Markaðir óttast viðskiptastríð milli Kína og Bandaríkjanna vegna refsitolla Trump Kjartan Kjartansson skrifar 22. mars 2018 20:37 Trump skrifaði undir minnisblað um refsitollana gegn Kína í Hvíta húsinu í dag. Vísir/AFP Hlutabréf á helstu mörkuðum heims hafa fallið í verðri í dag vegna ótta fjárfesta við að viðskiptastríð brjótist út á milli tveggja stærstu hagkerfa heims eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti um harðar refsiaðgerðir gegn Kínverjum. Trump tilkynnti í dag um refsitolla á innflutningsvörur frá Kína upp á fimmtíu til sextíu milljarða dollara og takmarkanir á fjárfestingum Kínverja í Bandaríkjunum. Aðgerðirnar eru refsing fyrir það sem Bandaríkjamenn segja að séu áframhaldandi iðnaðarnjósnir og hugverkaþjófnaður Kínverja. Kínversk stjórnvöld hafa sagst reiðubúin að svara refsitollunum með „nauðsynlegum aðgerðum“. Yfir þúsund vörur eru á lista Hvíta hússins sem refsitollar verða lagðir á, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Verð bréfa í stórum útflutningsfyrirtækjum lækkaði mest á mörkuðum í dag. Þannig féllu hlutabréf í Boeing-flugvélaframleiðandanum og Caterpillar-vinnuvélaframleiðandanum um fimm prósentustig í dag, að því er segir í frétt New York Times. Dow Jones-hlutabréfavísitalan féll um rúm 723 stig í dag, tæp þrjú prósentustig, samkvæmt frétt Reuters. Allar stærstu hlutabréfavísitölur á Wall Street urðu fyrir mestu lækkun í prósentustigum í sex vikur í dag. Mest lesið Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hlutabréf á helstu mörkuðum heims hafa fallið í verðri í dag vegna ótta fjárfesta við að viðskiptastríð brjótist út á milli tveggja stærstu hagkerfa heims eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti um harðar refsiaðgerðir gegn Kínverjum. Trump tilkynnti í dag um refsitolla á innflutningsvörur frá Kína upp á fimmtíu til sextíu milljarða dollara og takmarkanir á fjárfestingum Kínverja í Bandaríkjunum. Aðgerðirnar eru refsing fyrir það sem Bandaríkjamenn segja að séu áframhaldandi iðnaðarnjósnir og hugverkaþjófnaður Kínverja. Kínversk stjórnvöld hafa sagst reiðubúin að svara refsitollunum með „nauðsynlegum aðgerðum“. Yfir þúsund vörur eru á lista Hvíta hússins sem refsitollar verða lagðir á, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Verð bréfa í stórum útflutningsfyrirtækjum lækkaði mest á mörkuðum í dag. Þannig féllu hlutabréf í Boeing-flugvélaframleiðandanum og Caterpillar-vinnuvélaframleiðandanum um fimm prósentustig í dag, að því er segir í frétt New York Times. Dow Jones-hlutabréfavísitalan féll um rúm 723 stig í dag, tæp þrjú prósentustig, samkvæmt frétt Reuters. Allar stærstu hlutabréfavísitölur á Wall Street urðu fyrir mestu lækkun í prósentustigum í sex vikur í dag.
Mest lesið Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira