Fólk getur sleppt fram af sér beislinu Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 28. mars 2018 05:59 Nanna og Meg segja Rauðu ljóðakvöldin hafa spurst vel út og þátttakendum fjölgar með hverju kvöldi. Vísir/ANTON „Þema kvöldsins er Dauðasyndirnar sjö og um 30 manns koma að dagskránni. Við blöndum saman ólíkum listformum því við viljum laða að okkur fólk sem færi ekki á venjulegan ljóðalestur,“ segir Meg Matich, skáld og þýðandi, um ljóðakvöldið Rauða skáldahúsið sem haldið verður í Iðnó á skírdag milli klukkan 20 og 23. Aðalskáld kvöldsins er Sjón en auk hans stíga níu skáld á svið og bjóða líka upp á einkalestur. Þetta er fjórða kvöldið undir hatti Rauða skáldahússins á einu ári. Matich kveðst hafa komið með hugmyndina hingað til lands frá New York. „Í Bandaríkjunum voru sett upp „ljóðavændishús“ á nítjándu öld sem skáld og listamenn af öllu tagi sóttu. Þangað er titillinn sóttur,“ segir hún. „Þessi starfsemi náði trúlega ekki til Íslands,“ segir Nanna Gunnarsdóttir hjá viðburðafyrirtækinu Huldufugli sem heldur utan um dagskrána og rekur hana aðeins nánar. „Við erum með skáld, sirkuslistafólk, dansara og hljómsveitir. Svo er ég maddama hússins, tek á móti fólki og útskýri reglurnar. Þetta líkist því að koma inn í kabaretthús frá því fyrr á öldinni í Berlín eða París. Gestir sitja ekkert fastir í sínu sæti heldur ganga um og blanda geði við listafólk og aðra gesti. Iðnó er okkar staður, með skemmtilegan karakter og sögu og hentar okkur mjög vel, við fáum að nota allar þrjár hæðirnar. Aðsóknin hefur aukist með hverri sýningu, sama fólkið kemur aftur og aftur og svo bætist við hópinn, þannig að sýningarnar spyrjast vel út.“ Nanna segir gestina gjarnan klæða sig upp á, það sé samt engin skylda. „Síðast vorum við með grímuball og þá voru eiginlega allir með grímur. Fólk kemst í ham. Mér finnst rosa skemmtilegt hvernig Rauða skáldahúsið hefur þróast á síðasta ári, bæði af því öll ljóðskáldin eru í karakter, nema aðalskáldið og við stjórnendurnir erum það líka. Svo myndast tengsl milli karaktera sem við höfum ekki skipulagt.“ Þær Nanna og Meg segja kvöldið geta talist djarft en benda á að stærsta sýningin í Borgarleikhúsinu núna sé Rocky Horror. „Við dönsum svolítið á sömu línu og það er eftirspurn eftir því. Fólk getur svolítið sleppt fram af sér beislinu,“ segir Nanna. „Það veit ekki alveg við hverju á að búast þegar það kemur en svo vill það ekki fara þegar sýningin endar.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Sjá meira
„Þema kvöldsins er Dauðasyndirnar sjö og um 30 manns koma að dagskránni. Við blöndum saman ólíkum listformum því við viljum laða að okkur fólk sem færi ekki á venjulegan ljóðalestur,“ segir Meg Matich, skáld og þýðandi, um ljóðakvöldið Rauða skáldahúsið sem haldið verður í Iðnó á skírdag milli klukkan 20 og 23. Aðalskáld kvöldsins er Sjón en auk hans stíga níu skáld á svið og bjóða líka upp á einkalestur. Þetta er fjórða kvöldið undir hatti Rauða skáldahússins á einu ári. Matich kveðst hafa komið með hugmyndina hingað til lands frá New York. „Í Bandaríkjunum voru sett upp „ljóðavændishús“ á nítjándu öld sem skáld og listamenn af öllu tagi sóttu. Þangað er titillinn sóttur,“ segir hún. „Þessi starfsemi náði trúlega ekki til Íslands,“ segir Nanna Gunnarsdóttir hjá viðburðafyrirtækinu Huldufugli sem heldur utan um dagskrána og rekur hana aðeins nánar. „Við erum með skáld, sirkuslistafólk, dansara og hljómsveitir. Svo er ég maddama hússins, tek á móti fólki og útskýri reglurnar. Þetta líkist því að koma inn í kabaretthús frá því fyrr á öldinni í Berlín eða París. Gestir sitja ekkert fastir í sínu sæti heldur ganga um og blanda geði við listafólk og aðra gesti. Iðnó er okkar staður, með skemmtilegan karakter og sögu og hentar okkur mjög vel, við fáum að nota allar þrjár hæðirnar. Aðsóknin hefur aukist með hverri sýningu, sama fólkið kemur aftur og aftur og svo bætist við hópinn, þannig að sýningarnar spyrjast vel út.“ Nanna segir gestina gjarnan klæða sig upp á, það sé samt engin skylda. „Síðast vorum við með grímuball og þá voru eiginlega allir með grímur. Fólk kemst í ham. Mér finnst rosa skemmtilegt hvernig Rauða skáldahúsið hefur þróast á síðasta ári, bæði af því öll ljóðskáldin eru í karakter, nema aðalskáldið og við stjórnendurnir erum það líka. Svo myndast tengsl milli karaktera sem við höfum ekki skipulagt.“ Þær Nanna og Meg segja kvöldið geta talist djarft en benda á að stærsta sýningin í Borgarleikhúsinu núna sé Rocky Horror. „Við dönsum svolítið á sömu línu og það er eftirspurn eftir því. Fólk getur svolítið sleppt fram af sér beislinu,“ segir Nanna. „Það veit ekki alveg við hverju á að búast þegar það kemur en svo vill það ekki fara þegar sýningin endar.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Sjá meira