Trump sagður vilja draga Bandaríkin út úr Sýrlandi Kjartan Kjartansson skrifar 31. mars 2018 17:15 Öllum að óvörum talaði Trump um að draga herlið frá Sýrlandi á fundi með stuðningsmönnum á fimmtudag. Vísir/AFP Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sagt ráðgjöfum sínum að hann vilji draga bandaríska hermenn út úr Sýrlandi fyrr en áætlað var. Sú afstaða forsetans er sögð í andstöðu við mat stjórnenda Bandaríkjahers enda sé baráttunni gegn hryðjuverkasamtökunum Ríki íslams hvergi nærri lokið. Verulegur árangur hefur náðst í herferð Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra gegn Ríki íslams. Bandaríska varnarmálaráðuneytið segir að samtökin hafi misst um 98% af yfirráðasvæði sínu í Írak og Sýrlandi. Þrátt fyrir það óttast bandarískir herforingjar að vígamennirnir geti snúið vörn hratt í sókn ef stöðugleika verður ekki komið á fljótt á frelsuðum svæðum. Trump hefur hins vegar ekki gefið mikið fyrir þær áhyggjur. Þannig frysti hann 200 milljón dollara framlag til uppbyggingar í Sýrlandi sem var ætlað að koma stöðugleika á eftir að hann las um það í fréttum. Rex Tillerson, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, tilkynnti um framlagið í febrúar.Reuters-fréttastofan segir að þjóðaröryggisráð Bandaríkjanna ætli að funda snemam í næstu viku um herferðina gegn Ríki íslams í Sýrlandi. Á fundi með stuðningsmönnum sínum í Ohio á fimmtudag lýsti Trump því óvænt yfir að Bandaríkjamenn myndu brátt láta aðrar þjóðir um að axla ábyrgð á ástandi mála í Sýrlandi og hafa sig þaðan á brott. „Við munum fara út úr Sýrlandi, þú veist, mjög fljótt. Látum aðra um að sjá um þetta núna. Mjög fljótt, mjög fljótt, förum við út,“ sagði forseti Bandaríkjanna. Á sama tíma hafa frönsk stjórnvöld í hyggju að fjölga í herliði sínu í Sýrlandi til að styðja við baráttuna gegn Ríki íslams sem Bandaríkin hafa leitt fram að þessu og hefta sókn Tyrkja gegn Kúrdum. Bandaríkin Donald Trump Sýrland Tengdar fréttir Frakkar senda herlið til að hefta sókn Tyrkja í Sýrlandi Frakkar hyggjast senda herlið til norður-Sýrlands til þess að hefta sókn Tyrkja gegn Kúrdum. 29. mars 2018 21:15 Friðarviðræðum í Austur-Ghouta miðar vel áfram Friðarviðræðum á milli uppreisnarmanna og Rússa, helstu bandamanna stjórnarhers Bashars al-Assad, forseta Sýrlands, í Austur-Ghouta miðar vel áfram. 31. mars 2018 09:15 Tyrkir hafna boði Frakklandsforseta Ibrahim Kalin, talsmaður tyrkneska forsetaembættisins, hafnaði boði Macron um milligöngu og sagði Tyrki hafna öllum tillögum um viðræðum við hryðjuverkasamtök. 30. mars 2018 10:01 Tyrkir vara Frakka við hernaðarinngripi í Sýrlandi Mikil spenna ríkir á milli Frakka og Tyrkja. 31. mars 2018 16:35 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sagt ráðgjöfum sínum að hann vilji draga bandaríska hermenn út úr Sýrlandi fyrr en áætlað var. Sú afstaða forsetans er sögð í andstöðu við mat stjórnenda Bandaríkjahers enda sé baráttunni gegn hryðjuverkasamtökunum Ríki íslams hvergi nærri lokið. Verulegur árangur hefur náðst í herferð Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra gegn Ríki íslams. Bandaríska varnarmálaráðuneytið segir að samtökin hafi misst um 98% af yfirráðasvæði sínu í Írak og Sýrlandi. Þrátt fyrir það óttast bandarískir herforingjar að vígamennirnir geti snúið vörn hratt í sókn ef stöðugleika verður ekki komið á fljótt á frelsuðum svæðum. Trump hefur hins vegar ekki gefið mikið fyrir þær áhyggjur. Þannig frysti hann 200 milljón dollara framlag til uppbyggingar í Sýrlandi sem var ætlað að koma stöðugleika á eftir að hann las um það í fréttum. Rex Tillerson, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, tilkynnti um framlagið í febrúar.Reuters-fréttastofan segir að þjóðaröryggisráð Bandaríkjanna ætli að funda snemam í næstu viku um herferðina gegn Ríki íslams í Sýrlandi. Á fundi með stuðningsmönnum sínum í Ohio á fimmtudag lýsti Trump því óvænt yfir að Bandaríkjamenn myndu brátt láta aðrar þjóðir um að axla ábyrgð á ástandi mála í Sýrlandi og hafa sig þaðan á brott. „Við munum fara út úr Sýrlandi, þú veist, mjög fljótt. Látum aðra um að sjá um þetta núna. Mjög fljótt, mjög fljótt, förum við út,“ sagði forseti Bandaríkjanna. Á sama tíma hafa frönsk stjórnvöld í hyggju að fjölga í herliði sínu í Sýrlandi til að styðja við baráttuna gegn Ríki íslams sem Bandaríkin hafa leitt fram að þessu og hefta sókn Tyrkja gegn Kúrdum.
Bandaríkin Donald Trump Sýrland Tengdar fréttir Frakkar senda herlið til að hefta sókn Tyrkja í Sýrlandi Frakkar hyggjast senda herlið til norður-Sýrlands til þess að hefta sókn Tyrkja gegn Kúrdum. 29. mars 2018 21:15 Friðarviðræðum í Austur-Ghouta miðar vel áfram Friðarviðræðum á milli uppreisnarmanna og Rússa, helstu bandamanna stjórnarhers Bashars al-Assad, forseta Sýrlands, í Austur-Ghouta miðar vel áfram. 31. mars 2018 09:15 Tyrkir hafna boði Frakklandsforseta Ibrahim Kalin, talsmaður tyrkneska forsetaembættisins, hafnaði boði Macron um milligöngu og sagði Tyrki hafna öllum tillögum um viðræðum við hryðjuverkasamtök. 30. mars 2018 10:01 Tyrkir vara Frakka við hernaðarinngripi í Sýrlandi Mikil spenna ríkir á milli Frakka og Tyrkja. 31. mars 2018 16:35 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Sjá meira
Frakkar senda herlið til að hefta sókn Tyrkja í Sýrlandi Frakkar hyggjast senda herlið til norður-Sýrlands til þess að hefta sókn Tyrkja gegn Kúrdum. 29. mars 2018 21:15
Friðarviðræðum í Austur-Ghouta miðar vel áfram Friðarviðræðum á milli uppreisnarmanna og Rússa, helstu bandamanna stjórnarhers Bashars al-Assad, forseta Sýrlands, í Austur-Ghouta miðar vel áfram. 31. mars 2018 09:15
Tyrkir hafna boði Frakklandsforseta Ibrahim Kalin, talsmaður tyrkneska forsetaembættisins, hafnaði boði Macron um milligöngu og sagði Tyrki hafna öllum tillögum um viðræðum við hryðjuverkasamtök. 30. mars 2018 10:01
Tyrkir vara Frakka við hernaðarinngripi í Sýrlandi Mikil spenna ríkir á milli Frakka og Tyrkja. 31. mars 2018 16:35