Fýluferð þúsunda túrista á Reykjanes í nótt Jakob Bjarnar skrifar 20. mars 2018 12:34 Þessi var upplifunin sem ferðamennirnir voru að leita eftir en ekki var því að heilsa í nótt. visir/ernir Nokkur urgur er meðal aðila ferðaþjónustunnar sem fóru margir hverjir af stað í gærkvöldi og nótt á Reykjanesið og vildu sýna túristum norðurljósin. Skýjahuluspá Veðurstofunnar var með ágætum en þegar til kastanna kom var himinhvolfið hulið skýjum og lítið út úr því að fá að mæna á skýjadulur í myrkrinu. Fólk innan ferðaþjónustunnar sem Vísir hefur rætt við eru sumir hverjir fremur gramir og hugsa Veðurstofunni þegjandi þörfina. Hallgrímur Lárusson framkvæmdastjóri og eigandi Snæland segir þetta rétt og fóru einhverjir bílar á hans vegum út í nóttina í leit að norðurljósum. „Allir stóluðu á skýjahuluspá Veðurstofunnar sem sagði heiðskýrt síðan kom í ljós í kvöld að skýjahuluspáin var biluð og allt helskýjað á öllu suðvestanverðu landinu. Þúsundir fóru út í kvöld.“Um talsverða hagsmuni að tefla Haraldur segir vissulega um talsverða hagsmuni að tefla, verulegur kostnaður er því samfara að ræsa út mannskap og farartæki. Og túristarnir hefðu hugsanlega fremur viljað vera á hótelbarnum í huggulegheitum í stað þess að rýna út í niðdimma nóttina. En, Hallgrímur er svo sem ekki að æsa sig mikið yfir þessu. „Ég vil taka fram að við höfum ekki haft samband sjálfir við Veðurstofuna til að fá það staðfest að skýjahuluspáin hjá þeim sé biluð, heldur kom það fram á Facebook-síðunni, Norðurljósavaktin í gær. En hvort sem það er bilun eða ekki þá spáði Veðurstofan að því að það myndi sjást til himins á Reykjanesinu í gærkveldi og fóru margir þangað í von um á sjá ljós,“ segir Hallgrímur. Og bætir því við, glottandi: „En menn hafa fullan skilning á því að norðurljósin eru náttúrfyrirbæri og aldrei á vísan að róa hvort þau sjáist eður ei.“Gæti myndast gat í nótt Í fyrrnefndum Facebook-hóp, Norðurljósavaktinni, má sjá að einstaka hópar höfðu heppnina með sér og náðu stuttum glugga þar sem greina mátti Norðurljós. Vísir ræddi við Þorstein V. Jónsson á Veðurstofu Íslands og hann segir að því miður séu þessar spár ónákvæmar. Þær geti klikkað illilega eins og gerðist í gær. Og sérlega erfitt er að spá fyrir um þetta nú þegar miklar breytingar eru í veðri og lægðadrög ganga hratt yfir landið. En, Þorsteinn segir að ekki hafi verið mikið kvartað undan þessu í gegnum tíðina þannig að þær standa að einhverju leyti fyrir sínu. Í kvöld og í nótt gæti rofað til, eftir miðnætti, þá gæti myndast gat yfir Reykjanesinu en það stendur stutt. Snemma á morgun þykknar yfir. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira
Nokkur urgur er meðal aðila ferðaþjónustunnar sem fóru margir hverjir af stað í gærkvöldi og nótt á Reykjanesið og vildu sýna túristum norðurljósin. Skýjahuluspá Veðurstofunnar var með ágætum en þegar til kastanna kom var himinhvolfið hulið skýjum og lítið út úr því að fá að mæna á skýjadulur í myrkrinu. Fólk innan ferðaþjónustunnar sem Vísir hefur rætt við eru sumir hverjir fremur gramir og hugsa Veðurstofunni þegjandi þörfina. Hallgrímur Lárusson framkvæmdastjóri og eigandi Snæland segir þetta rétt og fóru einhverjir bílar á hans vegum út í nóttina í leit að norðurljósum. „Allir stóluðu á skýjahuluspá Veðurstofunnar sem sagði heiðskýrt síðan kom í ljós í kvöld að skýjahuluspáin var biluð og allt helskýjað á öllu suðvestanverðu landinu. Þúsundir fóru út í kvöld.“Um talsverða hagsmuni að tefla Haraldur segir vissulega um talsverða hagsmuni að tefla, verulegur kostnaður er því samfara að ræsa út mannskap og farartæki. Og túristarnir hefðu hugsanlega fremur viljað vera á hótelbarnum í huggulegheitum í stað þess að rýna út í niðdimma nóttina. En, Hallgrímur er svo sem ekki að æsa sig mikið yfir þessu. „Ég vil taka fram að við höfum ekki haft samband sjálfir við Veðurstofuna til að fá það staðfest að skýjahuluspáin hjá þeim sé biluð, heldur kom það fram á Facebook-síðunni, Norðurljósavaktin í gær. En hvort sem það er bilun eða ekki þá spáði Veðurstofan að því að það myndi sjást til himins á Reykjanesinu í gærkveldi og fóru margir þangað í von um á sjá ljós,“ segir Hallgrímur. Og bætir því við, glottandi: „En menn hafa fullan skilning á því að norðurljósin eru náttúrfyrirbæri og aldrei á vísan að róa hvort þau sjáist eður ei.“Gæti myndast gat í nótt Í fyrrnefndum Facebook-hóp, Norðurljósavaktinni, má sjá að einstaka hópar höfðu heppnina með sér og náðu stuttum glugga þar sem greina mátti Norðurljós. Vísir ræddi við Þorstein V. Jónsson á Veðurstofu Íslands og hann segir að því miður séu þessar spár ónákvæmar. Þær geti klikkað illilega eins og gerðist í gær. Og sérlega erfitt er að spá fyrir um þetta nú þegar miklar breytingar eru í veðri og lægðadrög ganga hratt yfir landið. En, Þorsteinn segir að ekki hafi verið mikið kvartað undan þessu í gegnum tíðina þannig að þær standa að einhverju leyti fyrir sínu. Í kvöld og í nótt gæti rofað til, eftir miðnætti, þá gæti myndast gat yfir Reykjanesinu en það stendur stutt. Snemma á morgun þykknar yfir.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira