Þurfti að læra að segja nei við öllu hversdagsruslinu Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. apríl 2018 09:30 Hrefna Björg Gylfadóttir segir rusl furðulega samofið hversdeginum en vonast til þess að það muni breytast. Mynd/hrefna björg gylfadóttir Hrefna Björg Gylfadóttir flutti til Danmerkur haustið 2017 og stundar nú nám í svokallaðri „skapandi viðskiptafræði“, kaospilot upp á dönsku, í Árósum. Verkefni í skólanum, þar sem nemendum var gefið algjört frelsi til að fjalla um eitthvað sem skipti þá máli, varð til þess að hún tileinkaði sér svokallaðan „zero-waste“-lífsstíl. Lífsstíllinn byggir á einkunnarorðunum „reduce, reuse, recycle“, eða minnka, endurnýta, endurvinna upp á íslensku. Í grunninn snýst zero-waste því um að henda engu í almennt rusl, heldur endurvinna frekar og endurnýta. Þá er auk þess mikið lagt upp úr því að minnka neyslu í hvívetna. Fór að taka eftir því hvað hún henti miklu Hrefna, sem er 22 ára gömul, segir í samtali við Vísi að hún hafi strax ákveðið að vinna með rusl og sjálfbærni í téðu skólaverkefni en hún fékk ung áhuga á endurvinnslu. Hún hafði því samband við LØS market, umbúðalausa verslun í Kaupmannahöfn, og vinnur nú að því að skoða frekari viðskiptatækifæri verslunarinnar í hópinnkaupum. Verkefnið hvatti hana til að ganga enn lengra í endurvinnslu en hún hafði áður gert. „Mig langaði að taka verkefnið aðeins lengra og prófa sjálf að demba mér í þennan zero-waste-lífsstíl,“ segir Hrefna sem ákvað að taka lífsstílsbreytinguna í skrefum og hóf ferlið nú í mars. Hún hyggst því taka stöðuna nú í byrjun apríl og meta þá hverju hún ætli að halda til streitu og hverju ekki. Aðspurð segir hún ákvörðunina hafa haft miklar breytingar í för með sér. „Það var að einhverjum hluta auðveldara en ég hélt, en á hinn bóginn líka erfiðara en ég hélt. Eiginlega bara af því að ég er farin að taka eftir því hvað ég hendi miklu í daglegu lífi. En ég er líka búin að ná að breyta algjörlega hugsunarhætti mínum þegar kemur að rusli.“ Samkvæmt ársskýrslu Sorpu 2016 henti sérhver íbúi höfuðborgarsvæðisins 145,5 kílóum af rusli það ár. Það gera rúm 12 kíló af rusli mánaðarlega á hvern íbúa. Á mynd hér að neðan sést allt rusl sem Hrefna sankaði að sér, og endurvann, yfir marsmánuð en ljóst er að hún er nokkuð undir 12 kílóa-meðaltalinu.Á mynd sést samankomið allt rusl sem Hrefna endurvann í mars.Mynd/Hrefna Björg GylfadóttirLitlu hlutirnir skipta máli Þó að Hrefna sé í námi í Árósum hefur hún verið verið búsett í Kaupmannahöfn um nokkurt skeið vegna verkefnisins. Aðspurð segir hún vissulega auðveldara að tileinka sér zero-waste-lífsstílinn þar heldur en hér á landi. Danir séu töluvert lengra komnir í bæði lífrænni og almennri endurvinnslu, en þróað endurvinnslukerfi er að finna bæði á vinnustað Hrefnu og á heimili hennar, auk þess sem henni gefst kostur á að versla við umbúðalausa verslun. Ýmsir möguleikar séu þó í boði á Íslandi fyrir þá sem vilji draga úr neyslu og umbúðanotkun. „Við erum ekki með búð eins og LØS market sem býður upp á bjór og rauðvín á krana en það er líka hægt að gera þetta á Íslandi, t.d. í Frú Laugu og svo er hægt að kaupa alla ávexti og grænmeti umbúðalaust. Svo er hægt að kaupa alltaf bjór á krana en ekki í flösku á barnum, það eru þessir litlu hlutir sem skipta máli,“ segir Hrefna. Sparar pening í stóra samhenginu Þá hefur Hrefna þurft að læra að búa sjálf til ýmsar vörur frá grunni, til að mynda andlits- og tannkrem, en hún segir vissa kosti fólgna í því. „Þetta er glettilega auðvelt. Svo felst sparnaður í þessu en líka aukið hreinlæti. Ég vissi til dæmis aldrei hvað var í andlitskreminu mínu en um leið og ég byrjaði að búa það til veit ég nákvæmlega hvað ég er að setja á mig og það eru kannski bara hlutir sem ég myndi borða.“ Hrefna kemur aftur inn á sparnaðinn en með því að draga úr innkaupum og almennri neyslu eyðir hún vitanlega minni pening. „Ég er örugglega að spara pening í stóra samhenginu. Zero-waste er „reduce, reuse, recycle, compost“ og ég hef verið að einbeita mér rosalega að „reduce“-þættinum, að hætta að kaupa hluti eða þá að kaupa bara nákvæmlega það sem ég þarf,“ segir Hrefna. „Ég er t.d. alveg hætt að kaupa föt og er í svokölluðu „fatabókasafni“ hérna úti í Kaupmannahöfn þannig að ég get tekið fötin út eins og bækur.“Ílát, taupokar og mataráhöld sem Hrefna tekur með sér hvert sem hún fer. Þannig á hún auðveldara með að afþakka einnota varning úr plasti.Mynd/Hrefna Björg GylfadóttirVonar að fleiri verslanir takið við sér Á móti kemur þó að vörurnar sem hún festir yfir höfuð kaup á eru margar dýrari en þær vörur sem ekki heyra undir zero-waste-lífsstílinn. Hrefna segir það einn stærsta ókostinn við ferlið en bindur vonir við að því fleiri sem dragi úr neyslu, því fleiri verslanir taki við sér og zero-waste þurfi þannig ekki að einskorðast við „lífrænu deildina.“ „En á sama tíma er ég að bara að kaupa lífrænar vörur og það er dýrara, ég er að borga rosalega mikið fyrir mat miðað við hvað ég er að kaupa lítið. Mér finnst það leiðinlegt af því að fyrir mér ætti zero-waste ekki að þurfa að tengjast sjúklega hollum og lífrænum lífsstíl. Ég væri alveg til í að geta keypt núðlupakka og ég væri til í að geta keypt hann bara í venjulegri búð.“ Er að læra að segja „nei“ Hrefna segir félagslega þátt lífstílsbreytingarinnar hafa komið sér einna mest á óvart í öllu ferlinu. Rusl, umbúðir og annar úrgangur sé allt furðulega samofið hversdeginum. „Maður lendir nefnilega svo oft í aðstæðum þar sem fólk til dæmis býður manni kaffi og það er bara plastglas í boði. Það eru þessar aðstæður sem fá mig til að endurskoða alveg hvernig ég bið um hluti og að læra að segja „nei“ þegar mér er boðinn bæklingur úti á götu,“ segir Hrefna. „Ég er búin að vera að skoða rosalega mikið kúltúrinn á bak við þetta, og hvernig maður getur gert þetta án þess að vera ókurteis. Ég er að reyna að hætta að finnast ég pirrandi. Vegna þess að ég er að ögra norminu og til þess að gera það þarf maður stundum að vera pirrandi.