Erlent

Forseti breska þingsins húðskammaði Boris Johnson fyrir karlrembu

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
John Bercow þykir litríkur karakter.
John Bercow þykir litríkur karakter. Vísir/AFP
John Bercow, forseti neðri deildar breska þingsins húðskammaði Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, eftir að sá síðarnefndi vísaði til þingkonu með nafni eiginmanns hennar.

Atvikið átti sér stað er Johnson svaraði spurningum frá samflokksmanni sínum en þingkonan sem um ræðir er Emily Thornberry, sem fer með utanríkismál í skuggastjórn Verkamannaflokksins.

„Barónessan, hvað sem hún heitir. Ég man ekki hvað það var...Nugee,“ sagði Johnson og vísaði þar til eiginmanns Thornberry, dómarans Christopher Nugee.

Eftir ræðu Johnson greip Bercow orðið og gagnrýndi hann harkalega fyrir orðavalið.

„Hún á sér nafn og það er ekki „Lafði eitthvað“. Við vitum hvað hún heitir. Það er óviðeigandi og algjör karlremba að tala svona og ég mun ekki líða það í þessum þingsal,“ sagði Bercow.

„Það er alveg sama hversu háttsettur viðkomandi er, svona tal er ólíðandi. Ég mun ekki leyfa það og ég mun láta fólk vita af því,“ sagði hann enn fremur.

Johnson baðst síðar afsökunar á orðum sínum en atvikið má sjá hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×