Þúsundir missa vinnuna þegar Toys R Us verður lokað í Bretlandi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. mars 2018 13:30 Rýmingarsölur eru framundan í verslunum Toys R Us í Bretlandi. vísir/getty Um 3000 manns munu missa vinnuna á næstunni þegar leikfangarisinn Toys R Us lokar um hundrað verslunum sem hann rekur í Bretlandi. Er þessi ákvörðun tekin í kjölfar þess að ekki tókst að finna kaupendur að fyrirtækinu en það fór í greiðslustöðvun í lok febrúar. Síðan hefur þá hefur verið reynt að finna kaupendur að rekstrinum fyrir tiltekinn tíma en án árangurs að því er fram kemur í frétt á vef Guardian. Starfsfólki var tilkynnt um þessi málalok í dag en skiptastjórar segja að þeir séu þó enn opnir fyrir áhuga komi hugsanlegir kaupendur fram. Um 25 verslunum verður lokað strax á morgun og mun þá 541 starfsmaður missa vinnuna. Hinum 75 verslununum verður svo lokað á næstu sex vikum. Toys R Us er ein stærsta leikfangaverslunin í Bretlandi en frá því var greint síðasta haust að fyrirtækið rambaði á barmi gjaldþrots þar sem gríðarlegar skuldir voru að sliga fyrirtækið. Toys R Us hefur lengi verið eitt stærsta fyrirtækið á sínu sviði en hefur átt í vök að verjast með aukinni samkeppni frá smásmölurisum á borð við Amazon, Walmart og Target. Þrjár Toys R Us-verslanir eru á Íslandi. Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Um 3000 manns munu missa vinnuna á næstunni þegar leikfangarisinn Toys R Us lokar um hundrað verslunum sem hann rekur í Bretlandi. Er þessi ákvörðun tekin í kjölfar þess að ekki tókst að finna kaupendur að fyrirtækinu en það fór í greiðslustöðvun í lok febrúar. Síðan hefur þá hefur verið reynt að finna kaupendur að rekstrinum fyrir tiltekinn tíma en án árangurs að því er fram kemur í frétt á vef Guardian. Starfsfólki var tilkynnt um þessi málalok í dag en skiptastjórar segja að þeir séu þó enn opnir fyrir áhuga komi hugsanlegir kaupendur fram. Um 25 verslunum verður lokað strax á morgun og mun þá 541 starfsmaður missa vinnuna. Hinum 75 verslununum verður svo lokað á næstu sex vikum. Toys R Us er ein stærsta leikfangaverslunin í Bretlandi en frá því var greint síðasta haust að fyrirtækið rambaði á barmi gjaldþrots þar sem gríðarlegar skuldir voru að sliga fyrirtækið. Toys R Us hefur lengi verið eitt stærsta fyrirtækið á sínu sviði en hefur átt í vök að verjast með aukinni samkeppni frá smásmölurisum á borð við Amazon, Walmart og Target. Þrjár Toys R Us-verslanir eru á Íslandi.
Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira