Fannst vanta „basic burger“ í hverfið Stefán Þór Hjartarson skrifar 22. mars 2018 06:08 Emmsjé Gauti hefur verið túristi í Vesturbænum í sjö ár en fær að verða hluti af hverfinu núna. VÍSIR/ANTON BRINK Hjónin Rakel Þórhallsdóttir, eigandi Súpubarsins, og Jóhann Guðlaugsson, eigandi Geysis, hafa fest kaup á Hagavagninum við hlið Vesturbæjarlaugar og ætla sér að opna þar hamborgarastað. Með þeim í þessu verkefni verður rapparinn góðkunni Emmsjé Gauti. En hvernig gerðist það? „Ég hef oft verið að labba fram hjá Hagavagninum og hugsað með mér að hann sé algjörlega kennileiti hérna í Vesturbænum. Ég var núna um daginn að labba þarna fram hjá og sá að það var svona „Til sölu“ skilti í glugganum. Það gerði mig rosalega spenntan og ég fór bara að pæla í hvað myndi koma þarna næst – verður þetta kannski hótel, einhvers konar pulsuhótel eða hvað? Ég sé að það er eitthvað í gangi og sting hausnum inn og þar eru þau Rakel og Jói í óða önn að brjóta og bramla,“ segir Gauti en eitt leiddi af öðru, skyndilega var hann kominn á fund með þeim svo úr varð samstarf. Hann segir að þarna rætist ákveðnir draumar hans, bæði að nú getur hann loksins búið til McGauta-hamborgarann og orðið meiri Vesturbæingur. „Eftir að ég flutti í Vesturbæinn langar mig meira að segjast vera úr Vesturbænum en úr Breiðholtinu. Ég er búinn að búa í Vesturbænum í um sjö ár held ég. Ég er eiginlega eins og svona óþolandi túristi sem kemur til Íslands og er alltaf bara „I love Iceland“ og er einhvern veginn alltaf hérna og kallar sig jafnvel einhverju íslensku nafni því að hann tekur svo margar myndir af norðurljósunum – þannig er ég í Vesturbænum. Þú veist, ég vakna á morgnana og anda að mér loftinu og hugsa með mér „ahh, það er eitthvað við það maður, ég veit það ekki, sjórinn eða eitthvað“.“Það þarf að tilraunir til að ná fullkomnun. pic.twitter.com/0ct0Vv4H55— Hagavagninn (@hagavagninn) March 20, 2018 Það er hinn þaulreyndi veitingamaður Ólafur Örn Ólafsson sem er á fullu að þróa matseðil staðarins, en Gauti segir hann verða einfaldan og „góðan fyrir kvíðasjúklinga eins og mig“. Þarna verður einnig á boðstólum vegan hamborgari sem mikið púður verður lagt í og áherslan verður á að hann verði „sveittur“. „Þetta verður í klassa fyrir ofan sjoppuborgarann. Þetta er ekki ísbúðin-í-hverfinu-þínu hamborgarinn. Heldur verður þetta svona hamborgarastaður sem nýtir sér aðferð sem heitir smass-börger. Það er fitumeira kjöt og aðeins öðruvísi steikingaraðferð. Þetta er geggjað því mér finnst vanta svona „basic burger“ í hverfið.“„Þetta verður börra börri – þú situr ekki með hníf og gaffal þarna. Þú færð sósu á puttana.“ Hugmyndin er sú að búa til „kósí“ stað – við hlið hans er auðvitað Vesturbæjarlaug og svo grasflöt þar sem gæti orðið talsvert líf. „Það er náttúrulega geðveikt skemmtileg uppbygging í gangi í kringum þennan punkt. Það er Kaffihús Vesturbæjar, Brauð og co. og sundlaugin auðvitað og Melabúðin. Þetta er ákveðinn menningarkjarni í Vesturbænum. Það er svo gaman að taka þátt í uppbyggingunni þarna, mér líður svolítið eins og ég sé að færa Vesturbæingum gjöf … hamborgaralykt í hverfið,“ segir Gauti hlæjandi. Á Facebook-síðu Hagavagnsins má fylgjast með breytingunum á vagninum og fleira, en í vagninum má enn finna ýmislegt strangheiðarlegt úr fortíðinni eins og gult túbusjónvarp og gömul skilti. „Í gegnum Magnús Leifsson, vin minn, hef ég fengið áhuga á bældum sjoppum – hann hefur verið að taka myndir í seríu af svona bældum sjoppum – það fer ekkert á milli mála að Hagavagninn í núverandi mynd flokkast undir slíka sjoppu. Það er mikil sál í þessum stað, hann var opnaður 1980 og stendur enn – það er einhver ástæða fyrir því.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Ný fjarlækningaþjónusta fyrir sykursýkissjúklinga á Selfossi Lífið samstarf „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Sjá meira
