Dreifa fölsuðum myndum af ungri baráttukonu Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. mars 2018 13:40 Emma González í March For Our Lives-fjöldagöngunni á laugardag. Vísir/getty Fölsuðum myndum og myndböndum af Emmu González, einni af nemendum Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólans sem komst lífs af úr skotárás í febrúar síðastliðnum, hefur verið dreift um netið síðustu daga. Myndirnar sýna González rífa í sundur stórt blað sem hefur verið breytt í bandarísku stjórnarskrána með myndvinnsluforriti.Sjá einnig: Sakaður um blekkingar eftir að hafa lifað af skotárás González hefur orðið eitt aðalandlit baráttunnar fyrir hertri byssulöggjöf í Bandaríkjunum eftir að 17 manns voru skotnir til bana í Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólanum í Flórída-ríki í febrúar. Hún, ásamt fleiri nemendum við skólann, stóð að March For Our Lives-fjöldagöngum sem haldnar voru víðsvegar um Bandaríkin í fyrradag. Hundruð þúsunda söfnuðust saman í göngunum og þótti tilfinningaþrungin ræða González einn af hápunktum dagsins. Málstaður ungmennanna á ekki upp á pallborðið hjá stórum hluta Bandaríkjamanna. Einhverjir hafa fullyrt að hert byssulöggjöf muni takmarka stjórnarskrárbundin réttindi Bandaríkjamanna um byssueign. Myndir og myndbönd, sem átt hefur verið við í myndvinnsluforriti, fóru í dreifingu meðal téðs hóps á samfélagsmiðlum um helgina. Í flestum tilvikum virðast samfélagsmiðlanotendur meðvitaðir um uppruna myndanna og dreifa þeim í ádeiluskyni en þó er ljóst að margir telja þær ófalsaðar. Á myndunum sést González rífa í sundur stórt blað sem virðist vera bandaríska stjórnarskráin.Justy a sample of what NRA supporters are doing to teenagers who survived a massacre (real picture on the right). pic.twitter.com/czX7IHD8ur— Don Moynihan (@donmoyn) March 25, 2018 #Vorwärts! pic.twitter.com/ffbcm6xjX3— Adam Baldwin (@AdamBaldwin) March 24, 2018 I'm interested to hear what US citizens think of this photo where Emma Gonzalez is ripping up The Constitution? pic.twitter.com/B5HTNKuRqV— LΞIGH (@LeighStewy) March 24, 2018 Upprunalegu myndirnar eru hins vegar úr myndatöku fyrir tímaritið Teen Vogue en González, auk fleiri nemenda úr Marjory Stoneman Douglas-skólanum, voru fengnar til að sitja fyrir á forsíðunni í tengslum við March For Our Lives-herferðina. Á þeim myndum sést að González rífur stjórnarskrána ekki í sundur heldur veggspjald með mynd af skotmarki."We, the youth of the United States, have built a new movement to denounce gun violence and call for safety in all of our communities. This is only the beginning." @Emma4Change pens a searing op-ed on this generation's plans to make change: https://t.co/MV34GJgrdI #NeverAgain pic.twitter.com/FWTpOD1WKL— Teen Vogue (@TeenVogue) March 23, 2018 Skotárás í Flórída Tengdar fréttir Obama og Paul McCartney sýndu ungmennunum samstöðu Hundruð þúsunda manna gengu í Washingon-borg í gær til að mótmæla byssuofbeldi og krefjast aðgerða. Ungmenni sem lifðu af skotárás skipulögðu gönguna. 25. mars 2018 11:00 „Skammist ykkar“ Emma Gonzalez, einn nemandanna sem lifði af skotárás í Marjorie Stoneman Douglas High School á miðvikudag, kallaði eftir strangari skotvopnalöggjöf og gagnrýndi forsetan harðlega í gær. 18. febrúar 2018 07:55 Las upp nöfn fallinna skólafélaga og þagði Emma González var ein þeirra sem steig á svið í Washington D.C. í dag eftir kröfugönguna March for Our Lives. 24. mars 2018 22:51 Ældi á sviði og hélt ræðu sinni áfram Sam Fuentes hélt ræðu fyrir framan um hálfa milljón manna og fjölda myndavéla sem sendu ræðuna út víða um heim. 25. mars 2018 20:45 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Sjá meira
Fölsuðum myndum og myndböndum af Emmu González, einni af nemendum Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólans sem komst lífs af úr skotárás í febrúar síðastliðnum, hefur verið dreift um netið síðustu daga. Myndirnar sýna González rífa í sundur stórt blað sem hefur verið breytt í bandarísku stjórnarskrána með myndvinnsluforriti.Sjá einnig: Sakaður um blekkingar eftir að hafa lifað af skotárás González hefur orðið eitt aðalandlit baráttunnar fyrir hertri byssulöggjöf í Bandaríkjunum eftir að 17 manns voru skotnir til bana í Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólanum í Flórída-ríki í febrúar. Hún, ásamt fleiri nemendum við skólann, stóð að March For Our Lives-fjöldagöngum sem haldnar voru víðsvegar um Bandaríkin í fyrradag. Hundruð þúsunda söfnuðust saman í göngunum og þótti tilfinningaþrungin ræða González einn af hápunktum dagsins. Málstaður ungmennanna á ekki upp á pallborðið hjá stórum hluta Bandaríkjamanna. Einhverjir hafa fullyrt að hert byssulöggjöf muni takmarka stjórnarskrárbundin réttindi Bandaríkjamanna um byssueign. Myndir og myndbönd, sem átt hefur verið við í myndvinnsluforriti, fóru í dreifingu meðal téðs hóps á samfélagsmiðlum um helgina. Í flestum tilvikum virðast samfélagsmiðlanotendur meðvitaðir um uppruna myndanna og dreifa þeim í ádeiluskyni en þó er ljóst að margir telja þær ófalsaðar. Á myndunum sést González rífa í sundur stórt blað sem virðist vera bandaríska stjórnarskráin.Justy a sample of what NRA supporters are doing to teenagers who survived a massacre (real picture on the right). pic.twitter.com/czX7IHD8ur— Don Moynihan (@donmoyn) March 25, 2018 #Vorwärts! pic.twitter.com/ffbcm6xjX3— Adam Baldwin (@AdamBaldwin) March 24, 2018 I'm interested to hear what US citizens think of this photo where Emma Gonzalez is ripping up The Constitution? pic.twitter.com/B5HTNKuRqV— LΞIGH (@LeighStewy) March 24, 2018 Upprunalegu myndirnar eru hins vegar úr myndatöku fyrir tímaritið Teen Vogue en González, auk fleiri nemenda úr Marjory Stoneman Douglas-skólanum, voru fengnar til að sitja fyrir á forsíðunni í tengslum við March For Our Lives-herferðina. Á þeim myndum sést að González rífur stjórnarskrána ekki í sundur heldur veggspjald með mynd af skotmarki."We, the youth of the United States, have built a new movement to denounce gun violence and call for safety in all of our communities. This is only the beginning." @Emma4Change pens a searing op-ed on this generation's plans to make change: https://t.co/MV34GJgrdI #NeverAgain pic.twitter.com/FWTpOD1WKL— Teen Vogue (@TeenVogue) March 23, 2018
Skotárás í Flórída Tengdar fréttir Obama og Paul McCartney sýndu ungmennunum samstöðu Hundruð þúsunda manna gengu í Washingon-borg í gær til að mótmæla byssuofbeldi og krefjast aðgerða. Ungmenni sem lifðu af skotárás skipulögðu gönguna. 25. mars 2018 11:00 „Skammist ykkar“ Emma Gonzalez, einn nemandanna sem lifði af skotárás í Marjorie Stoneman Douglas High School á miðvikudag, kallaði eftir strangari skotvopnalöggjöf og gagnrýndi forsetan harðlega í gær. 18. febrúar 2018 07:55 Las upp nöfn fallinna skólafélaga og þagði Emma González var ein þeirra sem steig á svið í Washington D.C. í dag eftir kröfugönguna March for Our Lives. 24. mars 2018 22:51 Ældi á sviði og hélt ræðu sinni áfram Sam Fuentes hélt ræðu fyrir framan um hálfa milljón manna og fjölda myndavéla sem sendu ræðuna út víða um heim. 25. mars 2018 20:45 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Sjá meira
Obama og Paul McCartney sýndu ungmennunum samstöðu Hundruð þúsunda manna gengu í Washingon-borg í gær til að mótmæla byssuofbeldi og krefjast aðgerða. Ungmenni sem lifðu af skotárás skipulögðu gönguna. 25. mars 2018 11:00
„Skammist ykkar“ Emma Gonzalez, einn nemandanna sem lifði af skotárás í Marjorie Stoneman Douglas High School á miðvikudag, kallaði eftir strangari skotvopnalöggjöf og gagnrýndi forsetan harðlega í gær. 18. febrúar 2018 07:55
Las upp nöfn fallinna skólafélaga og þagði Emma González var ein þeirra sem steig á svið í Washington D.C. í dag eftir kröfugönguna March for Our Lives. 24. mars 2018 22:51
Ældi á sviði og hélt ræðu sinni áfram Sam Fuentes hélt ræðu fyrir framan um hálfa milljón manna og fjölda myndavéla sem sendu ræðuna út víða um heim. 25. mars 2018 20:45