Menntamálastofnun veiti aðgang að samræmdu prófi Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 12. mars 2018 07:00 Páll Hilmarsson kvartaði til úrskurðarnefndar um upplýsingamál eftir að Menntamálastofnun hafnaði beiðni hans um aðgang að samræmdu prófi sem lagt var fyrir son hans í fjórða bekk. Vísir/Vilhelm „Eitt af helstu markmiðum samræmdra prófa er að aðstoða skóla, foreldra, menntakerfið og samfélagið í heild við að bæta skólastarf og ef við höfum ekki aðgang að mælitækjunum þá fellur það markmið náttúrulega um sjálft sig,“ segir Páll Hilmarsson sem kvartaði til úrskurðarnefndar um upplýsingamál eftir að Menntamálastofnun hafnaði beiðni hans um aðgang að samræmdu prófi sem lagt var fyrir son hans í fjórða bekk. Í reglugerð, um framkvæmd samræmdra prófa, sem sett var í tíð Kristjáns Þórs Júlíussonar, er tiltekið að Menntamálastofnun sé heimilt að útbúa svokallaðan prófabanka og í þeim tilgangi er prófi skipt í tvennt, annars vegar eru spurningar og hins vegar svör. Stofnuninni er samkvæmt reglugerðinni, ekki skylt að veita aðgang að spurningunum heldur einungis svörunum. „Mér finnst ekki boðlegt að það sé hægt að leggja próf fyrir börn og bjóða síðan bæði mér og skólanum að segja: Þessu tiltekna barni gekk svona og svona. Við spurningu nr. 4 gaf barnið svarið sex og við spurningu nr. 7 gaf barnið svarið átta, en þú færð ekki að sjá spurninguna.“ Úrskurðarnefndin tók mál Páls fyrir og óskaði upplýsinga frá Menntamálastofnun sem vísaði til annarrar synjunar á samskonar beiðni, sem væri einnig til meðferðar hjá úrskurðarnefndinni. Þá var í svari stofnunarinnar vísað til 10. gr. upplýsingalaga sem tiltekur meðal annars próf sem heimilt er að undanskilja frá rétti borgaranna til upplýsinga. Páll telur reglugerð ráðherra og svör Menntamálastofnunar stangast á við upplýsingalög enda beri að túlka ákvæði 10. gr. laganna þannig að próf geti aðeins verið undanþegin þessum rétti borgaranna þangað til þau eru lögð fyrir. Eftir það eigi að veita aðgang að þeim. Páll bendir einnig á 27. gr. grunnskólalaga sem tiltekur að nemendur og foreldrar eigi rétt á upplýsingum um niðurstöður mats, matsaðferðir og mælitæki við mat á árangri og framförum nemenda. Í nýlegum úrskurði úrskurðarnefndarinnar um aðgang að eldri prófum var ekki fallist á þau rök Háskóla Íslands að þar sem prófin breyttust mjög lítillega milli ára myndi aðgangur að eldri prófum hafa það í för með sér að prófin yrðu þýðingarlaus eða næðu ekki árangri sínum þar sem þau væru á almannavitorði. Í niðurstöðu nefndarinnar segir hins vegar að umrædd próf, geti ekki talist fyrirhuguð í skilningi laganna og aukin vinna við gerð nýrra prófa geti ekki vikið frá meginreglu um aðgang borgara að upplýsingum. Háskólanum var því gert að veita aðgang að umbeðnum prófum. Páll hefur beðið niðurstöðu nefndarinnar frá því í nóvember. Hann vísar til fyrri úrskurða nefndarinnar og er bjartsýnn á að nefndin úrskurði sér í vil. Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira
„Eitt af helstu markmiðum samræmdra prófa er að aðstoða skóla, foreldra, menntakerfið og samfélagið í heild við að bæta skólastarf og ef við höfum ekki aðgang að mælitækjunum þá fellur það markmið náttúrulega um sjálft sig,“ segir Páll Hilmarsson sem kvartaði til úrskurðarnefndar um upplýsingamál eftir að Menntamálastofnun hafnaði beiðni hans um aðgang að samræmdu prófi sem lagt var fyrir son hans í fjórða bekk. Í reglugerð, um framkvæmd samræmdra prófa, sem sett var í tíð Kristjáns Þórs Júlíussonar, er tiltekið að Menntamálastofnun sé heimilt að útbúa svokallaðan prófabanka og í þeim tilgangi er prófi skipt í tvennt, annars vegar eru spurningar og hins vegar svör. Stofnuninni er samkvæmt reglugerðinni, ekki skylt að veita aðgang að spurningunum heldur einungis svörunum. „Mér finnst ekki boðlegt að það sé hægt að leggja próf fyrir börn og bjóða síðan bæði mér og skólanum að segja: Þessu tiltekna barni gekk svona og svona. Við spurningu nr. 4 gaf barnið svarið sex og við spurningu nr. 7 gaf barnið svarið átta, en þú færð ekki að sjá spurninguna.“ Úrskurðarnefndin tók mál Páls fyrir og óskaði upplýsinga frá Menntamálastofnun sem vísaði til annarrar synjunar á samskonar beiðni, sem væri einnig til meðferðar hjá úrskurðarnefndinni. Þá var í svari stofnunarinnar vísað til 10. gr. upplýsingalaga sem tiltekur meðal annars próf sem heimilt er að undanskilja frá rétti borgaranna til upplýsinga. Páll telur reglugerð ráðherra og svör Menntamálastofnunar stangast á við upplýsingalög enda beri að túlka ákvæði 10. gr. laganna þannig að próf geti aðeins verið undanþegin þessum rétti borgaranna þangað til þau eru lögð fyrir. Eftir það eigi að veita aðgang að þeim. Páll bendir einnig á 27. gr. grunnskólalaga sem tiltekur að nemendur og foreldrar eigi rétt á upplýsingum um niðurstöður mats, matsaðferðir og mælitæki við mat á árangri og framförum nemenda. Í nýlegum úrskurði úrskurðarnefndarinnar um aðgang að eldri prófum var ekki fallist á þau rök Háskóla Íslands að þar sem prófin breyttust mjög lítillega milli ára myndi aðgangur að eldri prófum hafa það í för með sér að prófin yrðu þýðingarlaus eða næðu ekki árangri sínum þar sem þau væru á almannavitorði. Í niðurstöðu nefndarinnar segir hins vegar að umrædd próf, geti ekki talist fyrirhuguð í skilningi laganna og aukin vinna við gerð nýrra prófa geti ekki vikið frá meginreglu um aðgang borgara að upplýsingum. Háskólanum var því gert að veita aðgang að umbeðnum prófum. Páll hefur beðið niðurstöðu nefndarinnar frá því í nóvember. Hann vísar til fyrri úrskurða nefndarinnar og er bjartsýnn á að nefndin úrskurði sér í vil.
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira