Katrín ræddi mál Hauks Hilmarssonar við Merkel Hulda Hólmkelsdóttir og Þorbjörn Þórðarson skrifa 19. mars 2018 14:46 Katrín og Merkel héldu stuttan blaðamannafund áður en þær héldu til fundar. Vísir/EPA Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, fundaði í dag með Angelu Merkel, kanslara Þýskalands. Katrín og Merkel héldu stuttan blaðamannafund áður en þær héldu til fundar. Meðal þess sem þær ræddu á fundinum var mál Hauks Hilmarssonar sem talið er að hafi fallið í átökum í Sýrlandi þann 24. febrúar síðastliðinn. Óskaði Katrín eftir því að íslensk yfirvöld mættu njóta liðsinnis þýskra yfirvalda til að leita upplýsinga um örlög Hauks. „Ég bara notaði tækifærið í ljósi þess að við vorum á þessum fundi og óskaði þess að við mættum njóta liðsinnis Þjóðverja í því máli þar sem þau hafa auðvitað töluvert mikla reynslu af málum sem þessum. þannig ég notaði tækifærið og óskaði liðsinnis og var mjög vel tekið með það,“ segir Katrín í samtali við fréttastofu. Vísir/EPA Vissi Merkel um mál Hauks? „Nei hún þekkti ekki til þess fyrir en auðvitað þekkir mjög vel til aðstæðna í Tyrklandi og meðal þess sem við ræddum á fundinum voru stóru línurnar þegar kemur að málefnum flóttamanna. Þar hefur hún auðvitað stigið mjög eindregið fram og talað mjög sterklega fyrir því að vestræn ríki þurfi líka að efla þróunarsamvinnu og þróunaraðstoð.“ Katrín ræddi fund sinn með Merkel í Reykjavík síðdegis í dag. Engar nýjar upplýsingar liggja fyrir í máli Hauks að sögn Sveins H. Guðmarssonar, upplýsingafulltrúa utanríkisráðuneytisins. Ráðuneytið vinnur áfram í málinu og að sögn Sveins er lögð áhersla á samvinnu við ástvini Hauks og að halda þeim upplýstum um gang mála. Aðstandendur Hauks funduðu með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra þann 13. mars síðastliðinn og hefur Guðlaugur Þór rætt við utanríkisráðherra Tyrklands vegna málsins. Í heimsókn sinni í Þýskalandi mun Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra jafnframt taka þátt í dagskrá fullveldishátíðar á vegum sendiráðs Íslands í Berlín og ávarpa jafnréttisráðstefnu sem ber yfirskriftina DÓTTIR þar sem m.a. verður fjallað um samræmingu vinnu og fjölskyldulífs. Mál Hauks Hilmarssonar Tengdar fréttir Engar nýjar upplýsingar í máli Hauks Talið er að Haukur hafi fallið í stríðsátökum í Sýrlandi í síðasta mánuði. 19. mars 2018 14:29 Eva telur hugsanlegt að sonur hennar sé á lífi Eva Hauksdóttir segir ýmislegt mótsagnakennt er varðar fregnir af andláti Hauks Hilmarssonar. 16. mars 2018 12:54 Ræddi við félagsmálaráðherra Tyrklands út af Hauki Hilmarssyni Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra ræddi við fjöskyldu- og félagsmálaráðherra Tyrklands í gær um mál Hauks Hilmarssonar sem féll í loftárás Tyrkja í Sýrlandi í síðasta mánuði. 15. mars 2018 13:50 Utanríkismálanefnd fundaði um mál Hauks Hilmarssonar Utanríkismálanefnd Alþingis fundaði í morgun um mál Hauks Hilmarssonar sem féll í stríðsátökum í Sýrlandi í síðasta mánuði. Formaður nefndarinnar segir mikilvægt að afla sem fyrst upplýsinga um afdrif Hauks. 14. mars 2018 18:45 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, fundaði í dag með Angelu Merkel, kanslara Þýskalands. Katrín og Merkel héldu stuttan blaðamannafund áður en þær héldu til fundar. Meðal þess sem þær ræddu á fundinum var mál Hauks Hilmarssonar sem talið er að hafi fallið í átökum í Sýrlandi þann 24. febrúar síðastliðinn. Óskaði Katrín eftir því að íslensk yfirvöld mættu njóta liðsinnis þýskra yfirvalda til að leita upplýsinga um örlög Hauks. „Ég bara notaði tækifærið í ljósi þess að við vorum á þessum fundi og óskaði þess að við mættum njóta liðsinnis Þjóðverja í því máli þar sem þau hafa auðvitað töluvert mikla reynslu af málum sem þessum. þannig ég notaði tækifærið og óskaði liðsinnis og var mjög vel tekið með það,“ segir Katrín í samtali við fréttastofu. Vísir/EPA Vissi Merkel um mál Hauks? „Nei hún þekkti ekki til þess fyrir en auðvitað þekkir mjög vel til aðstæðna í Tyrklandi og meðal þess sem við ræddum á fundinum voru stóru línurnar þegar kemur að málefnum flóttamanna. Þar hefur hún auðvitað stigið mjög eindregið fram og talað mjög sterklega fyrir því að vestræn ríki þurfi líka að efla þróunarsamvinnu og þróunaraðstoð.“ Katrín ræddi fund sinn með Merkel í Reykjavík síðdegis í dag. Engar nýjar upplýsingar liggja fyrir í máli Hauks að sögn Sveins H. Guðmarssonar, upplýsingafulltrúa utanríkisráðuneytisins. Ráðuneytið vinnur áfram í málinu og að sögn Sveins er lögð áhersla á samvinnu við ástvini Hauks og að halda þeim upplýstum um gang mála. Aðstandendur Hauks funduðu með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra þann 13. mars síðastliðinn og hefur Guðlaugur Þór rætt við utanríkisráðherra Tyrklands vegna málsins. Í heimsókn sinni í Þýskalandi mun Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra jafnframt taka þátt í dagskrá fullveldishátíðar á vegum sendiráðs Íslands í Berlín og ávarpa jafnréttisráðstefnu sem ber yfirskriftina DÓTTIR þar sem m.a. verður fjallað um samræmingu vinnu og fjölskyldulífs.
Mál Hauks Hilmarssonar Tengdar fréttir Engar nýjar upplýsingar í máli Hauks Talið er að Haukur hafi fallið í stríðsátökum í Sýrlandi í síðasta mánuði. 19. mars 2018 14:29 Eva telur hugsanlegt að sonur hennar sé á lífi Eva Hauksdóttir segir ýmislegt mótsagnakennt er varðar fregnir af andláti Hauks Hilmarssonar. 16. mars 2018 12:54 Ræddi við félagsmálaráðherra Tyrklands út af Hauki Hilmarssyni Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra ræddi við fjöskyldu- og félagsmálaráðherra Tyrklands í gær um mál Hauks Hilmarssonar sem féll í loftárás Tyrkja í Sýrlandi í síðasta mánuði. 15. mars 2018 13:50 Utanríkismálanefnd fundaði um mál Hauks Hilmarssonar Utanríkismálanefnd Alþingis fundaði í morgun um mál Hauks Hilmarssonar sem féll í stríðsátökum í Sýrlandi í síðasta mánuði. Formaður nefndarinnar segir mikilvægt að afla sem fyrst upplýsinga um afdrif Hauks. 14. mars 2018 18:45 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Sjá meira
Engar nýjar upplýsingar í máli Hauks Talið er að Haukur hafi fallið í stríðsátökum í Sýrlandi í síðasta mánuði. 19. mars 2018 14:29
Eva telur hugsanlegt að sonur hennar sé á lífi Eva Hauksdóttir segir ýmislegt mótsagnakennt er varðar fregnir af andláti Hauks Hilmarssonar. 16. mars 2018 12:54
Ræddi við félagsmálaráðherra Tyrklands út af Hauki Hilmarssyni Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra ræddi við fjöskyldu- og félagsmálaráðherra Tyrklands í gær um mál Hauks Hilmarssonar sem féll í loftárás Tyrkja í Sýrlandi í síðasta mánuði. 15. mars 2018 13:50
Utanríkismálanefnd fundaði um mál Hauks Hilmarssonar Utanríkismálanefnd Alþingis fundaði í morgun um mál Hauks Hilmarssonar sem féll í stríðsátökum í Sýrlandi í síðasta mánuði. Formaður nefndarinnar segir mikilvægt að afla sem fyrst upplýsinga um afdrif Hauks. 14. mars 2018 18:45