Hjónin Rakel Þórhallsdóttir, eigandi Súpubarsins, og Jóhann Guðlaugsson, eigandi Geysis, hafa fest kaup á Hagavagninum við hlið Vesturbæjarlaugar og ætla sér að opna þar hamborgarastað. Með þeim í þessu verkefni verður rapparinn góðkunni Emmsjé Gauti. En hvernig gerðist það? „Ég hef oft verið að labba fram hjá Hagavagninum og hugsað með mér að hann sé algjörlega kennileiti hérna í Vesturbænum. Ég var núna um daginn að labba þarna fram hjá og sá að það var svona „Til sölu“ skilti í glugganum. Það gerði mig rosalega spenntan og ég fór bara að pæla í hvað myndi koma þarna næst – verður þetta kannski hótel, einhvers konar pulsuhótel eða hvað? Ég sé að það er eitthvað í gangi og sting hausnum inn og þar eru þau Rakel og Jói í óða önn að brjóta og bramla,“ segir Gauti en eitt leiddi af öðru, skyndilega var hann kominn á fund með þeim svo úr varð samstarf. Hann segir að þarna rætist ákveðnir draumar hans, bæði að nú getur hann loksins búið til McGauta-hamborgarann og orðið meiri Vesturbæingur. „Eftir að ég flutti í Vesturbæinn langar mig meira að segjast vera úr Vesturbænum en úr Breiðholtinu. Ég er búinn að búa í Vesturbænum í um sjö ár held ég. Ég er eiginlega eins og svona óþolandi túristi sem kemur til Íslands og er alltaf bara „I love Iceland“ og er einhvern veginn alltaf hérna og kallar sig jafnvel einhverju íslensku nafni því að hann tekur svo margar myndir af norðurljósunum – þannig er ég í Vesturbænum. Þú veist, ég vakna á morgnana og anda að mér loftinu og hugsa með mér „ahh, það er eitthvað við það maður, ég veit það ekki, sjórinn eða eitthvað“.“Það þarf að tilraunir til að ná fullkomnun. pic.twitter.com/0ct0Vv4H55— Hagavagninn (@hagavagninn) March 20, 2018 Það er hinn þaulreyndi veitingamaður Ólafur Örn Ólafsson sem er á fullu að þróa matseðil staðarins, en Gauti segir hann verða einfaldan og „góðan fyrir kvíðasjúklinga eins og mig“. Þarna verður einnig á boðstólum vegan hamborgari sem mikið púður verður lagt í og áherslan verður á að hann verði „sveittur“. „Þetta verður í klassa fyrir ofan sjoppuborgarann. Þetta er ekki ísbúðin-í-hverfinu-þínu hamborgarinn. Heldur verður þetta svona hamborgarastaður sem nýtir sér aðferð sem heitir smass-börger. Það er fitumeira kjöt og aðeins öðruvísi steikingaraðferð. Þetta er geggjað því mér finnst vanta svona „basic burger“ í hverfið.“„Þetta verður börra börri – þú situr ekki með hníf og gaffal þarna. Þú færð sósu á puttana.“ Hugmyndin er sú að búa til „kósí“ stað – við hlið hans er auðvitað Vesturbæjarlaug og svo grasflöt þar sem gæti orðið talsvert líf. „Það er náttúrulega geðveikt skemmtileg uppbygging í gangi í kringum þennan punkt. Það er Kaffihús Vesturbæjar, Brauð og co. og sundlaugin auðvitað og Melabúðin. Þetta er ákveðinn menningarkjarni í Vesturbænum. Það er svo gaman að taka þátt í uppbyggingunni þarna, mér líður svolítið eins og ég sé að færa Vesturbæingum gjöf … hamborgaralykt í hverfið,“ segir Gauti hlæjandi. Á Facebook-síðu Hagavagnsins má fylgjast með breytingunum á vagninum og fleira, en í vagninum má enn finna ýmislegt strangheiðarlegt úr fortíðinni eins og gult túbusjónvarp og gömul skilti. „Í gegnum Magnús Leifsson, vin minn, hef ég fengið áhuga á bældum sjoppum – hann hefur verið að taka myndir í seríu af svona bældum sjoppum – það fer ekkert á milli mála að Hagavagninn í núverandi mynd flokkast undir slíka sjoppu. Það er mikil sál í þessum stað, hann var opnaður 1980 og stendur enn – það er einhver ástæða fyrir því.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Ný fjarlækningaþjónusta fyrir sykursýkissjúklinga á Selfossi Lífið samstarf „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp