Sam Smith þakkaði Ingibjörgu Jónu fyrir sönginn Benedikt Bóas skrifar 27. mars 2018 06:00 Ingibjörg Jóna Guðrúnardóttir fór ekki framhjá stórsöngvaranum Sam Smith Vísir/Getty „Stelpan á myndinni heillaði mig gjörsamlega. Þú þekktir hvert einasta orð og ég fann fyrir ást þinni og stuðningi alla tónleikana. Ég elska þig, hver sem þú ert,“ sagði söngvarinn Sam Smith á Instagram eftir tónleika sína í Glasgow um helgina. Stúlkan á myndinni er Ingibjörg Jóna Guðrúnardóttir en hún ásamt vinkonum sínum, Elísabet Evu Ottósdóttur og Huldu Karenu Gunnlaugsdóttur, flaug í helgarferð til Glasgow til að fara á tónleikana. Vinkonurnar koma heim í dag vopnaðar þessari ótrúlegu lífsreynslu. Ingibjörg Jóna Guðrúnardóttir skömmu fyrir tónleikana.Eðlilega brá Ingibjörgu Jónu töluvert við að sjá þessi skilaboð en Smith er með um 10 milljónir fylgjenda. Breskir fjölmiðlar gripu boltann á lofti og fundu fljótlega út að stúlkan væri íslensk og héti Ingibjörg. „Ég var í viðtali við blað hér í Glasgow og BBC Radio hringdi líka. Svo þetta er búið að vekja smá athygli – enda hálf klikkað,“ segir Ingibjörg enn með töluvert ráma rödd eftir að hafa sungið með svo eftir var tekið. „Hann póstaði þessu og síminn minn hefur varla stoppað síðan,“ segir hún og hlær. „Við vorum á fremsta bekk, eða við vorum framarlega og ég tók eftir því að hann horfði í áttina til okkar. En ég vissi að enginn myndi trúa mér ef ég segði það. Svo þegar ég kom heim á hótel og kíkti á Instagram-síðuna hans þá er ég allt í einu þarna. Það var svolítið klikkað,“ segir hún enn hálf hissa á athyglinni. Ingibjörg segist ekki syngja vel þó hún hafi látið vel í sér heyra en hún er af söngelsku kyni þar sem margir tenórar og bassar, alt- og sópranraddir hljóma í kór. Ingibjörg Jóna hefur sungið með Sam Smith síðan hann kom fram á sjónarsviðið 2012. „Það er svolítið magnað að hann hafi séð að ég kunni öll lögin.“Færsla Sam Smith eftir tónleikana vakti alheimsathygli enda alheimsstjarna með níu milljónir fylgjenda. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Fleiri fréttir Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Sjá meira
„Stelpan á myndinni heillaði mig gjörsamlega. Þú þekktir hvert einasta orð og ég fann fyrir ást þinni og stuðningi alla tónleikana. Ég elska þig, hver sem þú ert,“ sagði söngvarinn Sam Smith á Instagram eftir tónleika sína í Glasgow um helgina. Stúlkan á myndinni er Ingibjörg Jóna Guðrúnardóttir en hún ásamt vinkonum sínum, Elísabet Evu Ottósdóttur og Huldu Karenu Gunnlaugsdóttur, flaug í helgarferð til Glasgow til að fara á tónleikana. Vinkonurnar koma heim í dag vopnaðar þessari ótrúlegu lífsreynslu. Ingibjörg Jóna Guðrúnardóttir skömmu fyrir tónleikana.Eðlilega brá Ingibjörgu Jónu töluvert við að sjá þessi skilaboð en Smith er með um 10 milljónir fylgjenda. Breskir fjölmiðlar gripu boltann á lofti og fundu fljótlega út að stúlkan væri íslensk og héti Ingibjörg. „Ég var í viðtali við blað hér í Glasgow og BBC Radio hringdi líka. Svo þetta er búið að vekja smá athygli – enda hálf klikkað,“ segir Ingibjörg enn með töluvert ráma rödd eftir að hafa sungið með svo eftir var tekið. „Hann póstaði þessu og síminn minn hefur varla stoppað síðan,“ segir hún og hlær. „Við vorum á fremsta bekk, eða við vorum framarlega og ég tók eftir því að hann horfði í áttina til okkar. En ég vissi að enginn myndi trúa mér ef ég segði það. Svo þegar ég kom heim á hótel og kíkti á Instagram-síðuna hans þá er ég allt í einu þarna. Það var svolítið klikkað,“ segir hún enn hálf hissa á athyglinni. Ingibjörg segist ekki syngja vel þó hún hafi látið vel í sér heyra en hún er af söngelsku kyni þar sem margir tenórar og bassar, alt- og sópranraddir hljóma í kór. Ingibjörg Jóna hefur sungið með Sam Smith síðan hann kom fram á sjónarsviðið 2012. „Það er svolítið magnað að hann hafi séð að ég kunni öll lögin.“Færsla Sam Smith eftir tónleikana vakti alheimsathygli enda alheimsstjarna með níu milljónir fylgjenda.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Fleiri fréttir Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Sjá meira