Einræðisríkið einmana kemur út úr skelinni Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 28. mars 2018 20:00 „Kim Jong-Un, formaður Verkamannaflokks Kóreu og formaður utanríkismálanefndar Alþýðulýðveldis Kóreu fór í óopinbera heimsókn til Kína frá 25 til 28 mars,“ sagði Ri Chun-hee, sem gjarnan er kölluð bleika konan, á sinn sérstæða máta í ríkisfréttatíma Norður Kóreu eftir að opinberað var um fund leiðtogans og Xi Jinping, forseta Kína. Þetta er í fyrsta sinn sem Kim Jong Un, leiðtogi einræðisríkisins einmana fer út fyrir landsteinana frá því að hann tók við embætti árið 2011 og þykir vera til marks um þýðu í samskiptum ríkisins við nágranna sína. Xi-Jingping hafði eftir leiðtoganum að hann telji horfurnar á Kóreuskaga mun betri en áður og að friðarumleitanir geti skilað árangri að þessu sinni. Þá sé hann tilbúinn til viðræðna um kjarnorkuafvopnun Kóreuskaga en kjarnorkuáætlun Norður Kóreu hefur verið ein helsta ástæða ástæða þess að önnur ríki hafa beitt Norður Kóreu þvingunaraðgerðum."Konan í bleiku" tilkynnti Norður Kóreubúum um að leiðtoginn hefði í fyrsta sinn yfirgefið landið frá því að hann tók við árið 2011.Mynd/SkjáskotEnnfremur segist leiðtoginn tilbúinn í viðræður við Bandaríkin á þeim forsendum að friðarumleitanir einkennist af frið og trausti. Hann hlakki til að funda með Bandaríkjaforseta en sá fundir gæti hugsanlega farið fram í Maí. Í apríl stendur til að hann fundi með Moon Jae-In., forseta Suður-Kóreu. Líklegt þykir að hann hafi sótt fund Kínaforseta til að leitast eftir stuðningi fyrir komandi friðarumleitanir enda gott að hafa hauk í horni líkt og Suður Kórea hefur í bandamönnum sínum í Washington. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði þá á Twitter í dag að hann hefði fengið skilaboð frá Kínaforseta eftir fundinn og að hann fagni áfanganum. Hann hlakki einnig til fundarins með Kim en þangað til að árangur næst í samningaviðræðum þurfi þvingunarúrræði, því miður, að vera enn til staðar.Donald Trump, Bandaríkjaforseti, fagnar áfanganum.Vísir/skjáskotÞað vakti mikla athygli þegar skilaboð komu frá leiðtoga Norður Kóreu um að hann hefði áhuga á friðarumleitunum. Þíða í samskiptum Norður og Suður Kóreu hófst á Ólympíuleikunum í Peongcheng í Suður Kóreu fyrr á árinu. Ólympíukeppendur ríkjanna beggja kepptu meðal annars undir sameiningarfána Kóreu auk þess sem systir leiðtogans, Kim Yo-Jong, sendi nágrönnunum í suðri vingjarnleg skilaboð fyrir hönd bróður síns. Hingað til hefur Kim Jong-Un treyst á einangrun ríkisins og kjarnorkuvopnaáætlunina til að halda andstæðingum í hæfilegri fjarlægð og hefur reynt að forðast mistök annarra sem haf verið í álíka stöðu. Saddam Hussein, fyrrverandi forseta Írak var til að mynda steypt af stóli vegna þess að Bandaríkin töldu hann halda gereyðingarvopn. Muammar Gaddafi, leiðtogi Líbíu, samþykkti þá að hætta við kjarnorkuáætlun sína en var fyrir vikið steypt af stóli af uppreisnarmönnum studdum af Bandaríkjunum. Kim fjölskyldan hefur fram að þessu forðast sömu mistök og talið að fjandsamleg utanríkisstefna og ógnandi tilburðir tryggi þeim áframhaldandi tangarhald á ríki sínu. Því vakti það furðu og athygli að leiðtoginn skyldi mýkjast svo gagnvart óvinveittum ríkjum. Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
„Kim Jong-Un, formaður Verkamannaflokks Kóreu og formaður utanríkismálanefndar Alþýðulýðveldis Kóreu fór í óopinbera heimsókn til Kína frá 25 til 28 mars,“ sagði Ri Chun-hee, sem gjarnan er kölluð bleika konan, á sinn sérstæða máta í ríkisfréttatíma Norður Kóreu eftir að opinberað var um fund leiðtogans og Xi Jinping, forseta Kína. Þetta er í fyrsta sinn sem Kim Jong Un, leiðtogi einræðisríkisins einmana fer út fyrir landsteinana frá því að hann tók við embætti árið 2011 og þykir vera til marks um þýðu í samskiptum ríkisins við nágranna sína. Xi-Jingping hafði eftir leiðtoganum að hann telji horfurnar á Kóreuskaga mun betri en áður og að friðarumleitanir geti skilað árangri að þessu sinni. Þá sé hann tilbúinn til viðræðna um kjarnorkuafvopnun Kóreuskaga en kjarnorkuáætlun Norður Kóreu hefur verið ein helsta ástæða ástæða þess að önnur ríki hafa beitt Norður Kóreu þvingunaraðgerðum."Konan í bleiku" tilkynnti Norður Kóreubúum um að leiðtoginn hefði í fyrsta sinn yfirgefið landið frá því að hann tók við árið 2011.Mynd/SkjáskotEnnfremur segist leiðtoginn tilbúinn í viðræður við Bandaríkin á þeim forsendum að friðarumleitanir einkennist af frið og trausti. Hann hlakki til að funda með Bandaríkjaforseta en sá fundir gæti hugsanlega farið fram í Maí. Í apríl stendur til að hann fundi með Moon Jae-In., forseta Suður-Kóreu. Líklegt þykir að hann hafi sótt fund Kínaforseta til að leitast eftir stuðningi fyrir komandi friðarumleitanir enda gott að hafa hauk í horni líkt og Suður Kórea hefur í bandamönnum sínum í Washington. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði þá á Twitter í dag að hann hefði fengið skilaboð frá Kínaforseta eftir fundinn og að hann fagni áfanganum. Hann hlakki einnig til fundarins með Kim en þangað til að árangur næst í samningaviðræðum þurfi þvingunarúrræði, því miður, að vera enn til staðar.Donald Trump, Bandaríkjaforseti, fagnar áfanganum.Vísir/skjáskotÞað vakti mikla athygli þegar skilaboð komu frá leiðtoga Norður Kóreu um að hann hefði áhuga á friðarumleitunum. Þíða í samskiptum Norður og Suður Kóreu hófst á Ólympíuleikunum í Peongcheng í Suður Kóreu fyrr á árinu. Ólympíukeppendur ríkjanna beggja kepptu meðal annars undir sameiningarfána Kóreu auk þess sem systir leiðtogans, Kim Yo-Jong, sendi nágrönnunum í suðri vingjarnleg skilaboð fyrir hönd bróður síns. Hingað til hefur Kim Jong-Un treyst á einangrun ríkisins og kjarnorkuvopnaáætlunina til að halda andstæðingum í hæfilegri fjarlægð og hefur reynt að forðast mistök annarra sem haf verið í álíka stöðu. Saddam Hussein, fyrrverandi forseta Írak var til að mynda steypt af stóli vegna þess að Bandaríkin töldu hann halda gereyðingarvopn. Muammar Gaddafi, leiðtogi Líbíu, samþykkti þá að hætta við kjarnorkuáætlun sína en var fyrir vikið steypt af stóli af uppreisnarmönnum studdum af Bandaríkjunum. Kim fjölskyldan hefur fram að þessu forðast sömu mistök og talið að fjandsamleg utanríkisstefna og ógnandi tilburðir tryggi þeim áframhaldandi tangarhald á ríki sínu. Því vakti það furðu og athygli að leiðtoginn skyldi mýkjast svo gagnvart óvinveittum ríkjum.
Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira