Fegurðarsamkeppni gegn fordómum Samúel Karl Ólason skrifar 17. mars 2018 23:44 Sithembiso Mutukura bar sigur úr býtum og fyrir aftan hana standa Makaita Ngwenya og Monalisa Manyati sem voru í öðru og þriðja sæti. Vísir/AFP Fyrsta fegurðarsamkeppni albínóa í Simbabve var haldin í höfuðborginni Harare í kvöld þar sem hin 22 ára gamla Sithembiso Mutukura bar sigur úr býtum. Keppninni er ætlað að draga úr fordómum og auka meðvitund um albínisma. Albínóar mæta gífurlegum fordómum og ofbeldi víða um Afríku. Sums staðar eru þeir eltir uppi og drepnir þar sem „særingjalæknar“ segja líkamshluta albínóa færa fólki lukku og þeir búi yfir lækningamætti. Til eru dæmi um að albínóar séu seldir af ættingjum sínum. Hagsmunasamtök segja að um 90 prósent manna með albínisma deyi fyrir 40 ára aldur. Talið er að um 39 þúsund albínóar búi í Simbabve en genagallinn er algengari í Afríku en í öðrum heimshlutum. Áður hafði keppni sem þessi eingöngu verið haldin í Kenía. Mutukura sagði blaðamanni AFP fréttaveitunnar að hún hefði tekið þátt í keppninni til að auka meðvitund. Hún sagði alla líta niður á albínóa.„Ég hef gengið í gegnum margt en vil að fólk sem býr við albínisma sé hugrakt og njóti lífsins,“ sagði hún. „Við verðum að berjast fyrir réttindum okkar og ég vona að sigur minn muni styrkja ungar stúlkur.“ Miss Albinism is a beauty contest that takes place in Harare, Zimbabwe, in an effort to combat prejudice and violence against albinoshttps://t.co/E5Py0gBtzJ pic.twitter.com/icSDnwBOXL— AFP news agency (@AFP) March 17, 2018 Kenía Simbabve Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Innlent Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Að minnsta kosti 24 látnir Erlent Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Innlent Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Fleiri fréttir Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Sjá meira
Fyrsta fegurðarsamkeppni albínóa í Simbabve var haldin í höfuðborginni Harare í kvöld þar sem hin 22 ára gamla Sithembiso Mutukura bar sigur úr býtum. Keppninni er ætlað að draga úr fordómum og auka meðvitund um albínisma. Albínóar mæta gífurlegum fordómum og ofbeldi víða um Afríku. Sums staðar eru þeir eltir uppi og drepnir þar sem „særingjalæknar“ segja líkamshluta albínóa færa fólki lukku og þeir búi yfir lækningamætti. Til eru dæmi um að albínóar séu seldir af ættingjum sínum. Hagsmunasamtök segja að um 90 prósent manna með albínisma deyi fyrir 40 ára aldur. Talið er að um 39 þúsund albínóar búi í Simbabve en genagallinn er algengari í Afríku en í öðrum heimshlutum. Áður hafði keppni sem þessi eingöngu verið haldin í Kenía. Mutukura sagði blaðamanni AFP fréttaveitunnar að hún hefði tekið þátt í keppninni til að auka meðvitund. Hún sagði alla líta niður á albínóa.„Ég hef gengið í gegnum margt en vil að fólk sem býr við albínisma sé hugrakt og njóti lífsins,“ sagði hún. „Við verðum að berjast fyrir réttindum okkar og ég vona að sigur minn muni styrkja ungar stúlkur.“ Miss Albinism is a beauty contest that takes place in Harare, Zimbabwe, in an effort to combat prejudice and violence against albinoshttps://t.co/E5Py0gBtzJ pic.twitter.com/icSDnwBOXL— AFP news agency (@AFP) March 17, 2018
Kenía Simbabve Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Innlent Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Að minnsta kosti 24 látnir Erlent Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Innlent Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Fleiri fréttir Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Sjá meira