Tónlistarhátíðin Sónar fór fram um helgina í Hörpu og strax í dag hófst miðasala á Sónar 2019. Hátíðin mun fara fram nær sumri að ári eða helgina 25. til 27. apríl. Hátíðin fer sem fyrr fram í Hörpu og formleg miðasala fer fram síðar á árinu.
Skipuleggjendur hafa þó ákveðið að bjóða takmarkaðan fjölda miða á sölu í dag fyrir hátíðina að ári og kosta miðarnir 9.990 krónur. VIP miðar eru til sölu á 14.990 krónur. Í evrum kosta miðarnir 82 og 122 evrur.
Miða má nálgast hér.

