Sýrlenski stjórnarherinn hefur umkringt Douma Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 10. mars 2018 23:30 Stjórnarhermenn í Austur-Ghouta. Vísir/AFP Sýrlenski stjórnarherinn hefur einangrað borgina Douma frá öðrum hlutum Austur-Ghouta, sem er á valdi uppreisnarmanna. The Guardian greinir frá. Svæðinu hefur þar með verið skipt í þrennt en stjórnarherinn hefur einnig umkringt bæinn Harasta sem er í grennd við Douma. Yfir eitt þúsund almennir borgarar eru fallnir í Austur-Ghouta svæðinu í Sýrlandi frá því að sýrlenski stjórnarherinn hóf loftárásir á svæðið fyrir tæpum þremur vikum. Þeirra á meðal eru 215 börn. Austur-Ghouta er byggðarlag umhverfis Damaskus en Sameinuðu þjóðirnar áætla að um 400 þúsund manns búi á svæðinu.Brýn nauðsyn er fyrir hjálpargögn í austurhluta Ghouta þar sem óbreyttir borgarar hafa fallið og liðið ómældar þjáningar síðustu vikur.Vísir/AFPRússar tilkynntu að stjórnarherinn hyggðist gera daglegt fimm klukkustunda hlé á árásunum á Austur-Ghouta skömmu eftir að loftárásir Sýrlandshers hófust. Markmið vopnahléanna var að gefa almennum borgurum tækifæri til þess að flýja og að greiða götu hjálparsamtaka inn á svæðið. Þessar fyrirskipanir Rússa hafa ekki verið virtar en greint hefur verið frá því að sprengjur hafi haldið áfram að falla meðan á vopnahlé átti að standa. Stjórnarherinn hefur sömuleiðis algjörlega hundsað þrjátíu daga vopnahlé sem samþykkt var einróma á fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna þann 24. febrúar. Þá hefur illa gengið fyrir hjálparsamtök að koma neyðargögnum á svæðið vegna þess að vopnahlé hafa verið virt að vettugi og því hefur takmörkuð hjálp borist þeim sem innlyksa eru á svæðinu. Bashar al-Assad Sýrlandsforseti vill hins vegar meina að uppreisnarmenn hindri með virkum hætti flóttaleiðir almennings og varaði við „lygum í fréttaflutningi“ af árásunum í yfirlýsingu í sýrlenska sjónvarpinu. Sameinuðu þjóðirnar hafa fordæmt árásirnar en aðalritari þeirra, Antonio Guterres, fullyrti að svæðið væri sem „helvíti á jörðu“. Sýrland Tengdar fréttir Frekari neyðarsendingum til Ghouta frestað Rauði krossins vísar til síbreytilegra aðstæðna á vettvangi og harðnandi átaka. 8. mars 2018 10:28 Árásirnar hættu ekki Fyrsta daglega pásan á átökunum í Austur-Ghouta gagnaðist engum. Rússar segja engan hafa flúið. Assad-liðar og uppreisnarmenn benda hvorir á aðra. 28. febrúar 2018 06:00 Stjórnarliðar streymdu inn í Austur-Ghouta Önnur daglega fimm klukkustunda pásan á átökunum í Austur-Ghouta, nærri höfuðborginni Damaskus í Sýrlandi, stóð ekki undir nafni frekar en sú fyrsta. 1. mars 2018 06:00 Hjálparsamtök ekki fengið að flytja nauðsynjar til Ghouta í dag Bílalest sem flytja átti nauðsynjar á vegum Sameinuðu þjóðanna til austurhluta Ghouta í dag hefur ekki fengið leyfi til að fara inn á svæðið. 4. mars 2018 14:32 Kljúfa Austur-Ghouta í tvennt Stjórnarherinn er nálægt því að kljúfa Austur-Ghouta í tvennt og hefur tekið næstum helming svæðisins. Nærri 800 hafa fallið í átökum nýverið og hundruð hermanna til viðbótar komu til Austur-Ghouta í gær. 8. mars 2018 06:00 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Sjá meira
Sýrlenski stjórnarherinn hefur einangrað borgina Douma frá öðrum hlutum Austur-Ghouta, sem er á valdi uppreisnarmanna. The Guardian greinir frá. Svæðinu hefur þar með verið skipt í þrennt en stjórnarherinn hefur einnig umkringt bæinn Harasta sem er í grennd við Douma. Yfir eitt þúsund almennir borgarar eru fallnir í Austur-Ghouta svæðinu í Sýrlandi frá því að sýrlenski stjórnarherinn hóf loftárásir á svæðið fyrir tæpum þremur vikum. Þeirra á meðal eru 215 börn. Austur-Ghouta er byggðarlag umhverfis Damaskus en Sameinuðu þjóðirnar áætla að um 400 þúsund manns búi á svæðinu.Brýn nauðsyn er fyrir hjálpargögn í austurhluta Ghouta þar sem óbreyttir borgarar hafa fallið og liðið ómældar þjáningar síðustu vikur.Vísir/AFPRússar tilkynntu að stjórnarherinn hyggðist gera daglegt fimm klukkustunda hlé á árásunum á Austur-Ghouta skömmu eftir að loftárásir Sýrlandshers hófust. Markmið vopnahléanna var að gefa almennum borgurum tækifæri til þess að flýja og að greiða götu hjálparsamtaka inn á svæðið. Þessar fyrirskipanir Rússa hafa ekki verið virtar en greint hefur verið frá því að sprengjur hafi haldið áfram að falla meðan á vopnahlé átti að standa. Stjórnarherinn hefur sömuleiðis algjörlega hundsað þrjátíu daga vopnahlé sem samþykkt var einróma á fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna þann 24. febrúar. Þá hefur illa gengið fyrir hjálparsamtök að koma neyðargögnum á svæðið vegna þess að vopnahlé hafa verið virt að vettugi og því hefur takmörkuð hjálp borist þeim sem innlyksa eru á svæðinu. Bashar al-Assad Sýrlandsforseti vill hins vegar meina að uppreisnarmenn hindri með virkum hætti flóttaleiðir almennings og varaði við „lygum í fréttaflutningi“ af árásunum í yfirlýsingu í sýrlenska sjónvarpinu. Sameinuðu þjóðirnar hafa fordæmt árásirnar en aðalritari þeirra, Antonio Guterres, fullyrti að svæðið væri sem „helvíti á jörðu“.
Sýrland Tengdar fréttir Frekari neyðarsendingum til Ghouta frestað Rauði krossins vísar til síbreytilegra aðstæðna á vettvangi og harðnandi átaka. 8. mars 2018 10:28 Árásirnar hættu ekki Fyrsta daglega pásan á átökunum í Austur-Ghouta gagnaðist engum. Rússar segja engan hafa flúið. Assad-liðar og uppreisnarmenn benda hvorir á aðra. 28. febrúar 2018 06:00 Stjórnarliðar streymdu inn í Austur-Ghouta Önnur daglega fimm klukkustunda pásan á átökunum í Austur-Ghouta, nærri höfuðborginni Damaskus í Sýrlandi, stóð ekki undir nafni frekar en sú fyrsta. 1. mars 2018 06:00 Hjálparsamtök ekki fengið að flytja nauðsynjar til Ghouta í dag Bílalest sem flytja átti nauðsynjar á vegum Sameinuðu þjóðanna til austurhluta Ghouta í dag hefur ekki fengið leyfi til að fara inn á svæðið. 4. mars 2018 14:32 Kljúfa Austur-Ghouta í tvennt Stjórnarherinn er nálægt því að kljúfa Austur-Ghouta í tvennt og hefur tekið næstum helming svæðisins. Nærri 800 hafa fallið í átökum nýverið og hundruð hermanna til viðbótar komu til Austur-Ghouta í gær. 8. mars 2018 06:00 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Sjá meira
Frekari neyðarsendingum til Ghouta frestað Rauði krossins vísar til síbreytilegra aðstæðna á vettvangi og harðnandi átaka. 8. mars 2018 10:28
Árásirnar hættu ekki Fyrsta daglega pásan á átökunum í Austur-Ghouta gagnaðist engum. Rússar segja engan hafa flúið. Assad-liðar og uppreisnarmenn benda hvorir á aðra. 28. febrúar 2018 06:00
Stjórnarliðar streymdu inn í Austur-Ghouta Önnur daglega fimm klukkustunda pásan á átökunum í Austur-Ghouta, nærri höfuðborginni Damaskus í Sýrlandi, stóð ekki undir nafni frekar en sú fyrsta. 1. mars 2018 06:00
Hjálparsamtök ekki fengið að flytja nauðsynjar til Ghouta í dag Bílalest sem flytja átti nauðsynjar á vegum Sameinuðu þjóðanna til austurhluta Ghouta í dag hefur ekki fengið leyfi til að fara inn á svæðið. 4. mars 2018 14:32
Kljúfa Austur-Ghouta í tvennt Stjórnarherinn er nálægt því að kljúfa Austur-Ghouta í tvennt og hefur tekið næstum helming svæðisins. Nærri 800 hafa fallið í átökum nýverið og hundruð hermanna til viðbótar komu til Austur-Ghouta í gær. 8. mars 2018 06:00