HK komst í dag í úrslit um Íslandsmeistaratitil karla í blaki. HK vann Þrótt frá Neskaupstað 3-2 en leikurinn fór fram í Kópavogi.
Þróttur byrjaði betur og vann bæði fyrstu og aðra lotu. Fyrstu hrinu unnu Þróttarar 25-15 og aðra hrinu 25-23. Staðan 2-0 fyrir Þrótti að tveimur hrinum lokum.
Þá gáfur HK-ingar í og unnu næstu tvær hrinur, 25-18 og 25-18. Staðan því jöfn fyrir úrslitahrinuna, 2-2.
Síðasta hrinan var hnífjöfn framan af en að lokum stóðu HK-ingar uppi sem sigurvegarar eftir frábæran lokakafla. Lokastaðan í úrslitahrinunni var 15-12 fyrir HK.
HK mun annað hvort mæta KA eða Aftureldingu í úrslitunum. KA tekur á móti Aftureldingu á morgun í þriðja leik liðanna en staðan í einvígi þeirra er 1-1.
Blaklið HK í úrslit
Einar Sigurvinsson skrifar

Mest lesið





Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli
Íslenski boltinn




Sektin hans Messi er leyndarmál
Fótbolti
