Segir að tap fyrir Magny gæti sannað að Gunnar sé ekki einn af tíu bestu Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. mars 2018 14:00 Gunnar Nelson vann síðast Alan Jouban í Lundúnum. vísir/getty Allar líkur er á því að Gunnar Nelson berjist á móti Bandaríkjamanninum Neil Magny á UFC-bardagakvöldi í Liverpool 27. maí en það verður fyrsti bardagi íslenska víkingsins síðan hann tapaði fyrir Santiago Ponzinibbio í Glasgow í júlí í fyrra. Því er staðfestlega haldið fram að Gunnar og Magny muni etja kappi í Liverpool í lok maí. Bandaríkjamaðurinn staðfestir á Instagram að hann er kominn með bardaga en segir ekki á móti hverjum það er. Engar fregnir hafa borist úr herbúðum Gunnars. Eftir tap á móti augnpotaranum Ponzinibbio í fyrra þarf Gunnar á sigri að halda. Þetta er flottur bardagi fyrir hann að fá að mati Péturs Marinó Jónssonar, ritstjóra MMA Frétta og aðallýsanda og sérfræðings Stöðvar 2 Sports um blandaðar bardagalistir.Neil Magny er með langan faðm sem getur verið erfitt að glíma við.vísir/gettyTraustur í öllu „Neil Magny er mjög flottur bardagamaður og sennilega einn vanmetnasti bardagamaðurinn í UFC í dag. Hann er ekki með neinn svakalegan höggþunga, er enginn galdramaður í gólfinu eða með rosalega glímuhæfileika,“ segir Pétur um hæfileika Magnys. „Hann er bara mjög traustur í öllu og það hefur skilað honum á topp tíu í veltivigtinni. Þar sem hann er ekkert að klára menn með einhverjum svaka rothöggum þá er hann oft pínu gleymdur en þetta er mjög flottur bardagamaður.“ Pétur bendir á að þessi stöðuga frammistaða Magnys hefur skilað honum bardögum á móti stórum köppum í bransanum á borð við Carlos Condit, Johny Hendricks, Hector Lombard og Kelvin Gastelum. Þetta eru allt menn sem hafa verið meistarar eða við toppinn í veltivigtinni. „Þessi bardagi mun segja okkur mikið um Gunna að mínu mati. Er Gunni topp tíu bardagamaður í UFC eða ekki? Ef Gunni getur ekki unnið Magny þá gæti það sagt okkur að Gunni sé kannski ekki meðal þeirra tíu bestu í veltivigtinni. Sigur á Magny kæmi Gunnari aftur á topp tíu og væri besti sigur hans í UFC miðað við alla styrkleikalista og þannig. Það myndi að mínu mati festa Gunna í sessi sem topp tíu bardagamaður í veltivigtinni,“ segir Pétur.Gunnar Nelson þarf á sigri að halda.vísir/gettyVerður ekki auðvelt Hann hefur lengi viljað sjá Gunnar berjast á móti hinum þrítuga Magny sem hefur unnið 20 bardaga og tapað sex á atvinnumannaferlinum, þar af er með hann með þrettán sigra og fimm töp í UFC síðan hann þreytti frumraun sína þar árið 2013. „Magny er flott nafn á ferilskrána ef Gunni vinnur og svo tel ég að stílar beggja passi ágætlega saman Gunna í vil. Magny er fínn í gólfinu en Gunni er samt talsvert betri þar. Demian Maia náði að taka Magny niður og klára hann þar og ég væri til í að sjá Gunna gera svipaða hluti. Magny hefur samt bætt sig helling í gólfinu síðan þá og mætti meðal annars á námskeið hjá Demian Maia eftir tapið.“ Bardaginn verður ekki auðveldur að mati Péturs en hann hefur tröllatrú á sigri Gunnars. Magny er þrautreyndur og undirbýr sig vel. Mikill fagmaður. „Þetta verður alls ekkert auðvelt fyrir Gunna þó ég hafi trú á sigri. Magny er með 20 cm lengri faðm en Gunni og gæti alveg haldið honum frá sér og þar af leiðandi haldið bardaganum standandi. Magny kemur líka úr góðu campi og kemur alltaf vel undirbúinn til leiks með nokkur trikk í erminni til að halda sér frá gólfinu. Ég býst bara við jöfnum og skemmtilegum bardaga,“ segir Pétur Marinó Jónsson. MMA Tengdar fréttir Gunnar sagður kominn með stóran bardaga í Liverpool Gunnar Nelson mætir líklega öflugum Bandaríkjamanni í lok maí á UFC-bardagakvöldi. 27. mars 2018 08:00 Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Fótbolti „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Handbolti Fleiri fréttir Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Valur áfram eftir góðan sigur „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Freyr og félagar í Brann steinlágu Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða Sevilla - Barcelona 4-1 | Börsungar lágu í Andalúsíu Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fyrrum leikstjórnandi í NFL deildinni stunginn og handtekinn Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Sjá meira
