Hafa meiri áhyggjur af Kína en Norður-Kóreu Samúel Karl Ólason skrifar 20. mars 2018 11:52 Nemendur í herskóla í Japan. Vísir/AFP Hernaðaryfirvöld í Japan hafa meiri áhyggjur af Kína en Norður-Kóreu, til lengri tíma litið. Gífurleg hernaðaruppbygging hefur átt sér stað í Kína og hefur ríkið í raun tryggt sér yfirráð yfir Suður-Kínahafi. Japanir óttast að Kínverjar vilji einnig tryggja sér aðgang að Kyrrahafinu í gegnum japanskan eyjaklasa. Á þessu ári ætla yfirvöld Kína að verja um 175 milljörðum dala í herafla sinn, sem er rúmlega þreföld sú upphæð sem fer í herafla Japan og þó einungis þriðjungur af varnarmálaeyðslu Bandaríkjanna. Markmið Kína er að byggja upp fyrsta flokks her á næstu áratugum.Sjá einnig: Kína tilbúið í „blóðuga bardaga“ Varnarmálaráðherra Japan sagði fyrr í mánuðinum að umsvif Kínverja nærri Japan hefðu aukist og ríkið væri að byggja upp getuna til að teygja anga sína til fjarlægra hafa. Það felur meðal annars í sér að byggja kjarnorkuknúið flugmóðurskip. „Kínverjar hafa í raun tryggt sér yfirráð yfir Suður-Kínahafi og Austur-Kínahaf er næst,“ sagði fyrrverandi háttsettur bandarískur herforingi við Reuters. „Bandaríkin hafa hörfað frá vesturhluta Kyrrahafsins á undanförnum árum.“Japanir sjá hins vegar ekki fyrir sér að geta haldið í við eyðslu Kína og vilja þess vegna einbeita sér að hátæknivopnum og langdrægari eldflaugum sem ætlað er að granda skipum.Sjá einnig: Snúa sér að Kína og RússlandiJapanir segja einnig að Kínverjar séu þegar byrjaðir að prófa varnir þeirra. Nú í janúar var kínverskum kafbáti siglt að eyjum í Austur-Kínahafi sem ríkin tvö hafa lengi deilt um og herflugvélum Kína hefur reglulega verið flogið að lofthelgi Japan. Í nóvember var sex stórum sprengjuflugvélum flogið á milli Okinawa og Miyakojima og sögðu Japanir að útlit væri fyrir að Kínverjar hefðu verið að æfa árás á Gvam, þar sem Bandaríkin eru með stórar herstöðvar. Fyrrverandi varnarmála ráðherra Japan, Gen Nakatani, sagði blaðamanni Reuters, að öryggisstaða ríkisins hefði ekki verið jafn slæm frá tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. Suður-Kínahaf Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Fleiri fréttir Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Sjá meira
Hernaðaryfirvöld í Japan hafa meiri áhyggjur af Kína en Norður-Kóreu, til lengri tíma litið. Gífurleg hernaðaruppbygging hefur átt sér stað í Kína og hefur ríkið í raun tryggt sér yfirráð yfir Suður-Kínahafi. Japanir óttast að Kínverjar vilji einnig tryggja sér aðgang að Kyrrahafinu í gegnum japanskan eyjaklasa. Á þessu ári ætla yfirvöld Kína að verja um 175 milljörðum dala í herafla sinn, sem er rúmlega þreföld sú upphæð sem fer í herafla Japan og þó einungis þriðjungur af varnarmálaeyðslu Bandaríkjanna. Markmið Kína er að byggja upp fyrsta flokks her á næstu áratugum.Sjá einnig: Kína tilbúið í „blóðuga bardaga“ Varnarmálaráðherra Japan sagði fyrr í mánuðinum að umsvif Kínverja nærri Japan hefðu aukist og ríkið væri að byggja upp getuna til að teygja anga sína til fjarlægra hafa. Það felur meðal annars í sér að byggja kjarnorkuknúið flugmóðurskip. „Kínverjar hafa í raun tryggt sér yfirráð yfir Suður-Kínahafi og Austur-Kínahaf er næst,“ sagði fyrrverandi háttsettur bandarískur herforingi við Reuters. „Bandaríkin hafa hörfað frá vesturhluta Kyrrahafsins á undanförnum árum.“Japanir sjá hins vegar ekki fyrir sér að geta haldið í við eyðslu Kína og vilja þess vegna einbeita sér að hátæknivopnum og langdrægari eldflaugum sem ætlað er að granda skipum.Sjá einnig: Snúa sér að Kína og RússlandiJapanir segja einnig að Kínverjar séu þegar byrjaðir að prófa varnir þeirra. Nú í janúar var kínverskum kafbáti siglt að eyjum í Austur-Kínahafi sem ríkin tvö hafa lengi deilt um og herflugvélum Kína hefur reglulega verið flogið að lofthelgi Japan. Í nóvember var sex stórum sprengjuflugvélum flogið á milli Okinawa og Miyakojima og sögðu Japanir að útlit væri fyrir að Kínverjar hefðu verið að æfa árás á Gvam, þar sem Bandaríkin eru með stórar herstöðvar. Fyrrverandi varnarmála ráðherra Japan, Gen Nakatani, sagði blaðamanni Reuters, að öryggisstaða ríkisins hefði ekki verið jafn slæm frá tímum seinni heimsstyrjaldarinnar.
Suður-Kínahaf Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Fleiri fréttir Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Sjá meira