“Hér að neðan má lesa nokkur ráð Hrefnu til þeirra sem vilja e.t.v. láta örlítið minna gossa í almenna sorpið.Hrefna segir það hafa verið nokkrum vandkvæðum bundið að læra að segja nei.Mynd/hrefna björg gylfadóttirRuslráð Hrefnu:Tannhirða: Ég nota bambustannbursta í stað plasttannbursta, og heimagert tannkrem. Tannkremið bjó ég til með því að blanda kókosolíu, matarsóda, piparmyntudropum og salti saman. Ég elska að nota tannþráð en er núna að nota plastþráð. Ég mun því skipta yfir í silkiþráð næst þegar ég þarf að kaupa.Tíðahringurinn:Þegar ég fer á blæðingar þá nota ég OrganiCup [lífrænn tíðabikar] á daginn og Thinx-nærbuxur [nærbuxur sem drekka í sig tíðablóð] á næturnar. Ég er búin að sleppa því að nota 288 túrtappa síðan ég byrjaði að nota álfabikarinn og mun sleppa því að nota 4,320 túrtappa í framtíðinni.Pokar: Ég er alltaf með bakpoka á mér og í honum er einn taupoki og einn glær plastpoki. Ég nota þá ef ég þarf t.d. að hendast í búð eða fara á nammibarinn.Matarílát:Ég er alltaf með stálrör, vatnsflösku og kaffikrús á mér og ef ég er að fara að kaupa inn eða borða einhvers staðar tek ég með mér nestisbox og hnífapör. Það er stundum vesen að vera með mikið dót á sér en það er ótrúlegt hvað þetta sparar mikið rusl.Hér má sjá ruslið sem Hrefna gat ekki endurunnið í mars, sem er ekki ýkja mikið.Mynd/Hrefna Björg Gylfadóttir„Nei“:Ég er orðin ágætlega góð í að segja nei við bæklingum, dagblöðum, plastglösum eða pokum. Fólk er ótrúlega skilninsgríkt ef ég segi „nei takk, ég er að prófa að vera zero-waste.“ Það er líka fáránlega góð afsökun til að þurfa ekki að taka við drasli.Snyrtivörur:Þetta er örugglega erfiðasti flokkurinn. Ég hef ekki enn þá þurft að henda umbúðum af málningardóti en hef kynnt mér fyrirtæki sem annað hvort bjóða upp á áfyllingu eða taka við tómum umbúðum til endurnotkunar. Ég get víða í Danmörku keypt sjampó eða hárnæringu á brúsa. Hins vegar hef ég líka minnkað neysluna á hárnæringu og sjampói mikið. Kókosolían er málið en ég nota hana í hárið, á andlitið og á líkamann og hún hefur svolítið bjargað mér þennan zero waste-mánuð.Gleraugu: Ég skipti úr linsum yfir í gleraugu og það hefur minnkað ruslið mjög mikið. Mér finnst samt ógeðslega leiðinlegt að vera alltaf með gleraugu svo ég verð líklega ekki eins ströng á þessu eftir zero waste-mánuðinn. Maður verður líka að lifa lífinu! Umhverfismál Viðtal Tengdar fréttir Samfylkingin vill banna plastpokanotkun í verslunum Þingflokkur Samfylkingarinnar hefur lagt fram þingsályktunartillögu þar sem skorað er á umhverfisráðherra að banna plastpokanotkun í verslunum. 30. mars 2018 11:25 Sorpa mælir með glærum pokum fyrir „plokkara“ Þá er einnig gott að halda plasti frá öðru rusli. 26. mars 2018 20:30 Ruslflekinn á Kyrrahafi stækkar ört Plastruslið sem hvirfillinn í Norður-Kyrrahafi hefur sogað til sín hrannast upp og stækkar ruslflekinn þar enn á miklum hraða. 23. mars 2018 06:00 Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Fleiri fréttir „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Sjá meira
Hrefna Björg Gylfadóttir flutti til Danmerkur haustið 2017 og stundar nú nám í svokallaðri „skapandi viðskiptafræði“, kaospilot upp á dönsku, í Árósum. Verkefni í skólanum, þar sem nemendum var gefið algjört frelsi til að fjalla um eitthvað sem skipti þá máli, varð til þess að hún tileinkaði sér svokallaðan „zero-waste“-lífsstíl. Lífsstíllinn byggir á einkunnarorðunum „reduce, reuse, recycle“, eða minnka, endurnýta, endurvinna upp á íslensku. Í grunninn snýst zero-waste því um að henda engu í almennt rusl, heldur endurvinna frekar og endurnýta. Þá er auk þess mikið lagt upp úr því að minnka neyslu í hvívetna. Fór að taka eftir því hvað hún henti miklu Hrefna, sem er 22 ára gömul, segir í samtali við Vísi að hún hafi strax ákveðið að vinna með rusl og sjálfbærni í téðu skólaverkefni en hún fékk ung áhuga á endurvinnslu. Hún hafði því samband við LØS market, umbúðalausa verslun í Kaupmannahöfn, og vinnur nú að því að skoða frekari viðskiptatækifæri verslunarinnar í hópinnkaupum. Verkefnið hvatti hana til að ganga enn lengra í endurvinnslu en hún hafði áður gert. „Mig langaði að taka verkefnið aðeins lengra og prófa sjálf að demba mér í þennan zero-waste-lífsstíl,“ segir Hrefna sem ákvað að taka lífsstílsbreytinguna í skrefum og hóf ferlið nú í mars. Hún hyggst því taka stöðuna nú í byrjun apríl og meta þá hverju hún ætli að halda til streitu og hverju ekki. Aðspurð segir hún ákvörðunina hafa haft miklar breytingar í för með sér. „Það var að einhverjum hluta auðveldara en ég hélt, en á hinn bóginn líka erfiðara en ég hélt. Eiginlega bara af því að ég er farin að taka eftir því hvað ég hendi miklu í daglegu lífi. En ég er líka búin að ná að breyta algjörlega hugsunarhætti mínum þegar kemur að rusli.“ Samkvæmt ársskýrslu Sorpu 2016 henti sérhver íbúi höfuðborgarsvæðisins 145,5 kílóum af rusli það ár. Það gera rúm 12 kíló af rusli mánaðarlega á hvern íbúa. Á mynd hér að neðan sést allt rusl sem Hrefna sankaði að sér, og endurvann, yfir marsmánuð en ljóst er að hún er nokkuð undir 12 kílóa-meðaltalinu.Á mynd sést samankomið allt rusl sem Hrefna endurvann í mars.Mynd/Hrefna Björg GylfadóttirLitlu hlutirnir skipta máli Þó að Hrefna sé í námi í Árósum hefur hún verið verið búsett í Kaupmannahöfn um nokkurt skeið vegna verkefnisins. Aðspurð segir hún vissulega auðveldara að tileinka sér zero-waste-lífsstílinn þar heldur en hér á landi. Danir séu töluvert lengra komnir í bæði lífrænni og almennri endurvinnslu, en þróað endurvinnslukerfi er að finna bæði á vinnustað Hrefnu og á heimili hennar, auk þess sem henni gefst kostur á að versla við umbúðalausa verslun. Ýmsir möguleikar séu þó í boði á Íslandi fyrir þá sem vilji draga úr neyslu og umbúðanotkun. „Við erum ekki með búð eins og LØS market sem býður upp á bjór og rauðvín á krana en það er líka hægt að gera þetta á Íslandi, t.d. í Frú Laugu og svo er hægt að kaupa alla ávexti og grænmeti umbúðalaust. Svo er hægt að kaupa alltaf bjór á krana en ekki í flösku á barnum, það eru þessir litlu hlutir sem skipta máli,“ segir Hrefna. Sparar pening í stóra samhenginu Þá hefur Hrefna þurft að læra að búa sjálf til ýmsar vörur frá grunni, til að mynda andlits- og tannkrem, en hún segir vissa kosti fólgna í því. „Þetta er glettilega auðvelt. Svo felst sparnaður í þessu en líka aukið hreinlæti. Ég vissi til dæmis aldrei hvað var í andlitskreminu mínu en um leið og ég byrjaði að búa það til veit ég nákvæmlega hvað ég er að setja á mig og það eru kannski bara hlutir sem ég myndi borða.“ Hrefna kemur aftur inn á sparnaðinn en með því að draga úr innkaupum og almennri neyslu eyðir hún vitanlega minni pening. „Ég er örugglega að spara pening í stóra samhenginu. Zero-waste er „reduce, reuse, recycle, compost“ og ég hef verið að einbeita mér rosalega að „reduce“-þættinum, að hætta að kaupa hluti eða þá að kaupa bara nákvæmlega það sem ég þarf,“ segir Hrefna. „Ég er t.d. alveg hætt að kaupa föt og er í svokölluðu „fatabókasafni“ hérna úti í Kaupmannahöfn þannig að ég get tekið fötin út eins og bækur.“Ílát, taupokar og mataráhöld sem Hrefna tekur með sér hvert sem hún fer. Þannig á hún auðveldara með að afþakka einnota varning úr plasti.Mynd/Hrefna Björg GylfadóttirVonar að fleiri verslanir takið við sér Á móti kemur þó að vörurnar sem hún festir yfir höfuð kaup á eru margar dýrari en þær vörur sem ekki heyra undir zero-waste-lífsstílinn. Hrefna segir það einn stærsta ókostinn við ferlið en bindur vonir við að því fleiri sem dragi úr neyslu, því fleiri verslanir taki við sér og zero-waste þurfi þannig ekki að einskorðast við „lífrænu deildina.“ „En á sama tíma er ég að bara að kaupa lífrænar vörur og það er dýrara, ég er að borga rosalega mikið fyrir mat miðað við hvað ég er að kaupa lítið. Mér finnst það leiðinlegt af því að fyrir mér ætti zero-waste ekki að þurfa að tengjast sjúklega hollum og lífrænum lífsstíl. Ég væri alveg til í að geta keypt núðlupakka og ég væri til í að geta keypt hann bara í venjulegri búð.“ Er að læra að segja „nei“ Hrefna segir félagslega þátt lífstílsbreytingarinnar hafa komið sér einna mest á óvart í öllu ferlinu. Rusl, umbúðir og annar úrgangur sé allt furðulega samofið hversdeginum. „Maður lendir nefnilega svo oft í aðstæðum þar sem fólk til dæmis býður manni kaffi og það er bara plastglas í boði. Það eru þessar aðstæður sem fá mig til að endurskoða alveg hvernig ég bið um hluti og að læra að segja „nei“ þegar mér er boðinn bæklingur úti á götu,“ segir Hrefna. „Ég er búin að vera að skoða rosalega mikið kúltúrinn á bak við þetta, og hvernig maður getur gert þetta án þess að vera ókurteis. Ég er að reyna að hætta að finnast ég pirrandi. Vegna þess að ég er að ögra norminu og til þess að gera það þarf maður stundum að vera pirrandi.“Hér að neðan má lesa nokkur ráð Hrefnu til þeirra sem vilja e.t.v. láta örlítið minna gossa í almenna sorpið.Hrefna segir það hafa verið nokkrum vandkvæðum bundið að læra að segja nei.Mynd/hrefna björg gylfadóttirRuslráð Hrefnu:Tannhirða: Ég nota bambustannbursta í stað plasttannbursta, og heimagert tannkrem. Tannkremið bjó ég til með því að blanda kókosolíu, matarsóda, piparmyntudropum og salti saman. Ég elska að nota tannþráð en er núna að nota plastþráð. Ég mun því skipta yfir í silkiþráð næst þegar ég þarf að kaupa.Tíðahringurinn:Þegar ég fer á blæðingar þá nota ég OrganiCup [lífrænn tíðabikar] á daginn og Thinx-nærbuxur [nærbuxur sem drekka í sig tíðablóð] á næturnar. Ég er búin að sleppa því að nota 288 túrtappa síðan ég byrjaði að nota álfabikarinn og mun sleppa því að nota 4,320 túrtappa í framtíðinni.Pokar: Ég er alltaf með bakpoka á mér og í honum er einn taupoki og einn glær plastpoki. Ég nota þá ef ég þarf t.d. að hendast í búð eða fara á nammibarinn.Matarílát:Ég er alltaf með stálrör, vatnsflösku og kaffikrús á mér og ef ég er að fara að kaupa inn eða borða einhvers staðar tek ég með mér nestisbox og hnífapör. Það er stundum vesen að vera með mikið dót á sér en það er ótrúlegt hvað þetta sparar mikið rusl.Hér má sjá ruslið sem Hrefna gat ekki endurunnið í mars, sem er ekki ýkja mikið.Mynd/Hrefna Björg Gylfadóttir„Nei“:Ég er orðin ágætlega góð í að segja nei við bæklingum, dagblöðum, plastglösum eða pokum. Fólk er ótrúlega skilninsgríkt ef ég segi „nei takk, ég er að prófa að vera zero-waste.“ Það er líka fáránlega góð afsökun til að þurfa ekki að taka við drasli.Snyrtivörur:Þetta er örugglega erfiðasti flokkurinn. Ég hef ekki enn þá þurft að henda umbúðum af málningardóti en hef kynnt mér fyrirtæki sem annað hvort bjóða upp á áfyllingu eða taka við tómum umbúðum til endurnotkunar. Ég get víða í Danmörku keypt sjampó eða hárnæringu á brúsa. Hins vegar hef ég líka minnkað neysluna á hárnæringu og sjampói mikið. Kókosolían er málið en ég nota hana í hárið, á andlitið og á líkamann og hún hefur svolítið bjargað mér þennan zero waste-mánuð.Gleraugu: Ég skipti úr linsum yfir í gleraugu og það hefur minnkað ruslið mjög mikið. Mér finnst samt ógeðslega leiðinlegt að vera alltaf með gleraugu svo ég verð líklega ekki eins ströng á þessu eftir zero waste-mánuðinn. Maður verður líka að lifa lífinu!
Umhverfismál Viðtal Tengdar fréttir Samfylkingin vill banna plastpokanotkun í verslunum Þingflokkur Samfylkingarinnar hefur lagt fram þingsályktunartillögu þar sem skorað er á umhverfisráðherra að banna plastpokanotkun í verslunum. 30. mars 2018 11:25 Sorpa mælir með glærum pokum fyrir „plokkara“ Þá er einnig gott að halda plasti frá öðru rusli. 26. mars 2018 20:30 Ruslflekinn á Kyrrahafi stækkar ört Plastruslið sem hvirfillinn í Norður-Kyrrahafi hefur sogað til sín hrannast upp og stækkar ruslflekinn þar enn á miklum hraða. 23. mars 2018 06:00 Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Fleiri fréttir „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Sjá meira
Samfylkingin vill banna plastpokanotkun í verslunum Þingflokkur Samfylkingarinnar hefur lagt fram þingsályktunartillögu þar sem skorað er á umhverfisráðherra að banna plastpokanotkun í verslunum. 30. mars 2018 11:25
Sorpa mælir með glærum pokum fyrir „plokkara“ Þá er einnig gott að halda plasti frá öðru rusli. 26. mars 2018 20:30
Ruslflekinn á Kyrrahafi stækkar ört Plastruslið sem hvirfillinn í Norður-Kyrrahafi hefur sogað til sín hrannast upp og stækkar ruslflekinn þar enn á miklum hraða. 23. mars 2018 06:00