Mario Kempes: Messi getur ekki spilað í marki, í vörn, á vængnum og skorað mörkin líka Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. mars 2018 09:00 Lionel Messi. Vísir/Getty Argentínumenn fengu slæma útreið í gærkvöldi aðeins 78 dögum fyrir HM þegar liðið tapaði 6-1 fyrir Spáni. Liðið var án Messi en það skýrir samt ekki niðurlæginguna í gær. Mario Kempes, markakóngur HM og heimsmeistari 1978, var fenginn til að segja sitt álit á frammistöðu liðsins í gær en hann skoraði tvö af sex mörkum sínum í keppninni fyrir 40 árum í 3-1 sigri á Hollandi í úrslitaleiknum. „Ég var bjartsýnn eftir fyrri hálfleikinn því þeir voru ekki að spila illa. Seinni hálfleikurinn var aftur á móti stórslys. Í seinni hálfleiknum litu þeir út eins og ellefu menn sem þekktust ekki neitt,“ sagði Mario Kempes."The chance that Higuain got today, that with Juventus, 51 times out of 50, he scores it. I don’t know what happens to him with Argentina." -Kempes Full translated quotes by Argentina coach Sampaoli, Jorge Valdano, Mario Kempes, Roberto Ayala and more. https://t.co/JiMHPnbkzN — Roy Nemer (@RoyNemer) March 28, 2018 Gonzalo Higuaín klúðraði algjöru dauðafæri í leiknum en landsliðsþjálfarinn vill frekar nota hann en unga og ferska menn eins og þá Paulo Dybala og Mauro Icardi sem eru raða inn mörkum á Ítalíu. „Færið sem Higuaín fékk í gær er færi sem hann skorar úr í 51 skipti af 50 þegar hann er í búningi Juventus. Ég veit ekki hvað gerist í framhaldinu með hann og argentínska landsliðið,“ sagði Mario Kempes. Lionel Messi lék ekki með argentínska landsliðinu í gær vegna meiðsla. „Messi getur gjörbreytt liði með því að koma inn á völlinn en hann getur ekki spilað í marki, í vörn, á vængnum og skorað mörkin líka. Það er bara einn Messi en fótbolti er spilaður með ellefu mönnum,“ sagði Kempes. „Icardi er leikmaður sem getur nýst liðinu vel og ég veit ekki af hverju Sampaoli valdi habnn ekki. Hann lék ekki illa á móti Úrúgvæ,“ sagði Kempes en Mauro Icardi hefur raðað inn mörkum hjá Internazionale á Ítalíu. „Þetta landslið okkar þarf nýtt blóð. Fyrir marga þessa leikmenn þá er þetta þeirra síðasta heimsmeistarakeppni. Við þurfum að fá nýja leikmenn inn,“ sagði Kempes. „Í sambandi við marga af þessum leikmönnum sem eru í byrunarliðinu þá þarf nauðsynlega hrista þá aðeins til svo þeir sofni ekki,“ sagði Kempes. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ Körfubolti „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn „Ég tek þetta bara á mig“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Glórulaus tækling Gylfa Þórs Nálægt því að vera skúrkurinn en stóð uppi sem hetjan Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar „Margir með margar afsakanir af hverju þeir mæta ekki á völlinn“ LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram Lyftu sér upp í annað sætið „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord Sjá meira
Argentínumenn fengu slæma útreið í gærkvöldi aðeins 78 dögum fyrir HM þegar liðið tapaði 6-1 fyrir Spáni. Liðið var án Messi en það skýrir samt ekki niðurlæginguna í gær. Mario Kempes, markakóngur HM og heimsmeistari 1978, var fenginn til að segja sitt álit á frammistöðu liðsins í gær en hann skoraði tvö af sex mörkum sínum í keppninni fyrir 40 árum í 3-1 sigri á Hollandi í úrslitaleiknum. „Ég var bjartsýnn eftir fyrri hálfleikinn því þeir voru ekki að spila illa. Seinni hálfleikurinn var aftur á móti stórslys. Í seinni hálfleiknum litu þeir út eins og ellefu menn sem þekktust ekki neitt,“ sagði Mario Kempes."The chance that Higuain got today, that with Juventus, 51 times out of 50, he scores it. I don’t know what happens to him with Argentina." -Kempes Full translated quotes by Argentina coach Sampaoli, Jorge Valdano, Mario Kempes, Roberto Ayala and more. https://t.co/JiMHPnbkzN — Roy Nemer (@RoyNemer) March 28, 2018 Gonzalo Higuaín klúðraði algjöru dauðafæri í leiknum en landsliðsþjálfarinn vill frekar nota hann en unga og ferska menn eins og þá Paulo Dybala og Mauro Icardi sem eru raða inn mörkum á Ítalíu. „Færið sem Higuaín fékk í gær er færi sem hann skorar úr í 51 skipti af 50 þegar hann er í búningi Juventus. Ég veit ekki hvað gerist í framhaldinu með hann og argentínska landsliðið,“ sagði Mario Kempes. Lionel Messi lék ekki með argentínska landsliðinu í gær vegna meiðsla. „Messi getur gjörbreytt liði með því að koma inn á völlinn en hann getur ekki spilað í marki, í vörn, á vængnum og skorað mörkin líka. Það er bara einn Messi en fótbolti er spilaður með ellefu mönnum,“ sagði Kempes. „Icardi er leikmaður sem getur nýst liðinu vel og ég veit ekki af hverju Sampaoli valdi habnn ekki. Hann lék ekki illa á móti Úrúgvæ,“ sagði Kempes en Mauro Icardi hefur raðað inn mörkum hjá Internazionale á Ítalíu. „Þetta landslið okkar þarf nýtt blóð. Fyrir marga þessa leikmenn þá er þetta þeirra síðasta heimsmeistarakeppni. Við þurfum að fá nýja leikmenn inn,“ sagði Kempes. „Í sambandi við marga af þessum leikmönnum sem eru í byrunarliðinu þá þarf nauðsynlega hrista þá aðeins til svo þeir sofni ekki,“ sagði Kempes.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ Körfubolti „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn „Ég tek þetta bara á mig“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Glórulaus tækling Gylfa Þórs Nálægt því að vera skúrkurinn en stóð uppi sem hetjan Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar „Margir með margar afsakanir af hverju þeir mæta ekki á völlinn“ LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram Lyftu sér upp í annað sætið „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord Sjá meira