Maurar skriðu út úr farangurshólfinu Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. mars 2018 07:36 Farþegar þurftu að skilja allan farangur eftir í vélinni. VÍSIR/STEINGRÍMUR Flugvél á vegum WOW-air var sett í sóttkví í nokkrar klukkustundir á flugbraut í Montreal í gær eftir að eftirlitsmenn höfðu rekið augun í fjölda maura í vélinni. Vélin hafði verið að fljúga frá Íslandi og eftir um nokkra klukkustunda flug varð uppi fótur og fit að sögn farþega, sem kanadíski miðillinn CBC ræddi við. Maurar tóku að skríða úr farangurshólfinu fyrir ofan eina sætaröðina og olli það nokkru uppnámi í vélinni. Þegar hún svo að lokum lenti í Montreal bað flugstjóri vélarinnar alla um að halda kyrru fyrir í sætum sínum. Eftir um tvær klukkustundir var farþegum svo tilkynnt að þeir þyrftu að skilja allan farangur eftir í vélinni, svo sem yfirhafnir, veski og bakpoka. „Eftir allt ferlið þurftum við að yfirgefa völlinn í stuttermabol,“ er haft eftir farþeganum Marco Lavecchia. „Þau gáfu okkur teppi og vatnsflösku.“ Heilbrigðisyfirvöld í Kanada segja í samtali við kanadíska miðla að þau hafi sett sig í samband við skordýrafræðinga til að fá úr því skorið hvaða maurategund hafði gert sig heimakomna í vélinni. Þau undirstrika að farþegum hafi ekki staðið nein hætta af maurunum og þau vinni nú í því að eyða öllum leifum af þeim úr vélinni. Til þess verði þau að úða eitri um allt farþegarýmið og á allan farangur. WOW-Air segir í samtali við CBC að unnið sé að málinu „eftir hefðbundnum aðferðum.“ Flugfélagið hefur þurft að fella niður flugferð sem fyrirhuguð var frá Montreal með sömu vél. WOW segist nú vinna í því að koma öllum farþegum sem áttu bókaða ferð með vélinni á áfangastað. Fréttir af flugi Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Erlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Tíu hús á Stöðvarfirði orðið fyrir skemmdum Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Innlent Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Tíu hús á Stöðvarfirði orðið fyrir skemmdum Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Sjá meira
Flugvél á vegum WOW-air var sett í sóttkví í nokkrar klukkustundir á flugbraut í Montreal í gær eftir að eftirlitsmenn höfðu rekið augun í fjölda maura í vélinni. Vélin hafði verið að fljúga frá Íslandi og eftir um nokkra klukkustunda flug varð uppi fótur og fit að sögn farþega, sem kanadíski miðillinn CBC ræddi við. Maurar tóku að skríða úr farangurshólfinu fyrir ofan eina sætaröðina og olli það nokkru uppnámi í vélinni. Þegar hún svo að lokum lenti í Montreal bað flugstjóri vélarinnar alla um að halda kyrru fyrir í sætum sínum. Eftir um tvær klukkustundir var farþegum svo tilkynnt að þeir þyrftu að skilja allan farangur eftir í vélinni, svo sem yfirhafnir, veski og bakpoka. „Eftir allt ferlið þurftum við að yfirgefa völlinn í stuttermabol,“ er haft eftir farþeganum Marco Lavecchia. „Þau gáfu okkur teppi og vatnsflösku.“ Heilbrigðisyfirvöld í Kanada segja í samtali við kanadíska miðla að þau hafi sett sig í samband við skordýrafræðinga til að fá úr því skorið hvaða maurategund hafði gert sig heimakomna í vélinni. Þau undirstrika að farþegum hafi ekki staðið nein hætta af maurunum og þau vinni nú í því að eyða öllum leifum af þeim úr vélinni. Til þess verði þau að úða eitri um allt farþegarýmið og á allan farangur. WOW-Air segir í samtali við CBC að unnið sé að málinu „eftir hefðbundnum aðferðum.“ Flugfélagið hefur þurft að fella niður flugferð sem fyrirhuguð var frá Montreal með sömu vél. WOW segist nú vinna í því að koma öllum farþegum sem áttu bókaða ferð með vélinni á áfangastað.
Fréttir af flugi Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Erlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Tíu hús á Stöðvarfirði orðið fyrir skemmdum Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Innlent Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Tíu hús á Stöðvarfirði orðið fyrir skemmdum Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Sjá meira