Heimir Hallgríms einn af tíu HM-þjálfurum sem mættu til Sotsjí Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. mars 2018 13:00 Heimir Hallgrímsson sést meðal fulltrúa hinna 32 HM-þjóðanna í vinnustofunni í Sotsjí. Vísir/Getty Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, er einn af tíu aðalþjálfurum þjóðanna á HM í sumar sem mættu í sérstaka HM vinnustofu sem fór fram í Sotsjí undanfarna tvo daga. 250 aðilar úr starfsliði þjóðanna 32 mættu til Sotsjí en þetta var síðasta tækifæri þeirra til að fá að skygnast bak við tjöldin í skipulagi heimsmeistarakeppninnar. Allar þátttökuþjóðir sendu sína fulltúa en aðeins níu aðrir aðalþjálfarar voru á staðnum. Aðeins 5 af 32 þjóðum voru með í Álfukeppninni í fyrrasumar, Þýskaland, Portúgal, Ástralía, Mexíkó og Rússar, og var þetta því kjörið tækifæri fyrir hinar þjóðirnar að kynna sér aðstæður.World Cup 2018 workshop in Sochi, Russia. Coaches, asst. coaches, tech. directors. pic.twitter.com/FwgpLlW8kS — Knattspyrnusambandið (@footballiceland) February 28, 2018 Til Sotsjí voru mættir þjálfarar, aðstoðarþjálfarar, læknar, tækniráðgjafar, fjölmiðlafulltrúar, liðsstjórar, öryggisverðir, fararstjórar og markaðsfulltrúar eða allir sem mögulega koma að veru liðanna á HM í sumar. Heimir var ekki einn í för því með honum voru líka aðstoðarþjálfari hans Helgi Kolviðsson og Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ svo einhver séu nefnd. Hér fyrir neðan má sjá stutt myndbrot frá vinnustofunni og þar má sjá Heimi og aðra fulltrúa Íslands.It's all beginning to feel real now! #WorldCup Here's the best from the Team Workshop in Sochi! pic.twitter.com/XlflWqI7Ji — FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) February 28, 2018 Heimir og félagar fengu þarna tækifæri til að skoða aðstæður í búðum íslenska landsliðsins á HM í sumar. Íslenska landsliðið mun vera með höfuðstöðvar sínar í borginni Gelendzhik á milli leikja á HM en hún er ekki langt norður af Sotsjí. Nokkrar HM-hetjur voru meðal gesta í vinnustofunni en þar má nefna Jorge Burruchaga, sem tryggði Argentínumönnum heimsmeistaratitilinn 1986 og Spánverjinn Fernando Hierro. Báðir eru þeir í störfum á vegum sinna knattspyrnusambanda. Heimir er ekki í fyrstu ferðinni sinni til Rússlands á síðustu mánuðum því hann mætti einnig á HM-dráttinn í Mosvku í desember. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Í beinni: Newcastle - Liverpool | Isak-málið á allra vörum Enski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fleiri fréttir Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Í beinni: Newcastle - Liverpool | Isak-málið á allra vörum Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Sjá meira
Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, er einn af tíu aðalþjálfurum þjóðanna á HM í sumar sem mættu í sérstaka HM vinnustofu sem fór fram í Sotsjí undanfarna tvo daga. 250 aðilar úr starfsliði þjóðanna 32 mættu til Sotsjí en þetta var síðasta tækifæri þeirra til að fá að skygnast bak við tjöldin í skipulagi heimsmeistarakeppninnar. Allar þátttökuþjóðir sendu sína fulltúa en aðeins níu aðrir aðalþjálfarar voru á staðnum. Aðeins 5 af 32 þjóðum voru með í Álfukeppninni í fyrrasumar, Þýskaland, Portúgal, Ástralía, Mexíkó og Rússar, og var þetta því kjörið tækifæri fyrir hinar þjóðirnar að kynna sér aðstæður.World Cup 2018 workshop in Sochi, Russia. Coaches, asst. coaches, tech. directors. pic.twitter.com/FwgpLlW8kS — Knattspyrnusambandið (@footballiceland) February 28, 2018 Til Sotsjí voru mættir þjálfarar, aðstoðarþjálfarar, læknar, tækniráðgjafar, fjölmiðlafulltrúar, liðsstjórar, öryggisverðir, fararstjórar og markaðsfulltrúar eða allir sem mögulega koma að veru liðanna á HM í sumar. Heimir var ekki einn í för því með honum voru líka aðstoðarþjálfari hans Helgi Kolviðsson og Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ svo einhver séu nefnd. Hér fyrir neðan má sjá stutt myndbrot frá vinnustofunni og þar má sjá Heimi og aðra fulltrúa Íslands.It's all beginning to feel real now! #WorldCup Here's the best from the Team Workshop in Sochi! pic.twitter.com/XlflWqI7Ji — FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) February 28, 2018 Heimir og félagar fengu þarna tækifæri til að skoða aðstæður í búðum íslenska landsliðsins á HM í sumar. Íslenska landsliðið mun vera með höfuðstöðvar sínar í borginni Gelendzhik á milli leikja á HM en hún er ekki langt norður af Sotsjí. Nokkrar HM-hetjur voru meðal gesta í vinnustofunni en þar má nefna Jorge Burruchaga, sem tryggði Argentínumönnum heimsmeistaratitilinn 1986 og Spánverjinn Fernando Hierro. Báðir eru þeir í störfum á vegum sinna knattspyrnusambanda. Heimir er ekki í fyrstu ferðinni sinni til Rússlands á síðustu mánuðum því hann mætti einnig á HM-dráttinn í Mosvku í desember.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Í beinni: Newcastle - Liverpool | Isak-málið á allra vörum Enski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fleiri fréttir Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Í beinni: Newcastle - Liverpool | Isak-málið á allra vörum Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Sjá meira