Margt mælir með Íslandi sem fundarstað Sunna Sæmundsdóttir skrifar 14. mars 2018 19:00 Guðlaugur Þór Þórðarson. Ef leitað yrði til íslenskra stjórnvalda um að hýsa mögulegan fund Bandaríkjanna og Norður-Kóreu yrði beiðninni vel tekið að sögn utanríkisráðherra. Hann segir margt mæla með Íslandi sem fundarstað. Engin beiðni um slíkt hefur þó borist. „Við Íslendingar höfum alltaf gert það sem við getum til þess að koma á friði og hjálpa til við að leita lausna og það eru nokkur dæmi um leiðtogafundi á Íslandi eins og við þekkjum, þó að það sé orðið langt síðan," segir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra. Guðlaugur vísar þá helst til leiðtogafundarins í Höfða árið 1986 milli Ronald Reagan Bandaríkjaforseta og Mikhaíl Gorbatsjev leiðtoga Sovétríkjanna, en hann var einungis ákveðinn með tíu daga fyrirvara.Líkt og greint var frá í síðustu viku á Donald Trump Bandaríkjaforseti að hafa samþykkt fund með Kim Jong-Un leiðtoga Norður-Kóreu en talið er að fundurinn yrði í maí. Guðlaugur segist fagna mögulegri þýðu í samskiptum ríkjanna. „En þetta er allt mikilli óvissu háð og það er ekkert fastsett ennþá en við skulum vona það besta," segir Guðlaugur. Engu hefur verið slegið föstu með fundarstað en nokkrir staðir hafa þó verið nefndir í fjölmiðlum, líkt og Svíþjóð þar sem Svíar hafa um árabil haldið úti sendiráði í Pyongyang. Þá hafa Sviss og Kína einnig verið í umræðunni. Guðlaugur segir það ekki venju að ríki falist eftir því að halda slíka fundi en að beiðni um slíkt yrði tekið vel. „Það er margt sem mælir með Íslandi sem fundarstað og það er væntanlega ástæðan fyrir því að menn hafa haldið hér fundi áður. Og svo sannarlega höfum við haldið hér stóra fundi og ráðstefnur og það hefur gengið einstaklega vel," segir Guðlaugur. „Stefna okkar er alltaf hin sama; ef við getum lagt okkar lóð á vogarskálarnar til að hjálpa til við að leita friðsamlegra lausna og hjálpa til við að finna lausn á deilumálum, að þá gerum við það að sjálfsögðu," segir Guðlaugur. Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Ef leitað yrði til íslenskra stjórnvalda um að hýsa mögulegan fund Bandaríkjanna og Norður-Kóreu yrði beiðninni vel tekið að sögn utanríkisráðherra. Hann segir margt mæla með Íslandi sem fundarstað. Engin beiðni um slíkt hefur þó borist. „Við Íslendingar höfum alltaf gert það sem við getum til þess að koma á friði og hjálpa til við að leita lausna og það eru nokkur dæmi um leiðtogafundi á Íslandi eins og við þekkjum, þó að það sé orðið langt síðan," segir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra. Guðlaugur vísar þá helst til leiðtogafundarins í Höfða árið 1986 milli Ronald Reagan Bandaríkjaforseta og Mikhaíl Gorbatsjev leiðtoga Sovétríkjanna, en hann var einungis ákveðinn með tíu daga fyrirvara.Líkt og greint var frá í síðustu viku á Donald Trump Bandaríkjaforseti að hafa samþykkt fund með Kim Jong-Un leiðtoga Norður-Kóreu en talið er að fundurinn yrði í maí. Guðlaugur segist fagna mögulegri þýðu í samskiptum ríkjanna. „En þetta er allt mikilli óvissu háð og það er ekkert fastsett ennþá en við skulum vona það besta," segir Guðlaugur. Engu hefur verið slegið föstu með fundarstað en nokkrir staðir hafa þó verið nefndir í fjölmiðlum, líkt og Svíþjóð þar sem Svíar hafa um árabil haldið úti sendiráði í Pyongyang. Þá hafa Sviss og Kína einnig verið í umræðunni. Guðlaugur segir það ekki venju að ríki falist eftir því að halda slíka fundi en að beiðni um slíkt yrði tekið vel. „Það er margt sem mælir með Íslandi sem fundarstað og það er væntanlega ástæðan fyrir því að menn hafa haldið hér fundi áður. Og svo sannarlega höfum við haldið hér stóra fundi og ráðstefnur og það hefur gengið einstaklega vel," segir Guðlaugur. „Stefna okkar er alltaf hin sama; ef við getum lagt okkar lóð á vogarskálarnar til að hjálpa til við að leita friðsamlegra lausna og hjálpa til við að finna lausn á deilumálum, að þá gerum við það að sjálfsögðu," segir Guðlaugur.
Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira