Þúsundir flúðu Austur-Ghouta Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 16. mars 2018 07:30 Flestir fóru fótgangandi en margir fengu sæti í rútum, eins og þessi drengur hér. Vísir/Getty Þúsundir almennra borgara flúðu Austur-Ghouta í Sýrlandi í gær. Fór fólkið fótgangandi út af svæðinu. Svo margir hafa ekki flúið svæðið á sama degi frá því stjórnarher Bashars al-Assad, forseta Sýrlands, setti aukinn þunga í sókn sína í febrúar. Reuters greindi frá. „Við höfðum setið föst niðri í kjallara lengi og þorðum ekki að koma út. Við gátum ekki verið hér lengur. Hér er enginn matur,“ sagði einn hinna flúnu við Reuters í gær í útjaðri bæjarins Hammouriyeh. Annar maður, Amer al-Shourbaji, hafði svipaða sögu að segja. Sagði hann ekkert vatn í Austur-Ghouta, ekkert rafmagn og enga menntun fyrir börn sín. „Á hverjum degi flýja um 800 manns,“ hafði rússneski miðillinn RIA eftir rússneska herforingjanum Vladímír Zolotúkhín. Rússar eru helstu bandamenn Assad-stjórnarinnar. Samkvæmt eftirlitssamtökunum Syrian Observatory for Human Rights hafa að minnsta kosti 12.500 nú flúið svæðið og haldið inn á yfirráðasvæði stjórnarliða. Enn eru um 400.000 almennir borgarar innlyksa í Austur-Ghouta en stjórnarherinn nálgast markmið sitt um að taka svæðið. Hefur hann nú þegar klofið yfirráðasvæði uppreisnarmanna í tvennt. Nærri þúsund hafa fallið í linnulausum árásum Assad-liða. Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Tengdar fréttir Assad-liðar ná mikilvægum bæ í Ghouta Árásin á svæðið hefur nú staðið yfir í um mánuð og er talið að rúmlega 1.200 almennir borgarar hafi fallið. 15. mars 2018 11:05 Sýrlenski stjórnarherinn hefur umkringt Douma Yfir eitt þúsund almennir borgarar eru fallnir í Austur-Ghouta 10. mars 2018 23:30 Tókst aftur að flytja særða Á þriðja tug almennra borgara, sem þurftu nauðsynlega að komast undir læknishendur, tókst í gær að flýja Austur-Ghouta í Sýrlandi. 15. mars 2018 06:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Fleiri fréttir Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Sjá meira
Þúsundir almennra borgara flúðu Austur-Ghouta í Sýrlandi í gær. Fór fólkið fótgangandi út af svæðinu. Svo margir hafa ekki flúið svæðið á sama degi frá því stjórnarher Bashars al-Assad, forseta Sýrlands, setti aukinn þunga í sókn sína í febrúar. Reuters greindi frá. „Við höfðum setið föst niðri í kjallara lengi og þorðum ekki að koma út. Við gátum ekki verið hér lengur. Hér er enginn matur,“ sagði einn hinna flúnu við Reuters í gær í útjaðri bæjarins Hammouriyeh. Annar maður, Amer al-Shourbaji, hafði svipaða sögu að segja. Sagði hann ekkert vatn í Austur-Ghouta, ekkert rafmagn og enga menntun fyrir börn sín. „Á hverjum degi flýja um 800 manns,“ hafði rússneski miðillinn RIA eftir rússneska herforingjanum Vladímír Zolotúkhín. Rússar eru helstu bandamenn Assad-stjórnarinnar. Samkvæmt eftirlitssamtökunum Syrian Observatory for Human Rights hafa að minnsta kosti 12.500 nú flúið svæðið og haldið inn á yfirráðasvæði stjórnarliða. Enn eru um 400.000 almennir borgarar innlyksa í Austur-Ghouta en stjórnarherinn nálgast markmið sitt um að taka svæðið. Hefur hann nú þegar klofið yfirráðasvæði uppreisnarmanna í tvennt. Nærri þúsund hafa fallið í linnulausum árásum Assad-liða.
Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Tengdar fréttir Assad-liðar ná mikilvægum bæ í Ghouta Árásin á svæðið hefur nú staðið yfir í um mánuð og er talið að rúmlega 1.200 almennir borgarar hafi fallið. 15. mars 2018 11:05 Sýrlenski stjórnarherinn hefur umkringt Douma Yfir eitt þúsund almennir borgarar eru fallnir í Austur-Ghouta 10. mars 2018 23:30 Tókst aftur að flytja særða Á þriðja tug almennra borgara, sem þurftu nauðsynlega að komast undir læknishendur, tókst í gær að flýja Austur-Ghouta í Sýrlandi. 15. mars 2018 06:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Fleiri fréttir Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Sjá meira
Assad-liðar ná mikilvægum bæ í Ghouta Árásin á svæðið hefur nú staðið yfir í um mánuð og er talið að rúmlega 1.200 almennir borgarar hafi fallið. 15. mars 2018 11:05
Sýrlenski stjórnarherinn hefur umkringt Douma Yfir eitt þúsund almennir borgarar eru fallnir í Austur-Ghouta 10. mars 2018 23:30
Tókst aftur að flytja særða Á þriðja tug almennra borgara, sem þurftu nauðsynlega að komast undir læknishendur, tókst í gær að flýja Austur-Ghouta í Sýrlandi. 15. mars 2018 06:00