Segir að hugmyndir um breytingar á kennaranámi muni ekki leysa kennaraskortinn Sunna Sæmundsdóttir og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 27. mars 2018 21:00 Formaður Félags grunnskólakennara segir hugmyndir um breytingar á kennaranámi ekki leysa kennaraskortinn. Fjölmargir menntaðir kennarar fari í önnur störf vegna lágra launa. Forseti menntavísindasviðs Háskóla Íslands vonar að breytingarnar leiði til aukinnar aðsóknar í námið. Menntamálaráðherra kynnti í gær hugmyndir um að gera fimmta árið í kennaranámi að launuðu vettvangsnámi og að hluti af námslánum kennaranema gæti orðið að styrk. Eru þetta aðgerðir sem eiga að bregðast við kennaraskorti í landinu.Stærri aðgerðir nauðsynlegar „Aðsókn á náminu hefur minnkað og við þurfum að koma til móts við það og þetta er einn þátturinn í því,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra meðal annars kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Frá því að kennaranámið var lengt úr þremur árum í fimm árið 2009 hefur nýnemum farið fækkandi og er mikill kennaraskortur yfirvofandi. Formaður Félags grunnskólakennara segir hugmyndirnar ágætar en að fleira þurfi að koma til. „Þetta leysir ekki kennaraskortinn sem við erum að horfa fram á. Það er alveg öruggt en til lengri tíma litið er þetta auðvitað skref sem þarf að taka. En það þarf að fara í miklu stærri aðgerðir til að leysa kennaraskortinn,“ segir Ólafur Loftsson formaður Félags grunnskólakennara. Jóhanna Einarsdóttir, forseti menntavísindasviðs Háskóla Íslands.Stöð 2Vantar 300 kennara í dag Hugmyndirnar eiga við um allt kennaranám og vonast Jóhanna Einarsdóttir forseti menntavísindasviðs Háskóla Íslands til þetta auki aðsóknina sem hefur verið frekar dræm. „Sérstaklega í grunnskólakennaranáminu og leikskólakennaranáminu, að þá hefur fækkað þannig þetta er svona leið til þess að laða fleiri að því að fara í kennaranám,“ segir Jóhanna. Hvorki Jóhönnu né Ólafi finnst að stytta ætti námið aftur en þegar það var lengt var helst vísað til þess að samræma þyrfti uppbyggingu háskólanáms. Ólafur bendir á að fjölmargir menntaðir kennarar sem hafi ýmist tekið þriggja eða fimm ára nám starfi ekki við fagið og telur að lausnin við kennaraskorti hljóti að felast í kjarabótum. „Það vantar í dag sennilega um 300 kennara og þeir eru annars staðar. Það eru 5.000 manns þarna úti sem gætu starfað við þetta en eru að gera eitthvað annað. Sumir í menntakerfinu og sumir annars staðar. Launin eru auðvitað þessi stærsti afgerandi þáttur,“ segir Ólafur. Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Launað vettvangsnám er leið til að fá kennara fyrr til starfa Vilji er til þess bæði á meðal Sambands íslenskra sveitarfélaga og háskólanna að breyta kennaranámi. Nemendur á fimmta ári verði í launuðu vettvangsnámi. Hugmyndin byggist á vinnu samstarfshóps sem hefur starfað saman í þrjú ár. 27. mars 2018 06:00 Skoða að gera fimmta árið í náminu að launuðu starfsnámi Mikill kennaraskortur í grunnskólum er yfirvofandi á næstum árum sökum þess að dregið hefur úr nýliðun. 26. mars 2018 20:17 Kennarar fái tæpa milljón Launahækkanir kennara og lögreglumanna eru mikilvægari en nýjar skattalækkanir. 23. mars 2018 06:00 Kemur ekki til greina að stytta leikskólakennaranámið Menntamálaráðherra segir að styrkja þurfi umgjörðina um kennarann á öllum skólastigum. 26. mars 2018 16:00 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Formaður Félags grunnskólakennara segir hugmyndir um breytingar á kennaranámi ekki leysa kennaraskortinn. Fjölmargir menntaðir kennarar fari í önnur störf vegna lágra launa. Forseti menntavísindasviðs Háskóla Íslands vonar að breytingarnar leiði til aukinnar aðsóknar í námið. Menntamálaráðherra kynnti í gær hugmyndir um að gera fimmta árið í kennaranámi að launuðu vettvangsnámi og að hluti af námslánum kennaranema gæti orðið að styrk. Eru þetta aðgerðir sem eiga að bregðast við kennaraskorti í landinu.Stærri aðgerðir nauðsynlegar „Aðsókn á náminu hefur minnkað og við þurfum að koma til móts við það og þetta er einn þátturinn í því,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra meðal annars kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Frá því að kennaranámið var lengt úr þremur árum í fimm árið 2009 hefur nýnemum farið fækkandi og er mikill kennaraskortur yfirvofandi. Formaður Félags grunnskólakennara segir hugmyndirnar ágætar en að fleira þurfi að koma til. „Þetta leysir ekki kennaraskortinn sem við erum að horfa fram á. Það er alveg öruggt en til lengri tíma litið er þetta auðvitað skref sem þarf að taka. En það þarf að fara í miklu stærri aðgerðir til að leysa kennaraskortinn,“ segir Ólafur Loftsson formaður Félags grunnskólakennara. Jóhanna Einarsdóttir, forseti menntavísindasviðs Háskóla Íslands.Stöð 2Vantar 300 kennara í dag Hugmyndirnar eiga við um allt kennaranám og vonast Jóhanna Einarsdóttir forseti menntavísindasviðs Háskóla Íslands til þetta auki aðsóknina sem hefur verið frekar dræm. „Sérstaklega í grunnskólakennaranáminu og leikskólakennaranáminu, að þá hefur fækkað þannig þetta er svona leið til þess að laða fleiri að því að fara í kennaranám,“ segir Jóhanna. Hvorki Jóhönnu né Ólafi finnst að stytta ætti námið aftur en þegar það var lengt var helst vísað til þess að samræma þyrfti uppbyggingu háskólanáms. Ólafur bendir á að fjölmargir menntaðir kennarar sem hafi ýmist tekið þriggja eða fimm ára nám starfi ekki við fagið og telur að lausnin við kennaraskorti hljóti að felast í kjarabótum. „Það vantar í dag sennilega um 300 kennara og þeir eru annars staðar. Það eru 5.000 manns þarna úti sem gætu starfað við þetta en eru að gera eitthvað annað. Sumir í menntakerfinu og sumir annars staðar. Launin eru auðvitað þessi stærsti afgerandi þáttur,“ segir Ólafur.
Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Launað vettvangsnám er leið til að fá kennara fyrr til starfa Vilji er til þess bæði á meðal Sambands íslenskra sveitarfélaga og háskólanna að breyta kennaranámi. Nemendur á fimmta ári verði í launuðu vettvangsnámi. Hugmyndin byggist á vinnu samstarfshóps sem hefur starfað saman í þrjú ár. 27. mars 2018 06:00 Skoða að gera fimmta árið í náminu að launuðu starfsnámi Mikill kennaraskortur í grunnskólum er yfirvofandi á næstum árum sökum þess að dregið hefur úr nýliðun. 26. mars 2018 20:17 Kennarar fái tæpa milljón Launahækkanir kennara og lögreglumanna eru mikilvægari en nýjar skattalækkanir. 23. mars 2018 06:00 Kemur ekki til greina að stytta leikskólakennaranámið Menntamálaráðherra segir að styrkja þurfi umgjörðina um kennarann á öllum skólastigum. 26. mars 2018 16:00 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Launað vettvangsnám er leið til að fá kennara fyrr til starfa Vilji er til þess bæði á meðal Sambands íslenskra sveitarfélaga og háskólanna að breyta kennaranámi. Nemendur á fimmta ári verði í launuðu vettvangsnámi. Hugmyndin byggist á vinnu samstarfshóps sem hefur starfað saman í þrjú ár. 27. mars 2018 06:00
Skoða að gera fimmta árið í náminu að launuðu starfsnámi Mikill kennaraskortur í grunnskólum er yfirvofandi á næstum árum sökum þess að dregið hefur úr nýliðun. 26. mars 2018 20:17
Kennarar fái tæpa milljón Launahækkanir kennara og lögreglumanna eru mikilvægari en nýjar skattalækkanir. 23. mars 2018 06:00
Kemur ekki til greina að stytta leikskólakennaranámið Menntamálaráðherra segir að styrkja þurfi umgjörðina um kennarann á öllum skólastigum. 26. mars 2018 16:00