Menntamálastofnun veiti aðgang að samræmdu prófi Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 12. mars 2018 07:00 Páll Hilmarsson kvartaði til úrskurðarnefndar um upplýsingamál eftir að Menntamálastofnun hafnaði beiðni hans um aðgang að samræmdu prófi sem lagt var fyrir son hans í fjórða bekk. Vísir/Vilhelm „Eitt af helstu markmiðum samræmdra prófa er að aðstoða skóla, foreldra, menntakerfið og samfélagið í heild við að bæta skólastarf og ef við höfum ekki aðgang að mælitækjunum þá fellur það markmið náttúrulega um sjálft sig,“ segir Páll Hilmarsson sem kvartaði til úrskurðarnefndar um upplýsingamál eftir að Menntamálastofnun hafnaði beiðni hans um aðgang að samræmdu prófi sem lagt var fyrir son hans í fjórða bekk. Í reglugerð, um framkvæmd samræmdra prófa, sem sett var í tíð Kristjáns Þórs Júlíussonar, er tiltekið að Menntamálastofnun sé heimilt að útbúa svokallaðan prófabanka og í þeim tilgangi er prófi skipt í tvennt, annars vegar eru spurningar og hins vegar svör. Stofnuninni er samkvæmt reglugerðinni, ekki skylt að veita aðgang að spurningunum heldur einungis svörunum. „Mér finnst ekki boðlegt að það sé hægt að leggja próf fyrir börn og bjóða síðan bæði mér og skólanum að segja: Þessu tiltekna barni gekk svona og svona. Við spurningu nr. 4 gaf barnið svarið sex og við spurningu nr. 7 gaf barnið svarið átta, en þú færð ekki að sjá spurninguna.“ Úrskurðarnefndin tók mál Páls fyrir og óskaði upplýsinga frá Menntamálastofnun sem vísaði til annarrar synjunar á samskonar beiðni, sem væri einnig til meðferðar hjá úrskurðarnefndinni. Þá var í svari stofnunarinnar vísað til 10. gr. upplýsingalaga sem tiltekur meðal annars próf sem heimilt er að undanskilja frá rétti borgaranna til upplýsinga. Páll telur reglugerð ráðherra og svör Menntamálastofnunar stangast á við upplýsingalög enda beri að túlka ákvæði 10. gr. laganna þannig að próf geti aðeins verið undanþegin þessum rétti borgaranna þangað til þau eru lögð fyrir. Eftir það eigi að veita aðgang að þeim. Páll bendir einnig á 27. gr. grunnskólalaga sem tiltekur að nemendur og foreldrar eigi rétt á upplýsingum um niðurstöður mats, matsaðferðir og mælitæki við mat á árangri og framförum nemenda. Í nýlegum úrskurði úrskurðarnefndarinnar um aðgang að eldri prófum var ekki fallist á þau rök Háskóla Íslands að þar sem prófin breyttust mjög lítillega milli ára myndi aðgangur að eldri prófum hafa það í för með sér að prófin yrðu þýðingarlaus eða næðu ekki árangri sínum þar sem þau væru á almannavitorði. Í niðurstöðu nefndarinnar segir hins vegar að umrædd próf, geti ekki talist fyrirhuguð í skilningi laganna og aukin vinna við gerð nýrra prófa geti ekki vikið frá meginreglu um aðgang borgara að upplýsingum. Háskólanum var því gert að veita aðgang að umbeðnum prófum. Páll hefur beðið niðurstöðu nefndarinnar frá því í nóvember. Hann vísar til fyrri úrskurða nefndarinnar og er bjartsýnn á að nefndin úrskurði sér í vil. Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira
„Eitt af helstu markmiðum samræmdra prófa er að aðstoða skóla, foreldra, menntakerfið og samfélagið í heild við að bæta skólastarf og ef við höfum ekki aðgang að mælitækjunum þá fellur það markmið náttúrulega um sjálft sig,“ segir Páll Hilmarsson sem kvartaði til úrskurðarnefndar um upplýsingamál eftir að Menntamálastofnun hafnaði beiðni hans um aðgang að samræmdu prófi sem lagt var fyrir son hans í fjórða bekk. Í reglugerð, um framkvæmd samræmdra prófa, sem sett var í tíð Kristjáns Þórs Júlíussonar, er tiltekið að Menntamálastofnun sé heimilt að útbúa svokallaðan prófabanka og í þeim tilgangi er prófi skipt í tvennt, annars vegar eru spurningar og hins vegar svör. Stofnuninni er samkvæmt reglugerðinni, ekki skylt að veita aðgang að spurningunum heldur einungis svörunum. „Mér finnst ekki boðlegt að það sé hægt að leggja próf fyrir börn og bjóða síðan bæði mér og skólanum að segja: Þessu tiltekna barni gekk svona og svona. Við spurningu nr. 4 gaf barnið svarið sex og við spurningu nr. 7 gaf barnið svarið átta, en þú færð ekki að sjá spurninguna.“ Úrskurðarnefndin tók mál Páls fyrir og óskaði upplýsinga frá Menntamálastofnun sem vísaði til annarrar synjunar á samskonar beiðni, sem væri einnig til meðferðar hjá úrskurðarnefndinni. Þá var í svari stofnunarinnar vísað til 10. gr. upplýsingalaga sem tiltekur meðal annars próf sem heimilt er að undanskilja frá rétti borgaranna til upplýsinga. Páll telur reglugerð ráðherra og svör Menntamálastofnunar stangast á við upplýsingalög enda beri að túlka ákvæði 10. gr. laganna þannig að próf geti aðeins verið undanþegin þessum rétti borgaranna þangað til þau eru lögð fyrir. Eftir það eigi að veita aðgang að þeim. Páll bendir einnig á 27. gr. grunnskólalaga sem tiltekur að nemendur og foreldrar eigi rétt á upplýsingum um niðurstöður mats, matsaðferðir og mælitæki við mat á árangri og framförum nemenda. Í nýlegum úrskurði úrskurðarnefndarinnar um aðgang að eldri prófum var ekki fallist á þau rök Háskóla Íslands að þar sem prófin breyttust mjög lítillega milli ára myndi aðgangur að eldri prófum hafa það í för með sér að prófin yrðu þýðingarlaus eða næðu ekki árangri sínum þar sem þau væru á almannavitorði. Í niðurstöðu nefndarinnar segir hins vegar að umrædd próf, geti ekki talist fyrirhuguð í skilningi laganna og aukin vinna við gerð nýrra prófa geti ekki vikið frá meginreglu um aðgang borgara að upplýsingum. Háskólanum var því gert að veita aðgang að umbeðnum prófum. Páll hefur beðið niðurstöðu nefndarinnar frá því í nóvember. Hann vísar til fyrri úrskurða nefndarinnar og er bjartsýnn á að nefndin úrskurði sér í vil.
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira