Pútín skipar fyrir um fimm klukkustunda daglegt vopnahlé í Ghouta Hersir Aron Ólafsson og Þórdís Valsdóttir skrifa 26. febrúar 2018 22:49 Vladimir Pútín Rússlandsforseti vill að gert verði daglegt fimm klukkustunda hlé á árásum á Ghouta-svæðið í Sýrlandi. Árásir Sýrlandshers á svæðið hafa haldið áfram undanfarna daga, þrátt fyrir ályktun um vopnahlé sem samþykkt var í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna á laugardag. Talið er að yfir 550 manns hafi látist á síðustu átta dögum í árásum á Ghouta-svæðið í grennd við höfuðborgina Damaskus. Talið er að á meðal þeirra séu um annað hundrað börn. Hátt í fjögur hundruð þúsund saklausir borgarar sitja fastir í Ghouta en svæðið lýtur stjórn uppreisnarmanna. Sýrlandsher hefur ekki látið samhljóða ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, um þrjátíu daga vopnahlé, stöðva sig í að gera nánast linnulausar árásir á svæðið. Sýrlensk stjórnvöld njóta stuðnings Rússa í baráttu sinni við uppreisnarmenn en með tillögu sinni vill Pútín gefa saklausum borgurum færi á að flýja heimili sín. Þannig er að því stefnt að gert verði hlé á sprengjuflóðinu á milli klukkan níu á morgnanna og tvö um eftirmiðdaginn, frá og með morgundeginum. Starfsmenn og sjálfboðaliðar Rauða hálfmánans í Sýrlandi munu aðstoða þá sem hyggjast flýja heimili sín í Ghouta með því að dreifa upplýsingum í gegnum SMS-skilaboð, myndbönd og með bæklingum. Þá munu þeir hjálpa við að koma í gagnið svokölluðum „mannúðlegum gangi“ sem borgarar geta nýtt til þess að flýja.Svæðið sem „helvíti á jörðu“ Heilbrigðisstarfsmenn hafa greint frá því að nokkur fjöldi sjúklinga, þar á meðal börn, hafi sýnt einkenni sem benda til þess að efnavopn hafa verið notuð í árásir. Þetta hefur þó ekki verið staðfest en Rússar segja að um fals-fréttir sé að ræða. Antonio Guterres aðalritari Sameinuðu þjóðanna sagði í dag að svæðið væri „sem helvíti á jörðu“. „Austur-Ghouta getur ekki beðið, það er löngu tímabært að stöðva þetta helvíti á jörð,“ sagði Guterres í dag. Sýrland Tengdar fréttir Öryggisráðið samþykkir 30 daga vopnahlé í Sýrlandi Vopnahléið á að hefjast tafarlaust en það veltur á að Rússar fái Assad Sýrlandsforseti til að virða það. 24. febrúar 2018 19:33 Hryllingurinn heldur áfram í Sýrlandi Sprengjum rigndi enn á íbúa Austur-Ghouta í gær og fórust tugir. Öryggisráðið ræðir um þrjátíu daga vopnahlé. Stríðið í Sýrlandi verður sífellt flóknara og fleiri aðilar dragast inn í átökin. 23. febrúar 2018 06:00 Loftárásir á Ghouta þrátt fyrir vopnahlé Gerðar voru loftárásir á Ghouta héraðið í útjaðri Damaskus í gær og í morgun þrátt fyrir að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafi í gær samþykkt þrjátíu daga vopnahlé í Sýrlandi. 25. febrúar 2018 14:40 Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Sjá meira
