Fýluferð þúsunda túrista á Reykjanes í nótt Jakob Bjarnar skrifar 20. mars 2018 12:34 Þessi var upplifunin sem ferðamennirnir voru að leita eftir en ekki var því að heilsa í nótt. visir/ernir Nokkur urgur er meðal aðila ferðaþjónustunnar sem fóru margir hverjir af stað í gærkvöldi og nótt á Reykjanesið og vildu sýna túristum norðurljósin. Skýjahuluspá Veðurstofunnar var með ágætum en þegar til kastanna kom var himinhvolfið hulið skýjum og lítið út úr því að fá að mæna á skýjadulur í myrkrinu. Fólk innan ferðaþjónustunnar sem Vísir hefur rætt við eru sumir hverjir fremur gramir og hugsa Veðurstofunni þegjandi þörfina. Hallgrímur Lárusson framkvæmdastjóri og eigandi Snæland segir þetta rétt og fóru einhverjir bílar á hans vegum út í nóttina í leit að norðurljósum. „Allir stóluðu á skýjahuluspá Veðurstofunnar sem sagði heiðskýrt síðan kom í ljós í kvöld að skýjahuluspáin var biluð og allt helskýjað á öllu suðvestanverðu landinu. Þúsundir fóru út í kvöld.“Um talsverða hagsmuni að tefla Haraldur segir vissulega um talsverða hagsmuni að tefla, verulegur kostnaður er því samfara að ræsa út mannskap og farartæki. Og túristarnir hefðu hugsanlega fremur viljað vera á hótelbarnum í huggulegheitum í stað þess að rýna út í niðdimma nóttina. En, Hallgrímur er svo sem ekki að æsa sig mikið yfir þessu. „Ég vil taka fram að við höfum ekki haft samband sjálfir við Veðurstofuna til að fá það staðfest að skýjahuluspáin hjá þeim sé biluð, heldur kom það fram á Facebook-síðunni, Norðurljósavaktin í gær. En hvort sem það er bilun eða ekki þá spáði Veðurstofan að því að það myndi sjást til himins á Reykjanesinu í gærkveldi og fóru margir þangað í von um á sjá ljós,“ segir Hallgrímur. Og bætir því við, glottandi: „En menn hafa fullan skilning á því að norðurljósin eru náttúrfyrirbæri og aldrei á vísan að róa hvort þau sjáist eður ei.“Gæti myndast gat í nótt Í fyrrnefndum Facebook-hóp, Norðurljósavaktinni, má sjá að einstaka hópar höfðu heppnina með sér og náðu stuttum glugga þar sem greina mátti Norðurljós. Vísir ræddi við Þorstein V. Jónsson á Veðurstofu Íslands og hann segir að því miður séu þessar spár ónákvæmar. Þær geti klikkað illilega eins og gerðist í gær. Og sérlega erfitt er að spá fyrir um þetta nú þegar miklar breytingar eru í veðri og lægðadrög ganga hratt yfir landið. En, Þorsteinn segir að ekki hafi verið mikið kvartað undan þessu í gegnum tíðina þannig að þær standa að einhverju leyti fyrir sínu. Í kvöld og í nótt gæti rofað til, eftir miðnætti, þá gæti myndast gat yfir Reykjanesinu en það stendur stutt. Snemma á morgun þykknar yfir. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Nokkur urgur er meðal aðila ferðaþjónustunnar sem fóru margir hverjir af stað í gærkvöldi og nótt á Reykjanesið og vildu sýna túristum norðurljósin. Skýjahuluspá Veðurstofunnar var með ágætum en þegar til kastanna kom var himinhvolfið hulið skýjum og lítið út úr því að fá að mæna á skýjadulur í myrkrinu. Fólk innan ferðaþjónustunnar sem Vísir hefur rætt við eru sumir hverjir fremur gramir og hugsa Veðurstofunni þegjandi þörfina. Hallgrímur Lárusson framkvæmdastjóri og eigandi Snæland segir þetta rétt og fóru einhverjir bílar á hans vegum út í nóttina í leit að norðurljósum. „Allir stóluðu á skýjahuluspá Veðurstofunnar sem sagði heiðskýrt síðan kom í ljós í kvöld að skýjahuluspáin var biluð og allt helskýjað á öllu suðvestanverðu landinu. Þúsundir fóru út í kvöld.“Um talsverða hagsmuni að tefla Haraldur segir vissulega um talsverða hagsmuni að tefla, verulegur kostnaður er því samfara að ræsa út mannskap og farartæki. Og túristarnir hefðu hugsanlega fremur viljað vera á hótelbarnum í huggulegheitum í stað þess að rýna út í niðdimma nóttina. En, Hallgrímur er svo sem ekki að æsa sig mikið yfir þessu. „Ég vil taka fram að við höfum ekki haft samband sjálfir við Veðurstofuna til að fá það staðfest að skýjahuluspáin hjá þeim sé biluð, heldur kom það fram á Facebook-síðunni, Norðurljósavaktin í gær. En hvort sem það er bilun eða ekki þá spáði Veðurstofan að því að það myndi sjást til himins á Reykjanesinu í gærkveldi og fóru margir þangað í von um á sjá ljós,“ segir Hallgrímur. Og bætir því við, glottandi: „En menn hafa fullan skilning á því að norðurljósin eru náttúrfyrirbæri og aldrei á vísan að róa hvort þau sjáist eður ei.“Gæti myndast gat í nótt Í fyrrnefndum Facebook-hóp, Norðurljósavaktinni, má sjá að einstaka hópar höfðu heppnina með sér og náðu stuttum glugga þar sem greina mátti Norðurljós. Vísir ræddi við Þorstein V. Jónsson á Veðurstofu Íslands og hann segir að því miður séu þessar spár ónákvæmar. Þær geti klikkað illilega eins og gerðist í gær. Og sérlega erfitt er að spá fyrir um þetta nú þegar miklar breytingar eru í veðri og lægðadrög ganga hratt yfir landið. En, Þorsteinn segir að ekki hafi verið mikið kvartað undan þessu í gegnum tíðina þannig að þær standa að einhverju leyti fyrir sínu. Í kvöld og í nótt gæti rofað til, eftir miðnætti, þá gæti myndast gat yfir Reykjanesinu en það stendur stutt. Snemma á morgun þykknar yfir.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira