Hinn 24 ára gamli Vasquez var á samningi hjá MLB-liðinu Houston Astros og hafði verið að spila með neðrideildarliðum í Bandaríkjunum til þess að sanna að hann væri nógu góður fyrir Astros.
Fyrir tveim árum síðan var hann handtekinn fyrir ofbeldi í garð kærustunnar sinnar. Kærurnar voru felldar niður eftir að hann hafði farið á reiðistjórnunarnámskeið og greitt sekt.
Hann gat því haldið áfram í boltanum en nú hefur myndband af líkamsárásinni lekið á netið og eftir þetta ótrúlega myndband er ekkert MLB-lið að fara að koma nálægt Vasquez. Astros hefur þegar rift samningnum við hann.
Á myndbandinu sést hann slá kærustuna fast og draga hana niður stiga. Lygileg framkoma.