Segir að hugmyndir um breytingar á kennaranámi muni ekki leysa kennaraskortinn Sunna Sæmundsdóttir og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 27. mars 2018 21:00 Formaður Félags grunnskólakennara segir hugmyndir um breytingar á kennaranámi ekki leysa kennaraskortinn. Fjölmargir menntaðir kennarar fari í önnur störf vegna lágra launa. Forseti menntavísindasviðs Háskóla Íslands vonar að breytingarnar leiði til aukinnar aðsóknar í námið. Menntamálaráðherra kynnti í gær hugmyndir um að gera fimmta árið í kennaranámi að launuðu vettvangsnámi og að hluti af námslánum kennaranema gæti orðið að styrk. Eru þetta aðgerðir sem eiga að bregðast við kennaraskorti í landinu.Stærri aðgerðir nauðsynlegar „Aðsókn á náminu hefur minnkað og við þurfum að koma til móts við það og þetta er einn þátturinn í því,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra meðal annars kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Frá því að kennaranámið var lengt úr þremur árum í fimm árið 2009 hefur nýnemum farið fækkandi og er mikill kennaraskortur yfirvofandi. Formaður Félags grunnskólakennara segir hugmyndirnar ágætar en að fleira þurfi að koma til. „Þetta leysir ekki kennaraskortinn sem við erum að horfa fram á. Það er alveg öruggt en til lengri tíma litið er þetta auðvitað skref sem þarf að taka. En það þarf að fara í miklu stærri aðgerðir til að leysa kennaraskortinn,“ segir Ólafur Loftsson formaður Félags grunnskólakennara. Jóhanna Einarsdóttir, forseti menntavísindasviðs Háskóla Íslands.Stöð 2Vantar 300 kennara í dag Hugmyndirnar eiga við um allt kennaranám og vonast Jóhanna Einarsdóttir forseti menntavísindasviðs Háskóla Íslands til þetta auki aðsóknina sem hefur verið frekar dræm. „Sérstaklega í grunnskólakennaranáminu og leikskólakennaranáminu, að þá hefur fækkað þannig þetta er svona leið til þess að laða fleiri að því að fara í kennaranám,“ segir Jóhanna. Hvorki Jóhönnu né Ólafi finnst að stytta ætti námið aftur en þegar það var lengt var helst vísað til þess að samræma þyrfti uppbyggingu háskólanáms. Ólafur bendir á að fjölmargir menntaðir kennarar sem hafi ýmist tekið þriggja eða fimm ára nám starfi ekki við fagið og telur að lausnin við kennaraskorti hljóti að felast í kjarabótum. „Það vantar í dag sennilega um 300 kennara og þeir eru annars staðar. Það eru 5.000 manns þarna úti sem gætu starfað við þetta en eru að gera eitthvað annað. Sumir í menntakerfinu og sumir annars staðar. Launin eru auðvitað þessi stærsti afgerandi þáttur,“ segir Ólafur. Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Launað vettvangsnám er leið til að fá kennara fyrr til starfa Vilji er til þess bæði á meðal Sambands íslenskra sveitarfélaga og háskólanna að breyta kennaranámi. Nemendur á fimmta ári verði í launuðu vettvangsnámi. Hugmyndin byggist á vinnu samstarfshóps sem hefur starfað saman í þrjú ár. 27. mars 2018 06:00 Skoða að gera fimmta árið í náminu að launuðu starfsnámi Mikill kennaraskortur í grunnskólum er yfirvofandi á næstum árum sökum þess að dregið hefur úr nýliðun. 26. mars 2018 20:17 Kennarar fái tæpa milljón Launahækkanir kennara og lögreglumanna eru mikilvægari en nýjar skattalækkanir. 23. mars 2018 06:00 Kemur ekki til greina að stytta leikskólakennaranámið Menntamálaráðherra segir að styrkja þurfi umgjörðina um kennarann á öllum skólastigum. 26. mars 2018 16:00 Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Fleiri fréttir „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Sjá meira
Formaður Félags grunnskólakennara segir hugmyndir um breytingar á kennaranámi ekki leysa kennaraskortinn. Fjölmargir menntaðir kennarar fari í önnur störf vegna lágra launa. Forseti menntavísindasviðs Háskóla Íslands vonar að breytingarnar leiði til aukinnar aðsóknar í námið. Menntamálaráðherra kynnti í gær hugmyndir um að gera fimmta árið í kennaranámi að launuðu vettvangsnámi og að hluti af námslánum kennaranema gæti orðið að styrk. Eru þetta aðgerðir sem eiga að bregðast við kennaraskorti í landinu.Stærri aðgerðir nauðsynlegar „Aðsókn á náminu hefur minnkað og við þurfum að koma til móts við það og þetta er einn þátturinn í því,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra meðal annars kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Frá því að kennaranámið var lengt úr þremur árum í fimm árið 2009 hefur nýnemum farið fækkandi og er mikill kennaraskortur yfirvofandi. Formaður Félags grunnskólakennara segir hugmyndirnar ágætar en að fleira þurfi að koma til. „Þetta leysir ekki kennaraskortinn sem við erum að horfa fram á. Það er alveg öruggt en til lengri tíma litið er þetta auðvitað skref sem þarf að taka. En það þarf að fara í miklu stærri aðgerðir til að leysa kennaraskortinn,“ segir Ólafur Loftsson formaður Félags grunnskólakennara. Jóhanna Einarsdóttir, forseti menntavísindasviðs Háskóla Íslands.Stöð 2Vantar 300 kennara í dag Hugmyndirnar eiga við um allt kennaranám og vonast Jóhanna Einarsdóttir forseti menntavísindasviðs Háskóla Íslands til þetta auki aðsóknina sem hefur verið frekar dræm. „Sérstaklega í grunnskólakennaranáminu og leikskólakennaranáminu, að þá hefur fækkað þannig þetta er svona leið til þess að laða fleiri að því að fara í kennaranám,“ segir Jóhanna. Hvorki Jóhönnu né Ólafi finnst að stytta ætti námið aftur en þegar það var lengt var helst vísað til þess að samræma þyrfti uppbyggingu háskólanáms. Ólafur bendir á að fjölmargir menntaðir kennarar sem hafi ýmist tekið þriggja eða fimm ára nám starfi ekki við fagið og telur að lausnin við kennaraskorti hljóti að felast í kjarabótum. „Það vantar í dag sennilega um 300 kennara og þeir eru annars staðar. Það eru 5.000 manns þarna úti sem gætu starfað við þetta en eru að gera eitthvað annað. Sumir í menntakerfinu og sumir annars staðar. Launin eru auðvitað þessi stærsti afgerandi þáttur,“ segir Ólafur.
Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Launað vettvangsnám er leið til að fá kennara fyrr til starfa Vilji er til þess bæði á meðal Sambands íslenskra sveitarfélaga og háskólanna að breyta kennaranámi. Nemendur á fimmta ári verði í launuðu vettvangsnámi. Hugmyndin byggist á vinnu samstarfshóps sem hefur starfað saman í þrjú ár. 27. mars 2018 06:00 Skoða að gera fimmta árið í náminu að launuðu starfsnámi Mikill kennaraskortur í grunnskólum er yfirvofandi á næstum árum sökum þess að dregið hefur úr nýliðun. 26. mars 2018 20:17 Kennarar fái tæpa milljón Launahækkanir kennara og lögreglumanna eru mikilvægari en nýjar skattalækkanir. 23. mars 2018 06:00 Kemur ekki til greina að stytta leikskólakennaranámið Menntamálaráðherra segir að styrkja þurfi umgjörðina um kennarann á öllum skólastigum. 26. mars 2018 16:00 Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Fleiri fréttir „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Sjá meira
Launað vettvangsnám er leið til að fá kennara fyrr til starfa Vilji er til þess bæði á meðal Sambands íslenskra sveitarfélaga og háskólanna að breyta kennaranámi. Nemendur á fimmta ári verði í launuðu vettvangsnámi. Hugmyndin byggist á vinnu samstarfshóps sem hefur starfað saman í þrjú ár. 27. mars 2018 06:00
Skoða að gera fimmta árið í náminu að launuðu starfsnámi Mikill kennaraskortur í grunnskólum er yfirvofandi á næstum árum sökum þess að dregið hefur úr nýliðun. 26. mars 2018 20:17
Kennarar fái tæpa milljón Launahækkanir kennara og lögreglumanna eru mikilvægari en nýjar skattalækkanir. 23. mars 2018 06:00
Kemur ekki til greina að stytta leikskólakennaranámið Menntamálaráðherra segir að styrkja þurfi umgjörðina um kennarann á öllum skólastigum. 26. mars 2018 16:00