Engin svör borist frá Norður-Kóreu vegna fundarins með Trump Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. mars 2018 08:34 Það voru embættismenn frá Suður-Kóreu sem komu þeim skilaboðum til Trump að Kim Jong-un vildi funda með honum. vísir/getty Yfirvöld í Suður-Kóreu segja að þeim hafi ekki borist nein svör frá yfirvöldum í Norður-Kóreu vegna fyrirhugaðs funds leiðtoga ríkisins, Kim Jong-un, með forseta Bandaríkjanna, Donald Trump. Talsmaður suður-kóreskra yfirvalda segir að ekkert opinbert svar hafi borist frá Norður-Kóreu vegna fundarins en kveðst telja að yfirvöld þar í landi vilji nálgast málið af varfærni og taka sér tíma til þess að ákveða næstu skref. Það kom flestum í opna skjöldu þegar fréttir bárust af því síðastliðinn fimmtudag að Trump hefði samþykkt boð Kim Jong-un um leiðtogafund. Boðið barst til Trump frá Kim í gegnum embættismenn frá Suður-Kóreu sem segja leiðtoga Norður-Kóreu reiðubúinn til að losa sig við kjarnavopn sín. Sérfræðingar eru þó fullir efasemda varðandi það hvað gæti komið út úr slíkum viðræðum þar sem afar flókin málefni eru undir. Ef að fundinum verður yrði hann sögulegur þar sem leiðtogar Norður-Kóreu og Bandaríkjanna hafa aldrei hist. Ýmislegt er hins vegar enn óljóst varðandi fundinn, til að mynda hvar hann gæti farið fram og nákvæmlega hvenær þó gefið hafi verið upp að stefnt sé að því að halda hann fyrir lok maí. Norður-Kórea Tengdar fréttir Þvingunum ekki hætt fyrir fundinn með Kim Væntanlegur fundur Kim Jong-un og Donalds Trump ekki tilefni til að slaka á þvingunaraðgerðum. Kim-stjórnin þarf hins vegar að hætta tilraunum í aðdraganda fundar. Demókratar efins um ágæti þess að funda með Kim. 12. mars 2018 07:00 Trump telur að Kim Jong-un sé full alvara Donald Trump hefur samþykkt að hitta Kimg Jong-un á fundi sem fyrirhugaður er í næsta mánuði. 11. mars 2018 20:30 Trump segir möguleika á „stórkostlegum“ samningi fyrir heiminn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna segir að fyrirhugaður fundur hans með Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, geti annaðhvort skilað engum árangri eða skapað "stórkostlegan samning fyrir heiminn.“ 11. mars 2018 07:20 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira
Yfirvöld í Suður-Kóreu segja að þeim hafi ekki borist nein svör frá yfirvöldum í Norður-Kóreu vegna fyrirhugaðs funds leiðtoga ríkisins, Kim Jong-un, með forseta Bandaríkjanna, Donald Trump. Talsmaður suður-kóreskra yfirvalda segir að ekkert opinbert svar hafi borist frá Norður-Kóreu vegna fundarins en kveðst telja að yfirvöld þar í landi vilji nálgast málið af varfærni og taka sér tíma til þess að ákveða næstu skref. Það kom flestum í opna skjöldu þegar fréttir bárust af því síðastliðinn fimmtudag að Trump hefði samþykkt boð Kim Jong-un um leiðtogafund. Boðið barst til Trump frá Kim í gegnum embættismenn frá Suður-Kóreu sem segja leiðtoga Norður-Kóreu reiðubúinn til að losa sig við kjarnavopn sín. Sérfræðingar eru þó fullir efasemda varðandi það hvað gæti komið út úr slíkum viðræðum þar sem afar flókin málefni eru undir. Ef að fundinum verður yrði hann sögulegur þar sem leiðtogar Norður-Kóreu og Bandaríkjanna hafa aldrei hist. Ýmislegt er hins vegar enn óljóst varðandi fundinn, til að mynda hvar hann gæti farið fram og nákvæmlega hvenær þó gefið hafi verið upp að stefnt sé að því að halda hann fyrir lok maí.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Þvingunum ekki hætt fyrir fundinn með Kim Væntanlegur fundur Kim Jong-un og Donalds Trump ekki tilefni til að slaka á þvingunaraðgerðum. Kim-stjórnin þarf hins vegar að hætta tilraunum í aðdraganda fundar. Demókratar efins um ágæti þess að funda með Kim. 12. mars 2018 07:00 Trump telur að Kim Jong-un sé full alvara Donald Trump hefur samþykkt að hitta Kimg Jong-un á fundi sem fyrirhugaður er í næsta mánuði. 11. mars 2018 20:30 Trump segir möguleika á „stórkostlegum“ samningi fyrir heiminn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna segir að fyrirhugaður fundur hans með Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, geti annaðhvort skilað engum árangri eða skapað "stórkostlegan samning fyrir heiminn.“ 11. mars 2018 07:20 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira
Þvingunum ekki hætt fyrir fundinn með Kim Væntanlegur fundur Kim Jong-un og Donalds Trump ekki tilefni til að slaka á þvingunaraðgerðum. Kim-stjórnin þarf hins vegar að hætta tilraunum í aðdraganda fundar. Demókratar efins um ágæti þess að funda með Kim. 12. mars 2018 07:00
Trump telur að Kim Jong-un sé full alvara Donald Trump hefur samþykkt að hitta Kimg Jong-un á fundi sem fyrirhugaður er í næsta mánuði. 11. mars 2018 20:30
Trump segir möguleika á „stórkostlegum“ samningi fyrir heiminn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna segir að fyrirhugaður fundur hans með Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, geti annaðhvort skilað engum árangri eða skapað "stórkostlegan samning fyrir heiminn.“ 11. mars 2018 07:20
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent