Þriðjungur sendiherra í íslensku utanríkisþjónustunni eru konur Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 13. mars 2018 06:00 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Vísir/ernir „Af 37 starfandi sendiherrum eru aðeins þrír fyrrverandi stjórnmálamenn,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Að sögn Guðlaugs er fjarri lagi að um sé að ræða ráðstöfunarskúffu ráðherra eða að vilji ráðuneytisins standi til þess, eins og haft var eftir Guðmundi Steingrímssyni, fyrrverandi alþingismanni, í Fréttablaðinu 8. mars. Í frétt þá var vikið að þeim tilmælum Ríkisendurskoðunar til ráðuneytisins að íhuga að beita sér fyrir lagabreytingu til að auglýsa megi sendiherrastöður og neikvæðum viðhorfum ráðuneytisins til þeirra tilmæla. „Það er hvergi gert okkur vitandi, nema þá í auglýsingaferli innan utanríkisþjónustu ríkjanna,“ segir Guðlaugur. Ráðherrann segir ráðuneytið hafa aukið gagnsæi, meðal annars með skýrara framgangsferli starfsmanna í utanríkisþjónustunni og með því að sendiherrar sem halda utan komi fyrir utanríkismálanefnd. „Þá var staða rekstrarstjóra ráðuneytisins auglýst í fyrsta sinn og hefur nú verið ráðið í þá stöðu,“ segir Guðlaugur. Ráðherrann segir engan sendiherra hafa verið skipaðan í sinni ráðherratíð. Sendiherrum hafi fækkað um þrjá. „Svo er ánægjulegt að hlutfall kvensendiherra hefur aldrei verið hærra, eða 32 prósent.“ Af 37 sendiherrum voru 22 skipaðir á undanförum áratug og helmingur þeirra á árunum 2014 til 2016. Í ráðuneytinu starfa 15 sendiherrar en 18 þeirra á sendiskrifstofum víða um heim. Fimm sendiherranna eru í leyfi vegna starfa hjá alþjóðastofnunum og öðrum ráðuneytum. Í umsögn utanríkisráðuneytisins við frumvarp um auglýsingaskyldu vegna lausra embætta sendiherra frá 2015 kemur fram að stærsti hluti sendiherraefnanna sé úr röðum reynslumeiri starfsmanna utanríkisþjónustunnar. Þá hafi utanríkisþjónustan góða reynslu af því að leita út fyrir raðir utanríkisþjónustunnar eftir sendiherraefnum sem búa yfir sambærilegri þekkingu og reynslu. Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Tengdar fréttir Neita að auglýsa lausar sendiherrastöður Utanríkisráðuneytið er ósammála Ríkisendurskoðun um auglýsingar um lausar stöður sendiherra og hefur ekki hug á breyttu verklagi. Því er haldið fram að Alþingi vilji ekki afnema undanþáguna. Fyrrverand ialþingismaður segir Alþingi aldrei hafa tekið afstöðu til þess. 8. mars 2018 08:00 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
„Af 37 starfandi sendiherrum eru aðeins þrír fyrrverandi stjórnmálamenn,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Að sögn Guðlaugs er fjarri lagi að um sé að ræða ráðstöfunarskúffu ráðherra eða að vilji ráðuneytisins standi til þess, eins og haft var eftir Guðmundi Steingrímssyni, fyrrverandi alþingismanni, í Fréttablaðinu 8. mars. Í frétt þá var vikið að þeim tilmælum Ríkisendurskoðunar til ráðuneytisins að íhuga að beita sér fyrir lagabreytingu til að auglýsa megi sendiherrastöður og neikvæðum viðhorfum ráðuneytisins til þeirra tilmæla. „Það er hvergi gert okkur vitandi, nema þá í auglýsingaferli innan utanríkisþjónustu ríkjanna,“ segir Guðlaugur. Ráðherrann segir ráðuneytið hafa aukið gagnsæi, meðal annars með skýrara framgangsferli starfsmanna í utanríkisþjónustunni og með því að sendiherrar sem halda utan komi fyrir utanríkismálanefnd. „Þá var staða rekstrarstjóra ráðuneytisins auglýst í fyrsta sinn og hefur nú verið ráðið í þá stöðu,“ segir Guðlaugur. Ráðherrann segir engan sendiherra hafa verið skipaðan í sinni ráðherratíð. Sendiherrum hafi fækkað um þrjá. „Svo er ánægjulegt að hlutfall kvensendiherra hefur aldrei verið hærra, eða 32 prósent.“ Af 37 sendiherrum voru 22 skipaðir á undanförum áratug og helmingur þeirra á árunum 2014 til 2016. Í ráðuneytinu starfa 15 sendiherrar en 18 þeirra á sendiskrifstofum víða um heim. Fimm sendiherranna eru í leyfi vegna starfa hjá alþjóðastofnunum og öðrum ráðuneytum. Í umsögn utanríkisráðuneytisins við frumvarp um auglýsingaskyldu vegna lausra embætta sendiherra frá 2015 kemur fram að stærsti hluti sendiherraefnanna sé úr röðum reynslumeiri starfsmanna utanríkisþjónustunnar. Þá hafi utanríkisþjónustan góða reynslu af því að leita út fyrir raðir utanríkisþjónustunnar eftir sendiherraefnum sem búa yfir sambærilegri þekkingu og reynslu.
Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Tengdar fréttir Neita að auglýsa lausar sendiherrastöður Utanríkisráðuneytið er ósammála Ríkisendurskoðun um auglýsingar um lausar stöður sendiherra og hefur ekki hug á breyttu verklagi. Því er haldið fram að Alþingi vilji ekki afnema undanþáguna. Fyrrverand ialþingismaður segir Alþingi aldrei hafa tekið afstöðu til þess. 8. mars 2018 08:00 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Neita að auglýsa lausar sendiherrastöður Utanríkisráðuneytið er ósammála Ríkisendurskoðun um auglýsingar um lausar stöður sendiherra og hefur ekki hug á breyttu verklagi. Því er haldið fram að Alþingi vilji ekki afnema undanþáguna. Fyrrverand ialþingismaður segir Alþingi aldrei hafa tekið afstöðu til þess. 8. mars 2018 08:00