Skilur alveg af hverju fólk starir á hana Guðný Hrönn skrifar 26. mars 2018 06:00 Ingibjörg hefur verið dugleg að gera tilraunir með útlitið síðan hún var unglingur. Það er óhætt að segja að bloggarinn Ingibjörg Eyfjörð Hólmgeirsdóttir sé óhrædd við að vera öðruvísi í útliti. Hún var í kringum 14 ára þegar hún fór að gera tilraunir með óvenjulega háraliti, förðun og öðruvísi klæðnað. Í dag er hún 26 ára og hefur á þessum 12 árum breytt reglulega til og gert ýmsar tilraunir í hári, förðun og klæðnaði án þess að eltast við tískustrauma. „Það er svo gaman að breyta til og finna það sem hentar manni best. Þetta hefur verið partur af því að finna sjálfa mig,“ segir Ingibjörg. Spurð út í hvort hún sé búin að finna stílinn sem henti henni best eftir öll þessi ár í tilraunastarfsemi segir hún: „Já, eins og ég er núna fer mér best. Með bleikt hár og bleikar augabrúnir?… ég er reyndar ekki með augabrúnir akkúrat núna. En bleika hárið, það er komið til að vera.“ Í gegnum árin hefur Ingibjörg fengið óteljandi augngotur frá ókunnugu fólki vegna óvenjulegs útlits hennar að eigin sögn. Hún kveðst hafa túlkað það sem fordóma til að byrja með en í dag er hún viss um að fólk sé að horfa vegna þess að það er áhugasamt. „Fólk er bara forvitið. Það gerðist ekki neitt sem breytti viðhorfi mínu, ég var bókstaflega bara að keyra heim úr búðinni og þá allt í einu áttaði ég mig á þessu. Þetta nýja viðhorf mitt hefur svo breytt því hvernig ég bregst við þegar fólk horfir á mig. Áður fyrr var ég viss um að fólk væri að dæma mig en mér líður ekki þannig núna. Og ég skil alveg fólk sem starir, það er ekki á hverjum degi sem maður sér einhvern með bleikt hár, lokka í andlitinu og engar augabrúnir,“ útskýrir Ingibjörg.Einu sinni var Ingibjörg hrædd um að fólk væri að dæma hana eftir útliti en í dag líður henni ekki þannig. Hún segir það hafa vera mikinn létti þegar viðhorf hennar breyttist og hún hætti að hafa áhyggjur af hvað öðrum finnst.Hún segir það hafa verið mikinn létti þegar viðhorf hennar breyttist. „Það var gott þegar áhyggjur mínar minnkuðu. Ég var alltaf að velta fyrir mér hvort fólk væri að hugsa hitt og þetta. Ég var líka með áhyggjur af því að fólk héldi að ég væri stóra systir barnanna minna. En það er alveg farið.“ Ingibjörg viðurkennir þó að henni þyki svolítið gaman að sjokkera með óvenjulegu útliti. „Ég hef alltaf verið svoleiðis og ég held að það sé ekki að fara að breytast. Núna finnst mér alveg gaman þegar fólk nánast stoppar til að horfa.“ Ingibjörg er tveggja barna móðir, hún segir börnin hafa gaman af stíl mömmu sinnar. „Þeim þykir þetta skemmtilegt. Dóttir mín fékk meira að segja sjálf bleikt hár um daginn, hún er tæplega tveggja ára. Og sonur minn vill stundum vera með lokk í nefinu eins og ég, ég á gervilokk sem hann fær stundum. Þeim finnst þetta svo spennandi en á sama tíma alveg eðlilegt því ég hef alltaf verið svona,“ segir hún glöð í bragði. Ingibjörn reiknar með að hún muni ekki breytast í bráð þó að hún finni fyrir að sumir séu að bíða eftir að hún vaxi upp úr tilraunastarfseminni. „Ég fæ alveg reglulega spurningu um hvenær ég ætli nú að fara að hætta þessu. En ég verð örugglega enn þá með litríkt hár og hress eftir 30 ár, það held ég.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Fleiri fréttir Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Sjá meira
Það er óhætt að segja að bloggarinn Ingibjörg Eyfjörð Hólmgeirsdóttir sé óhrædd við að vera öðruvísi í útliti. Hún var í kringum 14 ára þegar hún fór að gera tilraunir með óvenjulega háraliti, förðun og öðruvísi klæðnað. Í dag er hún 26 ára og hefur á þessum 12 árum breytt reglulega til og gert ýmsar tilraunir í hári, förðun og klæðnaði án þess að eltast við tískustrauma. „Það er svo gaman að breyta til og finna það sem hentar manni best. Þetta hefur verið partur af því að finna sjálfa mig,“ segir Ingibjörg. Spurð út í hvort hún sé búin að finna stílinn sem henti henni best eftir öll þessi ár í tilraunastarfsemi segir hún: „Já, eins og ég er núna fer mér best. Með bleikt hár og bleikar augabrúnir?… ég er reyndar ekki með augabrúnir akkúrat núna. En bleika hárið, það er komið til að vera.“ Í gegnum árin hefur Ingibjörg fengið óteljandi augngotur frá ókunnugu fólki vegna óvenjulegs útlits hennar að eigin sögn. Hún kveðst hafa túlkað það sem fordóma til að byrja með en í dag er hún viss um að fólk sé að horfa vegna þess að það er áhugasamt. „Fólk er bara forvitið. Það gerðist ekki neitt sem breytti viðhorfi mínu, ég var bókstaflega bara að keyra heim úr búðinni og þá allt í einu áttaði ég mig á þessu. Þetta nýja viðhorf mitt hefur svo breytt því hvernig ég bregst við þegar fólk horfir á mig. Áður fyrr var ég viss um að fólk væri að dæma mig en mér líður ekki þannig núna. Og ég skil alveg fólk sem starir, það er ekki á hverjum degi sem maður sér einhvern með bleikt hár, lokka í andlitinu og engar augabrúnir,“ útskýrir Ingibjörg.Einu sinni var Ingibjörg hrædd um að fólk væri að dæma hana eftir útliti en í dag líður henni ekki þannig. Hún segir það hafa vera mikinn létti þegar viðhorf hennar breyttist og hún hætti að hafa áhyggjur af hvað öðrum finnst.Hún segir það hafa verið mikinn létti þegar viðhorf hennar breyttist. „Það var gott þegar áhyggjur mínar minnkuðu. Ég var alltaf að velta fyrir mér hvort fólk væri að hugsa hitt og þetta. Ég var líka með áhyggjur af því að fólk héldi að ég væri stóra systir barnanna minna. En það er alveg farið.“ Ingibjörg viðurkennir þó að henni þyki svolítið gaman að sjokkera með óvenjulegu útliti. „Ég hef alltaf verið svoleiðis og ég held að það sé ekki að fara að breytast. Núna finnst mér alveg gaman þegar fólk nánast stoppar til að horfa.“ Ingibjörg er tveggja barna móðir, hún segir börnin hafa gaman af stíl mömmu sinnar. „Þeim þykir þetta skemmtilegt. Dóttir mín fékk meira að segja sjálf bleikt hár um daginn, hún er tæplega tveggja ára. Og sonur minn vill stundum vera með lokk í nefinu eins og ég, ég á gervilokk sem hann fær stundum. Þeim finnst þetta svo spennandi en á sama tíma alveg eðlilegt því ég hef alltaf verið svona,“ segir hún glöð í bragði. Ingibjörn reiknar með að hún muni ekki breytast í bráð þó að hún finni fyrir að sumir séu að bíða eftir að hún vaxi upp úr tilraunastarfseminni. „Ég fæ alveg reglulega spurningu um hvenær ég ætli nú að fara að hætta þessu. En ég verð örugglega enn þá með litríkt hár og hress eftir 30 ár, það held ég.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Fleiri fréttir Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Sjá meira