Vladimir Pútín Rússlandsforseti vill að gert verði daglegt fimm klukkustunda hlé á árásum á Ghouta-svæðið í Sýrlandi. Árásir Sýrlandshers á svæðið hafa haldið áfram undanfarna daga, þrátt fyrir ályktun um vopnahlé sem samþykkt var í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna á laugardag. Talið er að yfir 550 manns hafi látist á síðustu átta dögum í árásum á Ghouta-svæðið í grennd við höfuðborgina Damaskus. Talið er að á meðal þeirra séu um annað hundrað börn. Hátt í fjögur hundruð þúsund saklausir borgarar sitja fastir í Ghouta en svæðið lýtur stjórn uppreisnarmanna. Sýrlandsher hefur ekki látið samhljóða ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, um þrjátíu daga vopnahlé, stöðva sig í að gera nánast linnulausar árásir á svæðið. Sýrlensk stjórnvöld njóta stuðnings Rússa í baráttu sinni við uppreisnarmenn en með tillögu sinni vill Pútín gefa saklausum borgurum færi á að flýja heimili sín. Þannig er að því stefnt að gert verði hlé á sprengjuflóðinu á milli klukkan níu á morgnanna og tvö um eftirmiðdaginn, frá og með morgundeginum. Starfsmenn og sjálfboðaliðar Rauða hálfmánans í Sýrlandi munu aðstoða þá sem hyggjast flýja heimili sín í Ghouta með því að dreifa upplýsingum í gegnum SMS-skilaboð, myndbönd og með bæklingum. Þá munu þeir hjálpa við að koma í gagnið svokölluðum „mannúðlegum gangi“ sem borgarar geta nýtt til þess að flýja.Svæðið sem „helvíti á jörðu“ Heilbrigðisstarfsmenn hafa greint frá því að nokkur fjöldi sjúklinga, þar á meðal börn, hafi sýnt einkenni sem benda til þess að efnavopn hafa verið notuð í árásir. Þetta hefur þó ekki verið staðfest en Rússar segja að um fals-fréttir sé að ræða. Antonio Guterres aðalritari Sameinuðu þjóðanna sagði í dag að svæðið væri „sem helvíti á jörðu“. „Austur-Ghouta getur ekki beðið, það er löngu tímabært að stöðva þetta helvíti á jörð,“ sagði Guterres í dag.
Sýrland Tengdar fréttir Öryggisráðið samþykkir 30 daga vopnahlé í Sýrlandi Vopnahléið á að hefjast tafarlaust en það veltur á að Rússar fái Assad Sýrlandsforseti til að virða það. 24. febrúar 2018 19:33 Hryllingurinn heldur áfram í Sýrlandi Sprengjum rigndi enn á íbúa Austur-Ghouta í gær og fórust tugir. Öryggisráðið ræðir um þrjátíu daga vopnahlé. Stríðið í Sýrlandi verður sífellt flóknara og fleiri aðilar dragast inn í átökin. 23. febrúar 2018 06:00 Loftárásir á Ghouta þrátt fyrir vopnahlé Gerðar voru loftárásir á Ghouta héraðið í útjaðri Damaskus í gær og í morgun þrátt fyrir að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafi í gær samþykkt þrjátíu daga vopnahlé í Sýrlandi. 25. febrúar 2018 14:40 Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Sjá meira
Öryggisráðið samþykkir 30 daga vopnahlé í Sýrlandi Vopnahléið á að hefjast tafarlaust en það veltur á að Rússar fái Assad Sýrlandsforseti til að virða það. 24. febrúar 2018 19:33
Hryllingurinn heldur áfram í Sýrlandi Sprengjum rigndi enn á íbúa Austur-Ghouta í gær og fórust tugir. Öryggisráðið ræðir um þrjátíu daga vopnahlé. Stríðið í Sýrlandi verður sífellt flóknara og fleiri aðilar dragast inn í átökin. 23. febrúar 2018 06:00
Loftárásir á Ghouta þrátt fyrir vopnahlé Gerðar voru loftárásir á Ghouta héraðið í útjaðri Damaskus í gær og í morgun þrátt fyrir að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafi í gær samþykkt þrjátíu daga vopnahlé í Sýrlandi. 25. febrúar 2018 14:40