NBA: Westbrook með þrennu í fimmta leiknum í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. mars 2018 07:30 Russell Westbrook. Vísir/Getty Ellefu leikja sigurganga Toronto Raptors í NBA-deildinni endaði í nótt en það þurfti ofurhetju tölfræði frá Russell Westbrook til að enda hana. Portland Trail Blazers vann sinn þrettánda leik í röð og Houston Rockets sinn 26. sigur í 28 síðustu leikjum.Russell Westbrook var með 37 stig, 14 stoðsendingar og 13 fráköst þegar Oklahoma City Thunder sótti sigur til Kanada eftir 132-125 sigur á heimamönnum í Toronto Raptors sem voru fyrir leikinn búnir að vinna ellefu leiki í röð. Steven Adams var með 25 stig í leiknum. Paul George skoraði 22 stig og Carmelo Anthony bætti við fimmtán stigum í sjötta sigurleik Oklahoma City í röð en það var Russell Westbrook sem tók leikinn yfir í lokin og sá öðrum fremur til þess að liðið vann. DeMar DeRozan var stigahæstur hjá Toronto með 24 stig en Kyle Lowry var með 22 stig og 10 stoðsendingar. Hvorugur þeirra kláraði þó leikinn því Kyle Lowry fékk sex villur og DeRozan var rekinn út úr húsi í blálokin ásamt Serge Ibaka og þjálfaranum Dwane Casey. DeMar DeRozan var alveg brjálaður þegar hann fékk ekki dæmda augljósa villu þegar hann keyrði á körfuna 30 sekúndum fyrir leikslok þegar Toronto liðið var aðeins tveimur stigum undir. Ekkert var dæmt og stjarna Toronto missti algjörlega hausinn.Anthony Davis fór fyrir sigri New Orleans Pelicans á meiðslarhjáðu liði Boston Celtics. Pelíkanarnir unnu örugglega 108-89 á heimavelli sínum í New Orleans og Davis var með 34 stig og 11 fráköst í leikmnum. Cheick Diallo skoraði 17 stig, eða það mesta sem hann hefur skorað í leik á tímabilinu og Nikola Mirotic var með 16 stig. Jayson Tatum skoraði mest fyrir Boston eða 23 stig en liðið lék án bæði Kyrie Irving og Marcus Smart. Boston hefur nú tapað þremur af síðustu fjórum leikjum sínum. Leikurinn var jafn og spennandi fram í fjórða leikhluta þegar New Orleans Pelicans liðið náði 22-6 spretti og gerði út um leikinn. Anthony Davis endaði þann kafla með því að koma liðinu í 106-85 þegar aðeins 3:35 voru eftir.James Harden var með 34 stig og 12 stoðsendingar þegar Houston Rockets vann Minnesota Timberwolves 129-120. Þetta var 26. sigur Houston liðsins í 28 leikjum. Houston náði mest 25 stiga forystu í leiknum en Minnesota náði að minnka forskotið niður í fimm stig í lokin. Harden skoraði ellefu stig á síðustu sjö mínútum leiksins þar á meðal þriggja stiga körfu 58 sekúndum fyrir leikslok sem innsiglaði sigurinn.Damian Lillard skoraði 23 stig fyrir Portland Trail Blazers í 122-109 útisigri á Los Angeles Clippers en þetta var þrettándi sigur liðsins í röð. Það voru alls fimm leikmenn Portland sem skoruðu tíu stig eða meira en Maurice Harkness var með 21 stig, Jusuf Nurkic skoraði 17 stig og tók 12 fráköst og Al-Farouq Aminu skoraði 16 stig.Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Clippers - Portland Trail Blazers 109-122 Minnesota Timberwolves - Houston Rockets 120-129 New Orleans Pelicans - Boston Celtics 108-89 Toronto Raptors - Oklahoma City Thunder 125-132 NBA Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Fleiri fréttir ÍR - Valur | Sjóðheitir gestir í Breiðholti Tindastóll - KR | Sá fyrsti eftir metaleikinn mikla Þór Þ. - Grindavík | Ólíkt hafast þau að Keflavík - Njarðvík | Montrétturinn í húfi fyrir jólin Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Sjá meira
Ellefu leikja sigurganga Toronto Raptors í NBA-deildinni endaði í nótt en það þurfti ofurhetju tölfræði frá Russell Westbrook til að enda hana. Portland Trail Blazers vann sinn þrettánda leik í röð og Houston Rockets sinn 26. sigur í 28 síðustu leikjum.Russell Westbrook var með 37 stig, 14 stoðsendingar og 13 fráköst þegar Oklahoma City Thunder sótti sigur til Kanada eftir 132-125 sigur á heimamönnum í Toronto Raptors sem voru fyrir leikinn búnir að vinna ellefu leiki í röð. Steven Adams var með 25 stig í leiknum. Paul George skoraði 22 stig og Carmelo Anthony bætti við fimmtán stigum í sjötta sigurleik Oklahoma City í röð en það var Russell Westbrook sem tók leikinn yfir í lokin og sá öðrum fremur til þess að liðið vann. DeMar DeRozan var stigahæstur hjá Toronto með 24 stig en Kyle Lowry var með 22 stig og 10 stoðsendingar. Hvorugur þeirra kláraði þó leikinn því Kyle Lowry fékk sex villur og DeRozan var rekinn út úr húsi í blálokin ásamt Serge Ibaka og þjálfaranum Dwane Casey. DeMar DeRozan var alveg brjálaður þegar hann fékk ekki dæmda augljósa villu þegar hann keyrði á körfuna 30 sekúndum fyrir leikslok þegar Toronto liðið var aðeins tveimur stigum undir. Ekkert var dæmt og stjarna Toronto missti algjörlega hausinn.Anthony Davis fór fyrir sigri New Orleans Pelicans á meiðslarhjáðu liði Boston Celtics. Pelíkanarnir unnu örugglega 108-89 á heimavelli sínum í New Orleans og Davis var með 34 stig og 11 fráköst í leikmnum. Cheick Diallo skoraði 17 stig, eða það mesta sem hann hefur skorað í leik á tímabilinu og Nikola Mirotic var með 16 stig. Jayson Tatum skoraði mest fyrir Boston eða 23 stig en liðið lék án bæði Kyrie Irving og Marcus Smart. Boston hefur nú tapað þremur af síðustu fjórum leikjum sínum. Leikurinn var jafn og spennandi fram í fjórða leikhluta þegar New Orleans Pelicans liðið náði 22-6 spretti og gerði út um leikinn. Anthony Davis endaði þann kafla með því að koma liðinu í 106-85 þegar aðeins 3:35 voru eftir.James Harden var með 34 stig og 12 stoðsendingar þegar Houston Rockets vann Minnesota Timberwolves 129-120. Þetta var 26. sigur Houston liðsins í 28 leikjum. Houston náði mest 25 stiga forystu í leiknum en Minnesota náði að minnka forskotið niður í fimm stig í lokin. Harden skoraði ellefu stig á síðustu sjö mínútum leiksins þar á meðal þriggja stiga körfu 58 sekúndum fyrir leikslok sem innsiglaði sigurinn.Damian Lillard skoraði 23 stig fyrir Portland Trail Blazers í 122-109 útisigri á Los Angeles Clippers en þetta var þrettándi sigur liðsins í röð. Það voru alls fimm leikmenn Portland sem skoruðu tíu stig eða meira en Maurice Harkness var með 21 stig, Jusuf Nurkic skoraði 17 stig og tók 12 fráköst og Al-Farouq Aminu skoraði 16 stig.Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Clippers - Portland Trail Blazers 109-122 Minnesota Timberwolves - Houston Rockets 120-129 New Orleans Pelicans - Boston Celtics 108-89 Toronto Raptors - Oklahoma City Thunder 125-132
NBA Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Fleiri fréttir ÍR - Valur | Sjóðheitir gestir í Breiðholti Tindastóll - KR | Sá fyrsti eftir metaleikinn mikla Þór Þ. - Grindavík | Ólíkt hafast þau að Keflavík - Njarðvík | Montrétturinn í húfi fyrir jólin Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Sjá meira