Kim lofar að hætta kjarnorkuframleiðslu Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. mars 2018 06:53 Kim Jong-un er sagður hafa talað afdráttarlaust um að ríki hans myndi stöðva kjarnorkuáætlun sína. Vísir/Getty Utanríkisráðherra Suður-Kóreu segir að Kim Jong-un, leiðtogi grannríkis þeirra í norðri, hafi heitið því að hætta kjarnorkuframleiðslu ríkisins. Haft er eftir ráðherranum, Kang Kyung-wha, á vef Guardian að Suður-Kórea hafi beðið um skýra staðfestingu frá stjórnvöldum Norður-Kóreu um að ríkið myndi stöðva kjarnorkumálaáætlun sína og segir utanríkisráðherrann að Kim sjálfur hafi veitt hana. Tíðindin eru sögð góður undanfari fyrir hugsanlegan fund Norður-Kóreu og Bandaríkjamanna í maí. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði fyrir rúmlega viku síðan að hann ætlaði sér að setjast niður með Kim Jong-un eftir að suður-kóreskir embættismenn lýstu því yfir að leiðtogi hins einangraða ríkis væri opinn fyrir því að hætta þróun kjarnavopna. Þrátt fyrir að mikið hafi verið rætt og ritað um fund Bandaríkjanna og Norður-Kóreu hefur síðarnefnda ríkið ekkert tjáð sig opinberlega um málið. Því er ekki enn hægt að fullyrða með vissu hvort af honum verði. Fulltrúar Norður-Kóreu hafa þó verið á faraldsfæti síðustu daga. Erindreki ríkisins átti til að mynda fundi í Finnlandi með Suður-Kóreumönnum og fulltrúum Bandaríkjastjórnar í gærkvöldi. Fyrsta dagskrármál þess fundar er sagt hafa verið fundur Kim og Trump í maí. Að sama skapi var greint frá því fyrir helgi að sendinefnd Norður-Kóreu væri stödd í Stokkhólmi. Þar ræddu sænsk yfirvöld við utanríkisráðherra Norður-Kóreu um lausn þriggja Bandaríkjamanna. Í frétt á vef sænska utanríkisráðuneytisins segir hins vegar að viðræður Svíþjóðar og Norður-Kóreu hafi að mestu snúist um stöðu mála á Kóreu-skaganum. Bandaríkin Norður-Kórea Tengdar fréttir Norður-Kóreumenn funda óvænt í Stokkhólmi Sendinefnd Norður-Kóreu birtist óvænt í Svíþjóð í gærkvöldi. 16. mars 2018 08:48 Kalla eftir undirbúningi fyrir viðræður Leiðtogar Suður- og Norður-Kóreu munu hittast í þrijða sinn í næsta mánuði. 16. mars 2018 15:28 Svíar ræða við N-Kóreu um lausn þriggja Bandaríkjamanna Sænsk yfirvöld koma nú að samningaviðræðum þess efnis að þremur bandarískum ríkisborgurum verði sleppt úr haldi í Norður-Kóreu. 18. mars 2018 23:30 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Sjá meira
Utanríkisráðherra Suður-Kóreu segir að Kim Jong-un, leiðtogi grannríkis þeirra í norðri, hafi heitið því að hætta kjarnorkuframleiðslu ríkisins. Haft er eftir ráðherranum, Kang Kyung-wha, á vef Guardian að Suður-Kórea hafi beðið um skýra staðfestingu frá stjórnvöldum Norður-Kóreu um að ríkið myndi stöðva kjarnorkumálaáætlun sína og segir utanríkisráðherrann að Kim sjálfur hafi veitt hana. Tíðindin eru sögð góður undanfari fyrir hugsanlegan fund Norður-Kóreu og Bandaríkjamanna í maí. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði fyrir rúmlega viku síðan að hann ætlaði sér að setjast niður með Kim Jong-un eftir að suður-kóreskir embættismenn lýstu því yfir að leiðtogi hins einangraða ríkis væri opinn fyrir því að hætta þróun kjarnavopna. Þrátt fyrir að mikið hafi verið rætt og ritað um fund Bandaríkjanna og Norður-Kóreu hefur síðarnefnda ríkið ekkert tjáð sig opinberlega um málið. Því er ekki enn hægt að fullyrða með vissu hvort af honum verði. Fulltrúar Norður-Kóreu hafa þó verið á faraldsfæti síðustu daga. Erindreki ríkisins átti til að mynda fundi í Finnlandi með Suður-Kóreumönnum og fulltrúum Bandaríkjastjórnar í gærkvöldi. Fyrsta dagskrármál þess fundar er sagt hafa verið fundur Kim og Trump í maí. Að sama skapi var greint frá því fyrir helgi að sendinefnd Norður-Kóreu væri stödd í Stokkhólmi. Þar ræddu sænsk yfirvöld við utanríkisráðherra Norður-Kóreu um lausn þriggja Bandaríkjamanna. Í frétt á vef sænska utanríkisráðuneytisins segir hins vegar að viðræður Svíþjóðar og Norður-Kóreu hafi að mestu snúist um stöðu mála á Kóreu-skaganum.
Bandaríkin Norður-Kórea Tengdar fréttir Norður-Kóreumenn funda óvænt í Stokkhólmi Sendinefnd Norður-Kóreu birtist óvænt í Svíþjóð í gærkvöldi. 16. mars 2018 08:48 Kalla eftir undirbúningi fyrir viðræður Leiðtogar Suður- og Norður-Kóreu munu hittast í þrijða sinn í næsta mánuði. 16. mars 2018 15:28 Svíar ræða við N-Kóreu um lausn þriggja Bandaríkjamanna Sænsk yfirvöld koma nú að samningaviðræðum þess efnis að þremur bandarískum ríkisborgurum verði sleppt úr haldi í Norður-Kóreu. 18. mars 2018 23:30 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Sjá meira
Norður-Kóreumenn funda óvænt í Stokkhólmi Sendinefnd Norður-Kóreu birtist óvænt í Svíþjóð í gærkvöldi. 16. mars 2018 08:48
Kalla eftir undirbúningi fyrir viðræður Leiðtogar Suður- og Norður-Kóreu munu hittast í þrijða sinn í næsta mánuði. 16. mars 2018 15:28
Svíar ræða við N-Kóreu um lausn þriggja Bandaríkjamanna Sænsk yfirvöld koma nú að samningaviðræðum þess efnis að þremur bandarískum ríkisborgurum verði sleppt úr haldi í Norður-Kóreu. 18. mars 2018 23:30
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent