Stjarnan fór með sigur af hólmi gegn Njarðvík í Dominos deild kvenna í kvöld en Danielle Victoria Rodriguez skoraði hvorki meira né minna en 46 stig í leiknum, tók 12 fráköst og gaf 9 stoðsendingar.
Það var jafnræði með liðinum í fyrri hálfleiknum og voru það gestirnir frá Njarðvík sem voru með forystuna fyrstu tvo leikhlutana og var staðan 30-34 í hlé.
Í seinni hálfleiknum tók Stjarnan völdin á vellinum og fór Danielle fyrir liði sínu. Lokatölur voru 77-64 fyrir Stjörnunni sem situr nú í 4. sæti deildarinnar með 24 stig á meðan Njarðvík er í neðsta sæti án stiga.
Keflavík og Breiðablik mættust einnig í dag þar sem Keflavík vann sigur 80-72. Eftir leikinn er Keflavík í 3. sæti með 30 stig en Breiðablik í 6. sæti með 20 stig.
Danielle með stórleik í sigri Stjörnunnar
Dagur Lárusson skrifar

Mest lesið



Grealish og Foden líður ekki vel
Enski boltinn


Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld
Íslenski boltinn




