Skoruðu á Sigurð Inga að laga þriggja kílómetra kafla á Borgarfjarðarvegi Birgir Olgeirsson skrifar 16. mars 2018 22:15 Sigurður Ingi tekur við mótmælalistanum. Eyþór Stefánsson Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra tók við um 2.500 undirskriftum frá íbúum á Austurlandi sem vilja að þriggja kílómetra kafli á milli Borgarfjarðar eystri og Egilsstaða verði malbikaður í sumar. Um er að ræða Borgarfjarðarveg 94 sem er um 70 kílómetra langur. Af þessari 70 kílómetra leið eru 28 kílómetra langur malarvegur en á þeim spotta er þriggja kílómetra kafli sem verður ansi slæmur þegar umferð eykst á sumrin. Er um að ræða veginn um Njarðvíkurskarð en sveitarfélagið fyrir austan hefur í hyggju að ráðast í framkvæmdir þar í sumar og skoruðu þau Eyþór Stefánsson, kærasta hans Steinunn Káradóttir og bróðir hennar Óttar Már Kárason á Sigurð Inga að ráðast í vegabætur á þeim kafla samhliða þeim framkvæmdum.Íbúar á Borgarfirði eystra tóku sig til og hófu framkvæmdir á veginum í mótmælaskyni í febrúar síðastliðnum.Vísir/TINNA„Hann sagðist taka við þessu með það að markmiði að hægt yrði að ráðast í þann kafla og áframhald seinna. Við leyfum okkur að vera hóflega bjartsýn eftir þetta og miðað við hvernig hann talar myndi maður halda að það yrði líklegra en hitt að það muni rætast úr þessu,“ segir Eyþór Stefánsson í samtali við Vísi um fundinn. Hann segir Borgfirðinga vana því að heyra af þessum vegi á samgönguáætlun en að honum sé síðar kippt af henni. Eyþór vonast til að það muni breytast eftir þennan fund í dag. Hann segir Sigurð Inga hafa verið minntan á að þau vonuðu að ef ráðist yrði í vegabætur á þessum þriggja kílómetra kafla í sumar þá þyrftu þau ekki að bíða í annan áratug eftir frekari samgöngubótum. Borgarfjörður eystri Samgöngur Tengdar fréttir Íbúarnir mótmæltu með því að hefja malbikunarframkvæmdir Nánast allir íbúar á Borgarfirði eystri mótmæltu í dag og hófu malbikunarframkvæmdir á malarveginum sem liggur frá plássinu og í næsta þéttbýliskjarna, Egilsstaði. 19. febrúar 2018 19:45 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra tók við um 2.500 undirskriftum frá íbúum á Austurlandi sem vilja að þriggja kílómetra kafli á milli Borgarfjarðar eystri og Egilsstaða verði malbikaður í sumar. Um er að ræða Borgarfjarðarveg 94 sem er um 70 kílómetra langur. Af þessari 70 kílómetra leið eru 28 kílómetra langur malarvegur en á þeim spotta er þriggja kílómetra kafli sem verður ansi slæmur þegar umferð eykst á sumrin. Er um að ræða veginn um Njarðvíkurskarð en sveitarfélagið fyrir austan hefur í hyggju að ráðast í framkvæmdir þar í sumar og skoruðu þau Eyþór Stefánsson, kærasta hans Steinunn Káradóttir og bróðir hennar Óttar Már Kárason á Sigurð Inga að ráðast í vegabætur á þeim kafla samhliða þeim framkvæmdum.Íbúar á Borgarfirði eystra tóku sig til og hófu framkvæmdir á veginum í mótmælaskyni í febrúar síðastliðnum.Vísir/TINNA„Hann sagðist taka við þessu með það að markmiði að hægt yrði að ráðast í þann kafla og áframhald seinna. Við leyfum okkur að vera hóflega bjartsýn eftir þetta og miðað við hvernig hann talar myndi maður halda að það yrði líklegra en hitt að það muni rætast úr þessu,“ segir Eyþór Stefánsson í samtali við Vísi um fundinn. Hann segir Borgfirðinga vana því að heyra af þessum vegi á samgönguáætlun en að honum sé síðar kippt af henni. Eyþór vonast til að það muni breytast eftir þennan fund í dag. Hann segir Sigurð Inga hafa verið minntan á að þau vonuðu að ef ráðist yrði í vegabætur á þessum þriggja kílómetra kafla í sumar þá þyrftu þau ekki að bíða í annan áratug eftir frekari samgöngubótum.
Borgarfjörður eystri Samgöngur Tengdar fréttir Íbúarnir mótmæltu með því að hefja malbikunarframkvæmdir Nánast allir íbúar á Borgarfirði eystri mótmæltu í dag og hófu malbikunarframkvæmdir á malarveginum sem liggur frá plássinu og í næsta þéttbýliskjarna, Egilsstaði. 19. febrúar 2018 19:45 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Sjá meira
Íbúarnir mótmæltu með því að hefja malbikunarframkvæmdir Nánast allir íbúar á Borgarfirði eystri mótmæltu í dag og hófu malbikunarframkvæmdir á malarveginum sem liggur frá plássinu og í næsta þéttbýliskjarna, Egilsstaði. 19. febrúar 2018 19:45