig að minnsta kosti á því.“Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Fréttina má sjá hér að neðan.
Bandaríkin Donald Trump Sýrland Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Fleiri fréttir Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Sjá meira