Varhugavert að fara út að skokka á verstu dögum Jón Hákon Halldórsson skrifar 13. mars 2018 06:00 Sumar borgir hafa það fyrirkomulag að einhverja ákveðna daga mega bara keyra bílar sem eru með oddatölur aftast í bílnúmerinu. Sex daga í ár hefur svifrykið í Reykjavík farið yfir sólarhringsheilsumörk. Allt árið í fyrra voru það sautján dagar þar sem svifrykið fór yfir mörkin. Svava S. Steinarsdóttir, heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, segir að til skamms tíma hafi þetta ekki veruleg áhrif á þá sem eru við góða heilsu. En þegar svifrykið er komið yfir 300 míkrógrömm á rúmmetra, eins og var fyrir helgi, sé ástandið orðið alvarlegt. Þá geti jafnvel heilbrigt fólk farið að finna fyrir óþægindum. „Þá sérstaklega þegar þú ert að reyna á þig, til dæmis þegar þú ert að skokka. Þá tekurðu inn meira súrefni og þá getur fólk sem er hraust farið að finna ertingu í öndunarfærum,“ segir Svava. Þessar aðstæður hafi þó meiri áhrif á þá sem eru veikir fyrir, með astma eða lungnasjúkdóma, hjarta- og æðasjúkdóma. Þessar agnir geta komist inn í blóðið og rannsóknir benda til að svifrykið geti þá aukið líkur á blóðtöppum og jafnvel hjartaáföllum. Svava segir að gerðar hafi verið rannsóknir á samsetningu svifryks í Reykjavík. Þær sýni að helmingurinn af svifrykinu sé malbiksagnir. „Öll umferð slítur yfirborði vega, en nagladekkin slíta malbikinu mun meira og eru þar áhrifavaldur,“ segir Svava, en bendir líka á að í rykinu er sót, sem kemur mest frá dísilbifreiðum og frá útblæstri bifreiða yfirleitt.Sjá einnig: Þúsundir þyrftu að leggja einkabílnum til að það hefði áhrif á svifryksmengun„Síðan eru slitnir bremsuborðar, hjólbarðar og annað slíkt, salt og jarðvegsefni. Það hefur verið hálkuvarið í vetur og það efni er á götunum auk niðurbrotins malbiks,“ segir Svava. Þegar lygnt er og búið að vera lengi þurrt þyrlar umferðin upp rykinu. „Mengunin sem við sjáum núna er aðallega í nágrenni við stofnbrautir en ekki við íbúagötur þar sem umferðin er minni.“ Svava segir að til þess að vinna gegn svifryksmengun þurfi að draga úr umferð. Fyrir því skortir lagaheimild, en til umsagnar í samgönguráðuneytinu eru drög að frumvarpi um breytingar á umferðarlögum þar sem á að veita heimild til slíks. Í því myndi felast meðal annars heimild fyrir sveitarfélögin til gjaldtöku á nagladekkjum og til að draga úr umferð á tilteknum stöðum á tilteknum tímum. Svava bendir á til viðbótar að hægt væri að draga úr hámarkshraða, en þeirri aðferð hafi verið beitt erlendis. Önnur leið sé að draga úr umferðarmagni. „Sumar borgir hafa til dæmis haft það þannig að einhverja ákveðna daga mega bara keyra bílar sem eru með oddatölur aftast í bílnúmerinu,“ segir Svava. Enn ein leiðin væri að setja takmarkanir á þunga bifreiða, því þyngri bifreiðir þyrla upp meira ryki. Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Tengdar fréttir Mikil hætta á svifryki í borginni: Hvetja til þess að fólk noti frekar almenningssamgöngur en einkabílinn Veðrið á höfuðborgarsvæðinu er þannig að loftgæði geta orðið verulega slæm. 9. mars 2018 11:15 Hár styrkur svifryks í Reykjavík Styrkur svifryks er hár í dag samkvæmt mælingum í mælistöðvum við Grensásveg, Hringbraut og Eiríksgötu. 8. mars 2018 11:20 Þúsundir þyrftu að leggja einkabílnum til að það hefði áhrif á svifryksmengun Borgin sendi frá sér fréttatilkynningu skömmu fyrir hádegi í dag þar sem varað er við háum styrk svifryks. Fyrir helgi var einnig varað við svifryksmengun en þegar veður er gott líkt og nú, engin úrkoma og hægur vindur, eykst hættan á slíkri mengun. 12. mars 2018 13:39 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Sex daga í ár hefur svifrykið í Reykjavík farið yfir sólarhringsheilsumörk. Allt árið í fyrra voru það sautján dagar þar sem svifrykið fór yfir mörkin. Svava S. Steinarsdóttir, heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, segir að til skamms tíma hafi þetta ekki veruleg áhrif á þá sem eru við góða heilsu. En þegar svifrykið er komið yfir 300 míkrógrömm á rúmmetra, eins og var fyrir helgi, sé ástandið orðið alvarlegt. Þá geti jafnvel heilbrigt fólk farið að finna fyrir óþægindum. „Þá sérstaklega þegar þú ert að reyna á þig, til dæmis þegar þú ert að skokka. Þá tekurðu inn meira súrefni og þá getur fólk sem er hraust farið að finna ertingu í öndunarfærum,“ segir Svava. Þessar aðstæður hafi þó meiri áhrif á þá sem eru veikir fyrir, með astma eða lungnasjúkdóma, hjarta- og æðasjúkdóma. Þessar agnir geta komist inn í blóðið og rannsóknir benda til að svifrykið geti þá aukið líkur á blóðtöppum og jafnvel hjartaáföllum. Svava segir að gerðar hafi verið rannsóknir á samsetningu svifryks í Reykjavík. Þær sýni að helmingurinn af svifrykinu sé malbiksagnir. „Öll umferð slítur yfirborði vega, en nagladekkin slíta malbikinu mun meira og eru þar áhrifavaldur,“ segir Svava, en bendir líka á að í rykinu er sót, sem kemur mest frá dísilbifreiðum og frá útblæstri bifreiða yfirleitt.Sjá einnig: Þúsundir þyrftu að leggja einkabílnum til að það hefði áhrif á svifryksmengun„Síðan eru slitnir bremsuborðar, hjólbarðar og annað slíkt, salt og jarðvegsefni. Það hefur verið hálkuvarið í vetur og það efni er á götunum auk niðurbrotins malbiks,“ segir Svava. Þegar lygnt er og búið að vera lengi þurrt þyrlar umferðin upp rykinu. „Mengunin sem við sjáum núna er aðallega í nágrenni við stofnbrautir en ekki við íbúagötur þar sem umferðin er minni.“ Svava segir að til þess að vinna gegn svifryksmengun þurfi að draga úr umferð. Fyrir því skortir lagaheimild, en til umsagnar í samgönguráðuneytinu eru drög að frumvarpi um breytingar á umferðarlögum þar sem á að veita heimild til slíks. Í því myndi felast meðal annars heimild fyrir sveitarfélögin til gjaldtöku á nagladekkjum og til að draga úr umferð á tilteknum stöðum á tilteknum tímum. Svava bendir á til viðbótar að hægt væri að draga úr hámarkshraða, en þeirri aðferð hafi verið beitt erlendis. Önnur leið sé að draga úr umferðarmagni. „Sumar borgir hafa til dæmis haft það þannig að einhverja ákveðna daga mega bara keyra bílar sem eru með oddatölur aftast í bílnúmerinu,“ segir Svava. Enn ein leiðin væri að setja takmarkanir á þunga bifreiða, því þyngri bifreiðir þyrla upp meira ryki.
Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Tengdar fréttir Mikil hætta á svifryki í borginni: Hvetja til þess að fólk noti frekar almenningssamgöngur en einkabílinn Veðrið á höfuðborgarsvæðinu er þannig að loftgæði geta orðið verulega slæm. 9. mars 2018 11:15 Hár styrkur svifryks í Reykjavík Styrkur svifryks er hár í dag samkvæmt mælingum í mælistöðvum við Grensásveg, Hringbraut og Eiríksgötu. 8. mars 2018 11:20 Þúsundir þyrftu að leggja einkabílnum til að það hefði áhrif á svifryksmengun Borgin sendi frá sér fréttatilkynningu skömmu fyrir hádegi í dag þar sem varað er við háum styrk svifryks. Fyrir helgi var einnig varað við svifryksmengun en þegar veður er gott líkt og nú, engin úrkoma og hægur vindur, eykst hættan á slíkri mengun. 12. mars 2018 13:39 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Mikil hætta á svifryki í borginni: Hvetja til þess að fólk noti frekar almenningssamgöngur en einkabílinn Veðrið á höfuðborgarsvæðinu er þannig að loftgæði geta orðið verulega slæm. 9. mars 2018 11:15
Hár styrkur svifryks í Reykjavík Styrkur svifryks er hár í dag samkvæmt mælingum í mælistöðvum við Grensásveg, Hringbraut og Eiríksgötu. 8. mars 2018 11:20
Þúsundir þyrftu að leggja einkabílnum til að það hefði áhrif á svifryksmengun Borgin sendi frá sér fréttatilkynningu skömmu fyrir hádegi í dag þar sem varað er við háum styrk svifryks. Fyrir helgi var einnig varað við svifryksmengun en þegar veður er gott líkt og nú, engin úrkoma og hægur vindur, eykst hættan á slíkri mengun. 12. mars 2018 13:39