Meiri kvíði Magnús Guðmundsson skrifar 14. mars 2018 07:00 Það var hreint út sagt ömurlegt að fylgjast með þeim skrípaleik sem samræmdu prófin í 9. bekk voru í síðustu viku. Eftir langan og strangan undirbúningstíma nemenda, með meðfylgjandi misvísandi skilaboðum um það hvort þessi próf skiptu máli eða ekki, máttu þeir þola ítrekaðar kerfisbilanir og aflýsingar. Slíkt starfsumhverfi er auðvitað ekki leggjandi á nokkra manneskju, hvað þá þegar búið er að varpa fram þeim möguleika að árangurinn geti haft sitt að segja um menntunarmöguleika og framtíð viðkomandi. Því hlýtur að fylgja kvíði að læra, meiri í dag en í gær. Það raunalegasta af öllu er þó að árum saman hefur staðið styr um þessi próf, réttmæti þeirra, mikilvægi og framkvæmd. Um það vitna ábendingar fjölda reyndra kennara á þessu stigi. Á meðal þess sem hefur á stundum átt að réttlæta mikilvægi samræmdu prófanna er að gera yfirvöldum menntamála það kleift að meta gæði eða árangur skólanna hverju sinni. Að það sé eðlilegt að leggja þetta á nemendur, svona tölfræðinnar vegna, svo embættismenn geti vegið og metið alls konar tölur og gröf. Til þess hljóta að vera betri leiðir. Í þessu samhengi er samt ágætt að hafa í huga að þarna er aðeins prófað í þremur fögum; íslensku, stærðfræði og ensku, en gamla góða danskan er fyrir löngu komin út af sakramentinu. En ef við horfum á þetta með augum krakkanna þá eru skilaboðin til þeirra væntanlega þau að þetta sé það sem skiptir mestu máli. Þessi þrjú fög séu lykillinn að því að komast inn í framhaldsskólann sem hugur þeirra stendur til og að færni í þeim sé það sem samfélagið vill að þau leggi á vogarskálarnar svo það sé hægt að vega þau og meta. Að þau standi sig vel þarna sé forsendan fyrir því að þau fari áfram þá leið sem hugur þeirra stendur til en hin verði að finna sér eitthvað annað að gera. Eitthvað sem skiptir samfélagið augljóslega minna máli, eins og til að mynda hvers konar skapandi greinar, handverksgreinar og fjölmargt fleira sem nútímasamfélag hefur í raun brýna þörf fyrir. Þetta er nota bene sama samfélag og botnar ekkert í því hvers vegna fleiri sækja ekki og ljúka verknámi. Því miður virðist þetta vera nokkuð lýsandi fyrir íslenska menntakerfið í heild sinni þar sem vinstri höndin virðist, oftar en ekki, ekki hafa hugmynd um það sem sú hægri er að gera og öfugt. Tímarnir hafa breyst en menntakerfið setið eftir og velt því fyrir sér hvernig sé best að kanna þekkingu allra í 9. bekk í íslensku, stærðfræði og ensku. Kannski er samræmingarinnar ekkert endilega þörf í því að vega og meta blessaða nemendurna og fylla þá af kvíða um að framtíð þeirra sé að veði, heldur að skapa heildstæðara og betra menntakerfi. Menntakerfi þar sem hæfileikar nemenda eru lagðir að jöfnu og metnir að verðleikum. Þar sem hver og einn nemandi er hvattur áfram á forsendum hæfileika sinna og öllum þeim dásamlegu og ólíku hæfileikum sem búa í þessu unga fólki er hampað til jafns. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Það var hreint út sagt ömurlegt að fylgjast með þeim skrípaleik sem samræmdu prófin í 9. bekk voru í síðustu viku. Eftir langan og strangan undirbúningstíma nemenda, með meðfylgjandi misvísandi skilaboðum um það hvort þessi próf skiptu máli eða ekki, máttu þeir þola ítrekaðar kerfisbilanir og aflýsingar. Slíkt starfsumhverfi er auðvitað ekki leggjandi á nokkra manneskju, hvað þá þegar búið er að varpa fram þeim möguleika að árangurinn geti haft sitt að segja um menntunarmöguleika og framtíð viðkomandi. Því hlýtur að fylgja kvíði að læra, meiri í dag en í gær. Það raunalegasta af öllu er þó að árum saman hefur staðið styr um þessi próf, réttmæti þeirra, mikilvægi og framkvæmd. Um það vitna ábendingar fjölda reyndra kennara á þessu stigi. Á meðal þess sem hefur á stundum átt að réttlæta mikilvægi samræmdu prófanna er að gera yfirvöldum menntamála það kleift að meta gæði eða árangur skólanna hverju sinni. Að það sé eðlilegt að leggja þetta á nemendur, svona tölfræðinnar vegna, svo embættismenn geti vegið og metið alls konar tölur og gröf. Til þess hljóta að vera betri leiðir. Í þessu samhengi er samt ágætt að hafa í huga að þarna er aðeins prófað í þremur fögum; íslensku, stærðfræði og ensku, en gamla góða danskan er fyrir löngu komin út af sakramentinu. En ef við horfum á þetta með augum krakkanna þá eru skilaboðin til þeirra væntanlega þau að þetta sé það sem skiptir mestu máli. Þessi þrjú fög séu lykillinn að því að komast inn í framhaldsskólann sem hugur þeirra stendur til og að færni í þeim sé það sem samfélagið vill að þau leggi á vogarskálarnar svo það sé hægt að vega þau og meta. Að þau standi sig vel þarna sé forsendan fyrir því að þau fari áfram þá leið sem hugur þeirra stendur til en hin verði að finna sér eitthvað annað að gera. Eitthvað sem skiptir samfélagið augljóslega minna máli, eins og til að mynda hvers konar skapandi greinar, handverksgreinar og fjölmargt fleira sem nútímasamfélag hefur í raun brýna þörf fyrir. Þetta er nota bene sama samfélag og botnar ekkert í því hvers vegna fleiri sækja ekki og ljúka verknámi. Því miður virðist þetta vera nokkuð lýsandi fyrir íslenska menntakerfið í heild sinni þar sem vinstri höndin virðist, oftar en ekki, ekki hafa hugmynd um það sem sú hægri er að gera og öfugt. Tímarnir hafa breyst en menntakerfið setið eftir og velt því fyrir sér hvernig sé best að kanna þekkingu allra í 9. bekk í íslensku, stærðfræði og ensku. Kannski er samræmingarinnar ekkert endilega þörf í því að vega og meta blessaða nemendurna og fylla þá af kvíða um að framtíð þeirra sé að veði, heldur að skapa heildstæðara og betra menntakerfi. Menntakerfi þar sem hæfileikar nemenda eru lagðir að jöfnu og metnir að verðleikum. Þar sem hver og einn nemandi er hvattur áfram á forsendum hæfileika sinna og öllum þeim dásamlegu og ólíku hæfileikum sem búa í þessu unga fólki er hampað til jafns.
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar