Var rekinn úr BDSM-samtökum fyrir að vera of rólegur Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. mars 2018 11:27 Danski uppfinningamaðurinn Peter Madsen. Vísir/AFP Danski uppfinningmaðurinn Peter Madsen, sem ákærður er fyrir að hafa myrt sænsku blaðakonuna Kim Wall, var rekinn úr dönskum BDSM-samtökum fyrir að vera of rólegur og taka ekki virkan þátt. Þetta kom fram í svörum vitnis við réttarhöldin yfir Madsen, sem halda áfram í dag. Sjöundi dagur réttarhaldanna yfir Madsen hófst í dag og eins og áður er þeim lýst í beinni textalýsingu á vef danska ríkisútvarpsins. Fyrsta vitni dagsins var karlmaður, sem sat í stjórn samtakanna „Det Sorte Selskab“ eða „Svarta félagsins“, í hverjum Madsen var félagsmaður um aldamótin 2000. Samtökin eru fyrir fólk sem leitast eftir því að stunda svokallað BDSM-kynlíf, sem samkvæmt heimasíðu BDSM á Íslandi snýst um „valdaskipti og/eða blæti á einn eða annan hátt,“ og hittust félagsmenn reglulega til þeirrar ástundunar. Vitnið sagði Madsen hafa verið meðlimur í samtökunum í stuttan tíma en að hann hafi verið rekinn vegna þess að hann virtist „yfirvegaður og rólegur maður, sem lét fara vel um sig og fylgdist með. Hann virtist frekar vera áhugasamur en virkilega knúinn áfram af losta.“Sjá einnig: Sagður hafa boðið ungum konum ítrekað út í kafbátinnÁður hefur komið fram að Madsen hafi verið „heillaður af dauðanum.“ Fjölmörg myndbönd, sem fundist hafa í síma og tölvu Madsens, hafa verið sýnd við réttarhöldin og innihalda þau flest gróft ofbeldi og misþyrmingar af einhverju tagi. Þá hefur Madsen sjálfur leikið í klámmyndum, að því er fram kom í framburði eins vitnis í vikunni, og hann er auk þess sagður hafa viljað taka upp svokallaða „snuff“-mynd með konu í kafbáti sínum. Í slíkri mynd deyr einhver í alvörunni. Peter Madsen er grunaður um að hafa myrt Kim Wall í kafbáti sínum í ágúst síðastliðnum. Hann er þar að auki ákærður fyrir kynferðisbrot, að vanvirða lík og að brjóta öryggisreglur um siglingar. Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Sagður hafa boðið ungum konum ítrekað út í kafbátinn Sjötti dagur réttarhaldanna yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen, sem ákærður er fyrir að hafa orðið sænsku fréttakonunni Kim Wall að bana, hófst í dag. 27. mars 2018 10:51 „Ég fór út og ældi og hugsaði ekki um þetta í tíu ár“ Vitni, sem yfirheyrð hafa verið í réttarhöldunum yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen í dag, sögðu Madsen hafa haft myndbönd sem sýna fólk deyja í fórum sínum. 26. mars 2018 12:17 Lýsti Madsen sem manni sem væri heillaður af dauðanum Réttarhöldin yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen halda áfram í Kaupmannahöfn í dag. 26. mars 2018 11:31 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Konan er fundin Innlent Fleiri fréttir Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Sjá meira
Danski uppfinningmaðurinn Peter Madsen, sem ákærður er fyrir að hafa myrt sænsku blaðakonuna Kim Wall, var rekinn úr dönskum BDSM-samtökum fyrir að vera of rólegur og taka ekki virkan þátt. Þetta kom fram í svörum vitnis við réttarhöldin yfir Madsen, sem halda áfram í dag. Sjöundi dagur réttarhaldanna yfir Madsen hófst í dag og eins og áður er þeim lýst í beinni textalýsingu á vef danska ríkisútvarpsins. Fyrsta vitni dagsins var karlmaður, sem sat í stjórn samtakanna „Det Sorte Selskab“ eða „Svarta félagsins“, í hverjum Madsen var félagsmaður um aldamótin 2000. Samtökin eru fyrir fólk sem leitast eftir því að stunda svokallað BDSM-kynlíf, sem samkvæmt heimasíðu BDSM á Íslandi snýst um „valdaskipti og/eða blæti á einn eða annan hátt,“ og hittust félagsmenn reglulega til þeirrar ástundunar. Vitnið sagði Madsen hafa verið meðlimur í samtökunum í stuttan tíma en að hann hafi verið rekinn vegna þess að hann virtist „yfirvegaður og rólegur maður, sem lét fara vel um sig og fylgdist með. Hann virtist frekar vera áhugasamur en virkilega knúinn áfram af losta.“Sjá einnig: Sagður hafa boðið ungum konum ítrekað út í kafbátinnÁður hefur komið fram að Madsen hafi verið „heillaður af dauðanum.“ Fjölmörg myndbönd, sem fundist hafa í síma og tölvu Madsens, hafa verið sýnd við réttarhöldin og innihalda þau flest gróft ofbeldi og misþyrmingar af einhverju tagi. Þá hefur Madsen sjálfur leikið í klámmyndum, að því er fram kom í framburði eins vitnis í vikunni, og hann er auk þess sagður hafa viljað taka upp svokallaða „snuff“-mynd með konu í kafbáti sínum. Í slíkri mynd deyr einhver í alvörunni. Peter Madsen er grunaður um að hafa myrt Kim Wall í kafbáti sínum í ágúst síðastliðnum. Hann er þar að auki ákærður fyrir kynferðisbrot, að vanvirða lík og að brjóta öryggisreglur um siglingar.
Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Sagður hafa boðið ungum konum ítrekað út í kafbátinn Sjötti dagur réttarhaldanna yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen, sem ákærður er fyrir að hafa orðið sænsku fréttakonunni Kim Wall að bana, hófst í dag. 27. mars 2018 10:51 „Ég fór út og ældi og hugsaði ekki um þetta í tíu ár“ Vitni, sem yfirheyrð hafa verið í réttarhöldunum yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen í dag, sögðu Madsen hafa haft myndbönd sem sýna fólk deyja í fórum sínum. 26. mars 2018 12:17 Lýsti Madsen sem manni sem væri heillaður af dauðanum Réttarhöldin yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen halda áfram í Kaupmannahöfn í dag. 26. mars 2018 11:31 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Konan er fundin Innlent Fleiri fréttir Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Sjá meira
Sagður hafa boðið ungum konum ítrekað út í kafbátinn Sjötti dagur réttarhaldanna yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen, sem ákærður er fyrir að hafa orðið sænsku fréttakonunni Kim Wall að bana, hófst í dag. 27. mars 2018 10:51
„Ég fór út og ældi og hugsaði ekki um þetta í tíu ár“ Vitni, sem yfirheyrð hafa verið í réttarhöldunum yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen í dag, sögðu Madsen hafa haft myndbönd sem sýna fólk deyja í fórum sínum. 26. mars 2018 12:17
Lýsti Madsen sem manni sem væri heillaður af dauðanum Réttarhöldin yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen halda áfram í Kaupmannahöfn í dag. 26. mars 2018 11:31