Tokens gjaldmiðillinn á Sónar Reykjavík Stefán Árni Pálsson skrifar 13. mars 2018 16:00 Sónar hefst á föstudaginn í Hörpunni. Tónlistarhátíðin Sónar Reykjavík fer fram með pompi og prakt í Hörpu dagana 16. og 17. mars. Það fer því heldur betur að styttast í herlegheitin en alls verður boðið upp á tónleika rúmlega 50 hjómsveita og listamanna á hátíðinni, m.a. í bílakjallara hússins sem breytt verður í næturklúbb. Aldarfjórðungs afmæli Sónar verður fagnað á hátíðinni í Reykjavík en Sónar hófst í Barcelona árið 1994 og síðan hafa Sónar hátíðir farið fram á nokkrum vel völdum stöðum í heiminum. Meðal þeirra sem koma fram á hátíðinni í ár eru Underworld, Danny Brown, Nadia Rose og TOKiMONSTA auk fjölda annarra innlendra og erlendra listamanna. Til þess að þjónusta gesti hátíðarinnar enn betur hefur verið brugðið á það ráð að taka upp nýjan gjaldmiðil á hátíðinni, svokölluð token. „Við náðum samkomulagi við Hörpu og KH veitingar að taka upp nýtt fyrirkomulag á veitingasölunni á meðan á hátíðinni stendur. Þetta er gert með það að augnamiði að stytta afgreiðslutíma í Hörpu þegar kemur að veitingum umtalsvert,” segir Ásgeir Guðmundsson framkvæmdarstjóri Sónar Reykjavík. „Það er okkur mikilvægt að gestir Sónar Reykjavík eyði sem allra minnstum tíma í það að bíða eftir eins einum bjór og nýti sem mestan tíma í að fylgjast með þeim frábæru atriðum sem hátíðin býður upp á og njóta.”Ekki verið áberandi hér á landi Fyrirkomulagið sem um ræðir eru hin fyrrnefndu token og segir Ásgeir að fólk sem sótt hefur hátíðir og ráðstefnur ætti að kannast við fyrirkomulagið þrátt fyrir að það hafi kannski ekki verið eins áberandi hér á landi. Sala á tokenum verður á sama stað og afhending armbanda í Hörpu og því fleiri token sem keypt eru í einu því lægra er verðið. „Við mælum við auðvitað með því að byrgja sig upp á sama tíma og armböndin eru sótt. En auk þess að afgreiða token hjá afhendingu armbanda verðum við líka með þrjár sölustöðvar á hátíðarsvæðinu í Hörpu þar sem fólk getur keypt meira.” Eina leiðin til þess að versla veitingar á hátíðarsvæðinu verður með fyrrnefndum hætti og segir Ásgeir það því eiga að heyra sögunni til að gestir hátíðarinnar þurfi að bíða lengi eftir afgreiðslu á börum Hörpu. „Þetta eru náttúrulega bara almannahagsmunir, það er engin spurning um það,” segir Ásgeir og hlær.Íslendingar ekki sérlega þolinmóðir „Það er kannski að einhverju leyti skrítið að þetta hafi ekki verið tekið upp á hátíðum hér á Íslandi fyrr því ef ég þekki hinn venjulega Íslending rétt þá er hann ekki sérlega þolinmóður þegar kemur að því að bíða í röðum heldur vill hann frekar eyða tíma með vinum sínum að dansa við góða tónlist. Og það skil ég svosem ósköp vel.” Líkt og fyrr segir hefst Sónar Reykjavík í Hörpu næstkomandi föstudag og byrja fyrstu tónleikarnir klukkan 19.00. „Þá er kannski líka ágætt að minna fólk á að Sónar Center, sala á token og varningi tengdum hátíðinni hefst í Hörpu á morgun, miðvikudag, klukkan 14.00 og er opið til 20.00. Það sama á við um fimmtudag en svo á föstudag og laugardag opnar fyrr og er opið enn lengur. En við hvetjum auðvitað fólk til þess að mæta snemma og ná í armböndin, kaupa token og fara svo áhyggjulaust á djammið.” Dagskrá hátíðarinnar má nálgast á vefsíðu Sónar Reykjavík og miðasala fer fram á midi.is. Sónar Mest lesið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Menning Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Bíó og sjónvarp Hiti í Hringekjunni Tíska og hönnun Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Lífið Fleiri fréttir Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Sjá meira
Tónlistarhátíðin Sónar Reykjavík fer fram með pompi og prakt í Hörpu dagana 16. og 17. mars. Það fer því heldur betur að styttast í herlegheitin en alls verður boðið upp á tónleika rúmlega 50 hjómsveita og listamanna á hátíðinni, m.a. í bílakjallara hússins sem breytt verður í næturklúbb. Aldarfjórðungs afmæli Sónar verður fagnað á hátíðinni í Reykjavík en Sónar hófst í Barcelona árið 1994 og síðan hafa Sónar hátíðir farið fram á nokkrum vel völdum stöðum í heiminum. Meðal þeirra sem koma fram á hátíðinni í ár eru Underworld, Danny Brown, Nadia Rose og TOKiMONSTA auk fjölda annarra innlendra og erlendra listamanna. Til þess að þjónusta gesti hátíðarinnar enn betur hefur verið brugðið á það ráð að taka upp nýjan gjaldmiðil á hátíðinni, svokölluð token. „Við náðum samkomulagi við Hörpu og KH veitingar að taka upp nýtt fyrirkomulag á veitingasölunni á meðan á hátíðinni stendur. Þetta er gert með það að augnamiði að stytta afgreiðslutíma í Hörpu þegar kemur að veitingum umtalsvert,” segir Ásgeir Guðmundsson framkvæmdarstjóri Sónar Reykjavík. „Það er okkur mikilvægt að gestir Sónar Reykjavík eyði sem allra minnstum tíma í það að bíða eftir eins einum bjór og nýti sem mestan tíma í að fylgjast með þeim frábæru atriðum sem hátíðin býður upp á og njóta.”Ekki verið áberandi hér á landi Fyrirkomulagið sem um ræðir eru hin fyrrnefndu token og segir Ásgeir að fólk sem sótt hefur hátíðir og ráðstefnur ætti að kannast við fyrirkomulagið þrátt fyrir að það hafi kannski ekki verið eins áberandi hér á landi. Sala á tokenum verður á sama stað og afhending armbanda í Hörpu og því fleiri token sem keypt eru í einu því lægra er verðið. „Við mælum við auðvitað með því að byrgja sig upp á sama tíma og armböndin eru sótt. En auk þess að afgreiða token hjá afhendingu armbanda verðum við líka með þrjár sölustöðvar á hátíðarsvæðinu í Hörpu þar sem fólk getur keypt meira.” Eina leiðin til þess að versla veitingar á hátíðarsvæðinu verður með fyrrnefndum hætti og segir Ásgeir það því eiga að heyra sögunni til að gestir hátíðarinnar þurfi að bíða lengi eftir afgreiðslu á börum Hörpu. „Þetta eru náttúrulega bara almannahagsmunir, það er engin spurning um það,” segir Ásgeir og hlær.Íslendingar ekki sérlega þolinmóðir „Það er kannski að einhverju leyti skrítið að þetta hafi ekki verið tekið upp á hátíðum hér á Íslandi fyrr því ef ég þekki hinn venjulega Íslending rétt þá er hann ekki sérlega þolinmóður þegar kemur að því að bíða í röðum heldur vill hann frekar eyða tíma með vinum sínum að dansa við góða tónlist. Og það skil ég svosem ósköp vel.” Líkt og fyrr segir hefst Sónar Reykjavík í Hörpu næstkomandi föstudag og byrja fyrstu tónleikarnir klukkan 19.00. „Þá er kannski líka ágætt að minna fólk á að Sónar Center, sala á token og varningi tengdum hátíðinni hefst í Hörpu á morgun, miðvikudag, klukkan 14.00 og er opið til 20.00. Það sama á við um fimmtudag en svo á föstudag og laugardag opnar fyrr og er opið enn lengur. En við hvetjum auðvitað fólk til þess að mæta snemma og ná í armböndin, kaupa token og fara svo áhyggjulaust á djammið.” Dagskrá hátíðarinnar má nálgast á vefsíðu Sónar Reykjavík og miðasala fer fram á midi.is.
Sónar Mest lesið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Menning Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Bíó og sjónvarp Hiti í Hringekjunni Tíska og hönnun Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Lífið Fleiri fréttir Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Sjá meira
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?”