Allar líkur er á því að Gunnar Nelson berjist á móti Bandaríkjamanninum Neil Magny á UFC-bardagakvöldi í Liverpool 27. maí en það verður fyrsti bardagi íslenska víkingsins síðan hann tapaði fyrir Santiago Ponzinibbio í Glasgow í júlí í fyrra. Því er staðfestlega haldið fram að Gunnar og Magny muni etja kappi í Liverpool í lok maí. Bandaríkjamaðurinn staðfestir á Instagram að hann er kominn með bardaga en segir ekki á móti hverjum það er. Engar fregnir hafa borist úr herbúðum Gunnars. Eftir tap á móti augnpotaranum Ponzinibbio í fyrra þarf Gunnar á sigri að halda. Þetta er flottur bardagi fyrir hann að fá að mati Péturs Marinó Jónssonar, ritstjóra MMA Frétta og aðallýsanda og sérfræðings Stöðvar 2 Sports um blandaðar bardagalistir.Neil Magny er með langan faðm sem getur verið erfitt að glíma við.vísir/gettyTraustur í öllu „Neil Magny er mjög flottur bardagamaður og sennilega einn vanmetnasti bardagamaðurinn í UFC í dag. Hann er ekki með neinn svakalegan höggþunga, er enginn galdramaður í gólfinu eða með rosalega glímuhæfileika,“ segir Pétur um hæfileika Magnys. „Hann er bara mjög traustur í öllu og það hefur skilað honum á topp tíu í veltivigtinni. Þar sem hann er ekkert að klára menn með einhverjum svaka rothöggum þá er hann oft pínu gleymdur en þetta er mjög flottur bardagamaður.“ Pétur bendir á að þessi stöðuga frammistaða Magnys hefur skilað honum bardögum á móti stórum köppum í bransanum á borð við Carlos Condit, Johny Hendricks, Hector Lombard og Kelvin Gastelum. Þetta eru allt menn sem hafa verið meistarar eða við toppinn í veltivigtinni. „Þessi bardagi mun segja okkur mikið um Gunna að mínu mati. Er Gunni topp tíu bardagamaður í UFC eða ekki? Ef Gunni getur ekki unnið Magny þá gæti það sagt okkur að Gunni sé kannski ekki meðal þeirra tíu bestu í veltivigtinni. Sigur á Magny kæmi Gunnari aftur á topp tíu og væri besti sigur hans í UFC miðað við alla styrkleikalista og þannig. Það myndi að mínu mati festa Gunna í sessi sem topp tíu bardagamaður í veltivigtinni,“ segir Pétur.Gunnar Nelson þarf á sigri að halda.vísir/gettyVerður ekki auðvelt Hann hefur lengi viljað sjá Gunnar berjast á móti hinum þrítuga Magny sem hefur unnið 20 bardaga og tapað sex á atvinnumannaferlinum, þar af er með hann með þrettán sigra og fimm töp í UFC síðan hann þreytti frumraun sína þar árið 2013. „Magny er flott nafn á ferilskrána ef Gunni vinnur og svo tel ég að stílar beggja passi ágætlega saman Gunna í vil. Magny er fínn í gólfinu en Gunni er samt talsvert betri þar. Demian Maia náði að taka Magny niður og klára hann þar og ég væri til í að sjá Gunna gera svipaða hluti. Magny hefur samt bætt sig helling í gólfinu síðan þá og mætti meðal annars á námskeið hjá Demian Maia eftir tapið.“ Bardaginn verður ekki auðveldur að mati Péturs en hann hefur tröllatrú á sigri Gunnars. Magny er þrautreyndur og undirbýr sig vel. Mikill fagmaður. „Þetta verður alls ekkert auðvelt fyrir Gunna þó ég hafi trú á sigri. Magny er með 20 cm lengri faðm en Gunni og gæti alveg haldið honum frá sér og þar af leiðandi haldið bardaganum standandi. Magny kemur líka úr góðu campi og kemur alltaf vel undirbúinn til leiks með nokkur trikk í erminni til að halda sér frá gólfinu. Ég býst bara við jöfnum og skemmtilegum bardaga,“ segir Pétur Marinó Jónsson.
MMA Tengdar fréttir Gunnar sagður kominn með stóran bardaga í Liverpool Gunnar Nelson mætir líklega öflugum Bandaríkjamanni í lok maí á UFC-bardagakvöldi. 27. mars 2018 08:00 Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Fótbolti „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Handbolti Fleiri fréttir Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Valur áfram eftir góðan sigur „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Freyr og félagar í Brann steinlágu Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða Sevilla - Barcelona 4-1 | Börsungar lágu í Andalúsíu Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fyrrum leikstjórnandi í NFL deildinni stunginn og handtekinn Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Sjá meira
Gunnar sagður kominn með stóran bardaga í Liverpool Gunnar Nelson mætir líklega öflugum Bandaríkjamanni í lok maí á UFC-bardagakvöldi. 27. mars 2018 08:00